Fleiri fréttir

Telja sig tapa á fórnarlömbum

Yfirvöld í Lundúnum hafa keypt 68 íbúðir í lúxusfjölbýlishúsi á Kensington Row fyrir þá sem misstu húsnæðið í eldsvoðanum í Grenfell-turninum. Nokkrir íbúar á Kensington Row eru ósáttir og segja þetta draga úr virði íbúða sinna.

Flassarar fái þyngri refsingu

Dómsmálaráðherra Danmerkur, Søren Pape Poulsen, segir það skjóta skökku við að sá sem berar sig fyrir framan aðra fái vægari refsingu en sá sem birtir myndir úr eftirlitsmyndavél af viðkomandi. Hann vill að flassarar fái þyngri refsingu.

Íslamska ríkið stendur á tímamótum

Kalífadæmi ISIS í Mið-Austurlöndum hnignar. Svo virðist sem ISIS tapi Mósúl og Rakka. Forsætisráðherra Íraks segir ISIS viðurkenna ósigur í Mósúl á meðan hersveitir umkringja Rakka. Rússar rannsaka hvort þeir hafi fellt leiðtogann Ab

Alþjóðlegt gervifyrirtæki skráð á Íslandi

Gervivefverslanir, sem bjóða upp á vörur til heimilisnota, eru notaðar í stórum stíl sem skálkaskjól fyrir greiðslur vegna ólöglegra fjárhættuspila á netinu. Fyrirtækið Agora, sem virðist halda úti fjölda þessara gervivefverslana, er skráð á Íslandi.

May gerir ESB-ríkjum tilboð í innflytjendamálum

Ríkisborgarar innan Evrópusambandsins, sem hafa búið í Bretlandi í fimm ár eða lengur, gætu fengið jöfn réttindi á við breska ríkisborgara segir Theresa May, forsætisráðherra Bretlands.

Theresa May í vanda bæði heima og að heiman

Forsætisráðherra Bretlands hefur verið gagnrýnd fyrir framkomu sína í tengslum við brunann í Grenfell-turninum og hefur þurft að gefa eftir í skilyrðum fyrir viðræðum um brotthvarf Bretlands úr ESB.

Repúblikanar byrja að afhjúpa heilbrigðistryggingafrumvarp sitt

Mikil leynd hefur hvílt yfir nýjum frumvarpi repúblikana sem á að koma í staðinn fyrir Obamacare, sjúkratryggingalög Baracks Obama. Fyrstu fréttir benda til þess að milljónir Bandaríkjamanna muni missa sjúkratryggingar verði frumvarpið að lögum.

Enska biskupakirkjan hylmdi yfir með barnaníðingi

Æðstu ráðamenn ensku biskupakirkjunnar hylmdu yfir með fyrrverandi biskupi sem misnotaði drengi og karlmenn kynferðislega í tuttugu ár. Þetta er niðurstaða sjálfstæðrar rannsóknarnefndar.

Trump bað yfirmenn leyniþjónustunnar um að hreinsa sig opinberlega

Tveir æðstu yfirmenn leyniþjónustmála í Bandaríkjunum sögðu rannsakendum að Donald Trump hefði beðið þá um að lýsa því yfir opinberlega að ekkert væri hæft í að forsetaframboð hans hafi átt í samráði við Rússa. Þeir segjast ekki hafa upplifað það sem skipun frá forsetanum.

May neyðst til að bakka með stefnumál

Jeremy Corbyn segir valdatap forsætisráðherra Bretlands kristallast í því að hún dragi stefnumál til baka. Sjálf hvetur May til aukinnar samvinnu. Stefnuræða drottningar einkenndist af væntanlegri útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu.

Nýir ráðherrar taka sæti í ríkisstjórn Macron

Einn af þungavigtarmönnunum í ríkisstjórn Macron, François Bayrou, hefur sagt af sér sem dómsmálaráðherra landsins til að koma í veg fyrir að ríkisstjórnin verði bendluð við rannsókn á meintri spillingu.

Hungursneyð ríkir ekki lengur í Suður-Súdan

Hungursneyð ríkir ekki lengur í Suður-Súdan eftir að henni var lýst yfir í febrúar síðastliðnum. Þetta kemur fram í skýrslu sem Sameinuðu þjóðirnar stóðu að en ástandið er þó enn grafalvarlegt.

Fölnun kóralrifja gæti verið að ljúka í bili

Þriggja ára tímabili fölnunar kóralrifja á jörðinni gæti verið að ljúka. Bandaríska haf- og loftslagsstofnunin spáir því að hlýindum í Indlandshafi sé að ljúka en hætta er enn til staðar í Atlants- og Kyrrahafi.

Hugsanlegt að menn hafi kveikt eldana í Portúgal

Slökkviliðsstjóri telur að menn hafi kveikt skógareldana sem hafa orðið tugum manna að bana í Portúgal. Elding sem talin hefur verið hafa kveikt eldana hafi ekki lostið niður fyrr en eftir að þeir voru komnir af stað.

Myndband af drápi lögreglumanns á svörtum manni birt

Lögreglan í Minnesota hefur birt myndband úr lögreglubíl þegar lögreglumaður skaut Philando Castile til bana í St. Paul síðasta sumar. Lögreglumaðurinn var sýknaður af drápinu í síðustu viku.

Brexit efst á baugi í stefnuræðu drottningar

Frumvarp sem gerir samevrópsk lög að breskum er á meðal átta frumvarpa sem tengjast Brexit sem Elísabet drottning tilkynnti um í stefnuræðu nýrrar ríkisstjórnar Bretlands.

Sjá næstu 50 fréttir