Fleiri fréttir

Yfirheyrslu Aðalsteins frestað

Yfirheyrslu yfir Aðalsteini Kjartanssyni, blaðamanni Stundarinnar, hefur verið frestað. Hann er einn þeirra sem lögreglustjórinn á Norðurlandi hefur veitt stöðu sakbornings í tengslum við rannsókn sem snýr að umfjöllun þeirra um um svokallaða „skæruliðadeild“ Samherja.

Kosið um sameiningu sex sveitarfélaga

Kosið verður um sameiningu í sex sveitarfélögum í dag. Oddviti eins af smærri sveitarfélögunum segir það rökrétta þróun að lítil sveitarfélög sameinist þeim stærri um alla þjónustu við íbúa.

Allt klappað og klárt hjá blómabændum fyrir konudaginn

Blómabændur og starfsfólk þeirra hefur nánast unnið dag og nótt síðustu daga við að gera allt klárt fyrir konudaginn, sem er á morgun en það er langstærsti söludagur ársins á íslenskum blómum. Bleikur og lillatónar eru vinsælustu litir blóma morgundagsins.

2.692 greindust smitaðir í gær

2.692 greindust smitaðir af Covid-19 innanlands í gær. 141 greindist á landamærunum. Þetta segir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Almannavarna, í samtali við fréttastofu.

Starfs­fólki í ein­angrun fjölgar sí­fellt

Aldrei hafa fleiri starfsmenn Landspítala verið í einangrun. Stjórn­endur spítalans funda um stöðuna á eftir og segjast munu gera allt til að koma í veg fyrir að kalla þurfi ein­kenna­laust starfs­fólk úr ein­angrun í vinnu.

Bein útsending: Hádegisfréttir á Bylgjunni

Aldrei hafa fleiri starfsmenn Landspítala verið í einangrun og nú. Stjórnendur leita allra leiða til að þurfa ekki að kalla smitaða til vinnu. Við fjöllum um stöðuna á Landspítalanum í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.

Fækkar um fimm á spítalanum

Fjörutíu sjúklingar liggja nú inni á Landspítala með Covid-19 og fækkar þeim um fimm á milli daga.

Greiða sekt fyrir að lenda þyrlum án leyfis á Hornströndum

Þyrlufyrirtæki, framkvæmdastjóri þess og tveir flugmenn þess þurfa samtals að greiða nokkur hundruð þúsund krónur í sekt vegna þess að þyrlum á vegum fyrirtækisins var í tvígang lent án leyfis Umhverfisstofnunar í friðlandinu á Hornströndum. Héraðsdómur Vesturlands hafði áður sýknað fyrirtækið og starfsmenn vegna málsins.

Von á stormi syðst á landinu

Gular veðurviðvaranir eru í gildi vegna veðurs í dag og fram á morgundaginn. Fyrsta viðvörunin tekur gildi á Suðurlandi skömmu eftir hádegi í dag.

Ekkert sé til í því að fyrir­tæki maki krókinn með styrkjum

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ekkert benda til þess að fullyrðing Alþýðusambandsins, um að mörg fyrirtæki hafi makað krókinn á ríkisstyrkjum, eigi við rök að styðjast. Hann fagnar því þó að ASÍ kalli eftir ábyrgð í ríkisfjármálum.

Skellti á Neyðar­línuna í miðju hjarta­á­falli

Kristjón Kormákur Guðjónsson hringdi á Neyðarlínuna í byrjun febrúar vegna gruns um að hann væri að fá fyrir hjartað. Hann fór fljótt að efast um þá ákvörðun og skellti á áður en honum var svarað. Grunurinn reyndist hins vegar á rökum reistur og hann hné niður skömmu seinna.

Laugvetningar og Stella í orlofi

Stella í orlofi er nú mætt í félagsheimilið Aratungu í Bláskógabyggð en þar er leikhópur Menntaskólans að Laugarvatni að sýna leikrit eftir samnefndir kvikmynd frá 1986. Mikið gengur á á sviðinu, enda mikið líf í kringum Stellu í leið sinni í sumarbústað með sænskum alka, sem er á leiðinni í meðferð hjá SÁÁ.

Óskar eftir úr­skurði um lög­mæti að­gerða lög­reglu­stjóra

Lögmaður Aðalsteins Kjartanssonar, blaðamanns á Stundinni og eins þeirra sem lögreglustjórinn á Norðurlandi hefur veitt réttarstöðu sakbornings vegna umfjöllunar um „skæruliðadeild“ Samherja, hefur afhent Héraðsdómi Norðurlands eystra kæru þar sem farið er fram á úrskurð um lögmæti aðgerða lögreglustjórans.

Felur lög­manni að krefjast upp­lýsinga um boðun aðal­fundar

B-listinn undir forystu Sólveigar Önnu Jónsdóttur hefur falið lögmanni að krefjast þess að upplýst verði um hvenær boðað verði til aðalfundar Eflingar. Sólveig Anna, sem vann á dögunum formannskosningar í Eflingu, segir núverandi formann og varaformann sitja umboðslausa. 

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Tilkynntum nauðgunum fjölgaði um ríflega þriðjung á milli ára samkvæmt nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra. 61 prósent kynferðisbrota tengjast börnum og hefur hlutfallið ekki verið hærra í fimm ár. Langstærstur hluti þeirra er á höfuðborgarsvæðinu, þar sem mikið álag er á starfsfólki kynferðisbrotadeildar. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Mun minni kvóta­skerðing en varað hafði verið við

Hafrannsóknarstofnun leggur til að loðnuafli á vertíðinni 2021/22 verði ekki meiri en 869.600 tonn. Um er að ræða lækkun um 34.600 frá ráðgjöf sem veitt var 1. október síðastliðinn. Hafró hafði áður varað við kvótaskerðingu upp á allt að eitthundrað þúsund tonn.

