Fleiri fréttir

Comey mun bera vitni hjá öldungadeildinni um samskipti sín við Trump

James Comey, fyrrverandi forstjóri Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, mun bera vitni hjá öldungadeild Bandaríkjaþings í næstu viku og staðfesta þar ásakanir þess efnis að Donald Tump, Bandaríkjaforseti, hafi þrýst á hann um að hætta rannsókn á meintum tengslum ráðgjafa forsetans við Rússa.

Nasa sendir geimfar til sólarinnar

Geimvísindastofnun Bandaríkjanna Nasa mun í dag kynna áætlanir sínar um að senda geimfar, The Solar Probe Plus, inn í ytra andrúmsloft sólarinnar. Reiknað er með að geimfarinu verði skotið á loft næsta sumar.

Þremur sleppt úr haldi lögreglu í Manchester

Tveimur mönnum, 20 og 24 ára, var sleppt en þeir voru báðir handteknir tveimur dögum eftir árásina í grennd við heimili árásarmannsins, Salman Abedi. Þá var 37 ára gömlum manni, sem handtekinn var í Blackley í norðurhluta Manchester einum degi á eftir ungu mönnunum tveimur, einnig sleppt.

Prófun á eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjanna heppnaðist

Höfuðstöðvar Bandaríska varnarmálaráðuneytisins, Pentagon, hafa skotið niður tilraunasprengihleðslu sína yfir Kyrrahafinu. Með þessari tilraun hefur lykiltakmarki í þróun á eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjanna verið náð.

Danir afnema bann við guðlasti

Allt bendir til að umdeild og 151 árs gömul lagagrein sem gerir guðlast refsivert verði numin úr gildi í Danmörku á föstudag.

Þjarmað að Corbyn og May í sjónvarpi

Jeremy Corbyn og Theresa May komu fram í einskonar kappræðum á sjónvarpsstöðinni Sky í gær en kosið verður í Bretlandi þann 8. júní næstkomandi.

Semja á ný vegna Brexit

Væntanleg útganga Breta úr Evrópusambandinu, það er Brexit, getur haft áhrif á samninga sem Grænland og Færeyjar hafa gert við Bretland, einkum í sjávarútvegsmálum.

Hungursneyð í Jemen

Hungursneyð ríkir í Jemen af völdum langvarandi borgarastyrjaldar. Talið er að barn yngra en fimm ára svelti í hel á tíu mínútna fresti í landinu. Áætlað er að brýn þörf sé á ríflega 200 milljarða króna neyðaraðstoð til landsins.

Ferðir árásarmannsins í Manchester kortlagðar frekar

Lögregla í Manchester handtók í dag 23 ára gamlan mann í Sussex í Englandi í tengslum við hryðjuverkin í Manchester. Þá sendu lögregluyfirvöld frá sér nýja mynd af árásarmanninum sem sýnir hann draga á eftir sér bláa ferðatösku fáeinum dögum fyrir árásina.

Trump fordæmir morðin í Portland

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fordæmt árás sem gerð var á tvo menn í Portland borg í Oregon fylki í Bandaríkjunum. Þeir skárust í leikinn þegar árásarmaðurinn hafði i hótunum við tvær ungar múslímakonur sem um borð voru í lestinni.

Sjá næstu 50 fréttir