Fleiri fréttir

Frakkar rannsaka HM-útboðin

Franskir saksóknarar rannsaka nú ferlið sem leiddi til þess að ákveðið var að Rússar fengju að halda heimsmeistaramót karla í knattspyrnu árið 2018 og Katarar árið 2022.

Saka flokk Le Pen um fjársvik

Talið er að Franska þjóðfylkingin, flokkur Marine Le Pen, forsetaframbjóðanda í Frakklandi, hafi svikið nærri 600 milljónir króna út úr Evrópuþinginu

Skotmarkið sagt vopn ætluð Hezbollah

Ísraelar skutu eldflaug á herstöð í Damaskus. Uppreisnarmenn segja skotmarkið vopnabúr bandamanna Sýrlandsstjórnar. Ísraelar segja sprenginguna samræmast stefnu þeirra um að koma í veg fyrir vopnasmygl.

Ein milljón í skiptum fyrir flugsætið

Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur breytt verklagsreglum sínum eftir umdeilt atvik á dögunum þegar farþegi í yfirfullri flugvél var bókstaflega dreginn út úr vélinni.

Trump fær ekki fé fyrir landamæraveggnum

Útlit er fyrir að ekki verði nein fjárveiting til að byggja vegg við landamæri Mexíkó í nýjum fjárlögum bandaríska ríkisins. Áfall fyrir Trump. Ef ekki næst að semja um fjárlög fyrir föstudagskvöld hætta ríkisstofnanir starfsemi.

May að verða vinsælli en Blair

Theresa May, leiðtogi Íhaldsflokksins, stefnir í að verða einn vinsælasti leiðtogi Bretlands. Ný könnun sýnir að 61 prósent aðspurðra telji að hún sé færasti forsætisráðherra Bretlands.

700 þúsund fengu hæli í ESB

Rúmlega 700 þúsund einstaklingar fengu hæli í einhverju aðildarríkja Evrópusambandsins, ESB, í fyrra. Nær 60 prósent hælisleitendanna komu frá Sýrlandi. Þjóðverjar tóku á móti flestum þeirra sem sóttu um hæli eða 70 prósentum.

Rúmlega þúsund handteknir í Tyrklandi

Tyrknesk yfirvöld hafa greint frá því að til standi að handtaka 3.224 manns vegna gruns um að tengjast klerinum Fettullah Gülen sem dvelur í útlegð í Bandaríkjunum.

Sarkozy hyggst kjósa Macron

Franskir Repúblikanar hafa verið að opna á þann möguleika að starfa með Emmanuel Macron á næstu árum.

Sjá næstu 50 fréttir