Gular viðvaranir gefnar út fyrir morgundaginn

Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir vegna austan storms eða roks og skafrennings sunnan- og vestanlands á morgun. Víða má gera ráð fyrir erfiðum akstursskilyrðum. 

Örn Geirsson býður fram krafta sína í Hafnarfirði

Örn Geirsson, verkefnastjóri og sölumaður auglýsinga hjá Fréttablaðinu og öðrum miðlum, gefur kost á sér í 4. til 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Sagt upp hjá PLAY vegna gruns um ofbeldi

Millistjórnanda hjá flugfélaginu PLAY hefur verið sagt upp störfum í kjölfar atviks á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur um síðustu helgi. Millistjórnandinn er samkvæmt heimildum fréttastofu grunaður um ofbeldi gagnvart samstarfsmanni, flugliða hjá félaginu.

Langar raðir en rosalega góð stemmning í Hlíðarfjalli

Fjöldi fjölskyldna af höfuðborgarsvæðinu er mættur í vetrarparadís norður yfir heiðar til að renna sér í snjónum í Hlíðarfjalli. Þriggja barna móðir í Fossvoginum er ein þeirra sem er mætt með börnin norður og er spennt fyrir opnun nýju stólalyftunnar á morgun.

Biðin loks á enda: Nýja stólalyftan í Hlíðarfjalli ræst á morgun

Mikill fjöldi skíða- og brettafólks rennir sér í brekkunum í Hlíðarfjalli um helgina í nýföllnum snjó og veðurblíðu. Stór stund verður á morgun klukkan 13 þegar ný stólalyfta í fjallinu verður ræst. Biðin hefur verið löng en nú virðist allt klappað og klárt.

Segja á­sakanir fyrr­verandi stjórnar­manns til­hæfu­lausar

Öryrkjabandalag Íslands segir að fyrrum stjórnarmaður í Hússjóði Öryrkjabandalagsins hafi farið fram með innistæðulausar ásakanir en umræddur stjórnarmaður hefur sakað stjórn ÖBÍ og formann bandalagsins um bolabrögð. Stjórnarmaðurinn segir alvarlegt spillingarmál hafi komið upp en sjóðurinn hefur stefnt ÖBÍ fyrir dómi vegna málsins. 

Tekur stöðuna í næstu viku

Yfir hundrað þúsund manns hafa nú greinst með kórónuveiruna innanlands frá upphafi faraldurs en sóttvarnalæknir bendir á að þeir gætu í raun verið allt að tvö hundruð þúsund og hjarðónæmi þannig mögulega handan við hornið. Hann telur ekki rétt að meta það fyrr en í næstu viku hvort fresta ætti allsherjarafléttingum, í ljósi erfiðrar stöðu í heilbrigðiskerfinu.

Sex sækjast eftir tveimur em­bættum að­stoðar­lög­reglu­stjóra

Hulda Elsa Björgvinsdóttir, staðgengill lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og sviðsstjóri ákærusviðs, og Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjórinn á Vestfjörðum, sækjast eftir lausri stöðu embættis aðstoðarlögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Greint er frá þessu á vef dómsmálaráðuneytisins.

Meta kolefnislosun frá byggingum í fyrsta sinn

Ný skýrsla sér um að meta kolefnislosun frá íslenskum byggingariðnaði en skýrslan er liður í aðgerðaráætlun stjórnvalda í lofslagsmálum. Talið er að árleg kolefnislosun íslenskra bygginga samsvari losun frá 145 þúsund bensínbílum. Vinna er þegar hafin við verkefnið og er aðgerðaráætlunar að vænta í vor.

Vilja að fyrir­tæki sem greiddu sér út arð endur­greiði ríkinu styrki

Al­þýðu­sam­bandið telur víst að mörg fyrir­tæki hafi makað krókinn á ríkis­styrkjum og krefst þess að rann­sókn fari fram á því hvert ríkis­fjár­munir fóru í far­aldrinum. Eðli­legt sé að þau fyrir­tæki sem hafi greitt sér út arð þrátt fyrir að hafa þegið ríkis­styrki verði látin endur­greiða þá.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um þau tímamót að í gær fór tala smitaðra hér á landi í kórónuveirufaraldrinum yfir hundrað þúsund manns.

Svona hefur ómíkron herjað á starfsfólk Landspítala

Rúmlega tuttugu prósent starfsmanna hafa smitast af kórónuveirunni síðustu tvo mánuði. Þegar litið er á skiptingu eftir starfsstéttum og deildum hafa flest smitanna komið upp meðal hjúkrunarfræðinga og á bráðamóttöku.

Ríflega 450 brautskráðir frá Háskóla Íslands á morgun

Háskóli Íslands brautskráir 455 kandídata úr grunn- og framhaldsnámi á morgun, laugardaginn 19. Febrúar. Engin formleg athöfn verður í ljósi Covid en háskólinn lofar því að hátíðarsemning muni „svífa yfir vötnum,“ í Háskólabíó.

Fjölgar á gjörgæslu milli daga

Fjörutíu og fimm sjúklingar liggja nú inni á Landspítala með Covid-19 og fjölgar þeim um einn frá því í gær. Fjórir eru á gjörgæslu og einn í öndunarvél, en í gær voru þrír á gjörgæslu og enginn í öndunarvél.

Sjá næstu 50 fréttir