Fleiri fréttir

Múslimar fagna föstulokum

Múslimar um gjörvallan heim fögnuðu í gær hátíðardeginum Eid al-Fitr. Dagurinn markar lok föstumánaðarins Ramadan og var bænahald sem og átveislur af því tilefni víða um heim.

Fríverslunarsamningur við ESB ekki sjálfgefinn

Brexitmálaráðherra segir líklegt, þó ekki öruggt, að fríverslunarsamningur náist við Evrópusambandið. Enginn samningur væri þó betri en samningur sem væri til þess gerður að refsa Bretum fyrir væntanlega útgöngu úr sambandinu.

Leyfa nú myndatöku með dróna

Sænska þingið hefur breytt lögum þannig að frá og með 1. ágúst þurfa fyrirtæki og einstaklingar ekki sérstakt leyfi til að nota dróna með eftirlitsmyndavélum. Tekið er fram að þeir sem noti dróna til að taka myndir verði að gæta að persónuvernd.

Erkibiskupinn vill þverpólitískt samstarf í Brexit-málinu

Justin Welby, erkibiskup af Kantaraborg, kallar eftir þverpólitískri nefnd til að leiða þjóðina úr Evrópusambandinu. Hann vonast til þess að þverpólitískt samstarf muni "taka mesta eitrið úr umræðunni,“ segir erkibiskupinn í umfjöllun sinni um þær pólitísku skotgrafir sem hafa einkennt umræðuna um Brexit.

Gladdist yfir árásinni á Scalise

Phil Montag, fyrrum stjórnarmanni tæknideildar Demókrataflokksins í Nebraska hefur verið sagt upp störfum fyrir að hafa sagst gleðjast yfir því að Steve Scalise, þingmaður Repúblikanaflokksins, hafi verið skotinn. Ummælin náðust á upptöku sem búið er að hlaða inn á Youtube.

Harry Bretaprins íhugaði að snúa baki við krúnunni

„Á tímabili langaði mig að hætta,“ segir Harry um það að vera hluti af konungsveldinu. Hann hafi alvarlega íhugað að hefja nýtt líf sem ótiginn maður. Það eina sem hindraði hann í að gefa upp á bátinn konunglegt hlutverk sitt hafi verið hollusta hans við drottninguna.

Glæpagengi í Árósum ógna öryggi almennings

Ástandið í borginni er fremur slæmt að sögn lögreglu og talið er að nánast daglega séu gerðar morðtilraunir. Þetta veldur almennum borgurum miklum óþægindum enda um mikið áreiti að ræða.

Trump sakar Obama um aðgerðarleysi

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að Barack Obama hafi frétt af afskiptum Rússa löngu fyrir forsetakosningarnar sjálfar og "ekkert gert“.

Tölvuárás gerð á breska þingið

Tilraunir hafa verið gerðar til að komast inn í tölvukerfi þingsins og hafa þingmenn í kjölfarið átt í erfiðleikum með að komast inn á tölvupóstinn sinn.

Trump segir rannsakanda ekki hlutlausan

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti í gær efasemdum sínum um hlutleysi Roberts Mueller sem rannsakar meint afskipti Rússa af forsetakosningum vestra og möguleg tengsl þeirra við framboð Trumps.

Katörum sett ströng skilyrði

Fjögur Arabaríki hafa sent Katörum strangar kröfur, eigi þau að aflétta þvingunum gegn katarska ríkinu. Ríkin sem um ræðir eru Sádi-Arabía, Egyptaland, Bahrein og Sameinuðu arabísku furstadæmin.

Leiðtogi stjórnarandstöðu fær ekki að bjóða sig fram

Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, var í gær meinað að bjóða sig fram til forseta en forsetakosningar fara fram þar í landi á næsta ári. Miðstjórn kosninga í Rússlandi kvað upp úrskurð sinn þess efnis í gær og byggist hann á því að Navalny var dæmdur sekur fyrir fjárdrátt. Hann er nú á skilorði.

Evrópusambandið óánægt með samningstilboð Breta

Forseti leiðtogaráðs ESB segir tilboð Breta er varðar réttindi borgara Evrópusambandsins í Bretlandi ófullnægjandi. Forsætisráðherra Bretlands segir tilboðið sanngjarnt og sett fram af alvöru.

Telja sig tapa á fórnarlömbum

Yfirvöld í Lundúnum hafa keypt 68 íbúðir í lúxusfjölbýlishúsi á Kensington Row fyrir þá sem misstu húsnæðið í eldsvoðanum í Grenfell-turninum. Nokkrir íbúar á Kensington Row eru ósáttir og segja þetta draga úr virði íbúða sinna.

Flassarar fái þyngri refsingu

Dómsmálaráðherra Danmerkur, Søren Pape Poulsen, segir það skjóta skökku við að sá sem berar sig fyrir framan aðra fái vægari refsingu en sá sem birtir myndir úr eftirlitsmyndavél af viðkomandi. Hann vill að flassarar fái þyngri refsingu.

Íslamska ríkið stendur á tímamótum

Kalífadæmi ISIS í Mið-Austurlöndum hnignar. Svo virðist sem ISIS tapi Mósúl og Rakka. Forsætisráðherra Íraks segir ISIS viðurkenna ósigur í Mósúl á meðan hersveitir umkringja Rakka. Rússar rannsaka hvort þeir hafi fellt leiðtogann Ab

Alþjóðlegt gervifyrirtæki skráð á Íslandi

Gervivefverslanir, sem bjóða upp á vörur til heimilisnota, eru notaðar í stórum stíl sem skálkaskjól fyrir greiðslur vegna ólöglegra fjárhættuspila á netinu. Fyrirtækið Agora, sem virðist halda úti fjölda þessara gervivefverslana, er skráð á Íslandi.

May gerir ESB-ríkjum tilboð í innflytjendamálum

Ríkisborgarar innan Evrópusambandsins, sem hafa búið í Bretlandi í fimm ár eða lengur, gætu fengið jöfn réttindi á við breska ríkisborgara segir Theresa May, forsætisráðherra Bretlands.

Theresa May í vanda bæði heima og að heiman

Forsætisráðherra Bretlands hefur verið gagnrýnd fyrir framkomu sína í tengslum við brunann í Grenfell-turninum og hefur þurft að gefa eftir í skilyrðum fyrir viðræðum um brotthvarf Bretlands úr ESB.

Sjá næstu 50 fréttir