Fleiri fréttir

Armenía syndir á móti straumnum

Tímamótaþingkosningar fóru fram í Armeníu í byrjun mánaðar, þær fyrstu eftir stjórnarskrárbreytingar sem breyttu landinu í þingræðisríki. Í kosningaeftirliti á vegum ÖSE fékk blaðamaður tækifæri til að kynnast landi og þjóð.

Útlit fyrir afar spennandi fyrri umferð í Frakklandi

Fyrri umferð forsetakosninga í Frakklandi fer fram á morgun. Fjórir frambjóðendur eiga raunhæfan möguleika á að komast áfram í aðra umferð. Kannanir benda ekki til spennandi seinni umferðar, sama hverjir verða þar.

Trump reiknar með að árásin í París hjálpi Le Pen

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, reiknar með að árásin í París þar sem lögreglumaður var skotinn til bana muni hjálpa Marine Le Pen í forsetakosningunum í Frakklandi sem haldnar verða á sunnudaginn.

Þyngsta kona heims léttist um 250 kíló

Egypska konan Eman Ahmed Abd El Aty, sem sögð er hafa verið þyngsta kona í heimi, hefur lést um 250 kíló á þremur mánuðum frá því að hún fór í meðferð vegna þyngdarinnar á Indlandi.

Fá að skíra dóttur sína Allah

Foreldrar eins árs gamallar stúlku í Georgíu-ríki Bandaríkjanna hafa haft betur gegn yfirvöldum í ríkinu sem neituðu að samþykkja að henni yrði gefið nafnið Allah.

Ný sönnunargögn koma fram vegna MH370

Ný sönnunargögn benda til þess að flugvél malasíska flugfélagsins Malaysian Airlines, sem hvarf í mars 2014 með 239 manns um borð, sé norðan við þann stað þar sem mest hefur verið leitað á í Suður-Indlandshafi.

Hafði áður reynt að myrða þrjá lögreglumenn

Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið lögreglumann til bana og sært tvo til viðbótar á Champs Élysées í París í gærkvöldi var til rannsóknar hjá frönskum lögreglunni þar sem hann hafði sýnt að hann ætlaði sér að myrða lögreglumenn

Ætlaði að græða á sprengjuárásinni í Dortmund

Þýska lögreglan hefur handtekið mann sem grunaður er um að hafa komið fyrir sprengju í vegarkanti sem sprakk þegar liðsrúta Borussia Dortmund var á leið hjá fyrir leik í Meistaradeildinni á dögunum.

Íslendingur í París sá ekkert annað en vopnaða lögreglumenn

Árásarmaður myrti lögregluþjón í París í gær. Hryðjuverkadeild lögreglu rannsakar málið. Árásarmaðurinn var felldur á vettvangi. Íslendingur á svæðinu segir lögregluþjóna allt sem hann hafi séð. ISIS lýsir yfir ábyrð á árásinni.

Vilja meiri mótmæli

Leiðtogar stjórnarandstöðunnar í Venesúela hvöttu í gær til áframhaldandi mótmæla. Á miðvikudag mótmæltu þúsundir á götum höfuðborgarinnar Caracas. Kölluðu aðgerðasinnar mótmælin "móður allra mótmæla“.

Segjast hættir að treysta Trump

Misvísandi skilaboð um leið flotadeildar bandaríkjahers að Kóreuskaga valda fjaðrafoki í Suður-Kóreu. ­Forsetaframbjóðandi segir Kóreumenn ekki geta treyst Trump sem forseta ef hann var í raun að segja ósatt.

Baráttan komin á fullan skrið

Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins á Bretlandi, heitir því að hann muni taka í gegn ósanngjarnt kerfi og færa valdið og auðinn aftur til fólksins verði hann forsætisráðherra landsins.

Handtóku 53 fyrir samkynja hjónabönd

Saksóknarar í Nígeríu hafa ákært 53 fyrir að skipuleggja að fagna samkynja hjónavígslum. Hin ákærðu neita sök og segja lögfræðingar þeirra að skjólstæðingarnir séu beittir misrétti.

Leit hætt að Joseph Kony

Leit að uppreisnarleiðtoganum og stríðsherranum Joseph Kony hefur verið hætt. Úganski herinn greindi frá þessu en Kony hafði verið leitað í Mið-Afríkulýðveldinu undanfarin ár.

Trump sendir samúðarkveðjur til Frakklands

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sendi samúðarkveðjur til Frakklands í kjölfar árásarinnar sem varð í París í kvöld. Talið er að minnst einn sé látinn og tveir alvarlega særðir eftir árásina sem sögð er vera hryðjuverkaárás.

Flogalyf talið hafa skaðað þúsundir barna

Frönsk eftirlitsstofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að lyf sem var gefið konum gegn flogaveiki og geðhvörfum hafi mögulega skaðað allt að 4.100 börn.

Sjá næstu 50 fréttir