Fleiri fréttir

Heiðar Örn ráðinn fréttastjóri RÚV

Heiðar Örn Sigurfinnsson hefur verið ráðinn fréttastjóri hjá Ríkisútvarpinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. Hann tekur við starfinu af Rakel Þorbergsdóttir sem sagði upp störfum í nóvember.

Ráðherrar segja Verbúðina skemmtun góða

Ráðherrarnir Bjarni Benediktsson, Svandís Svavarsdóttir og Willum Þór Þórsson eru sammála um að Verbúðin hafi verið góð skemmtun og að frjálst framsal aflaheimilda hafi verið skiljanlegt og jafnvel farsælt skref á sínum tíma.

Grunaður um að hafa nauðgað karlmanni á skemmtistað

Karlmaður nokkur hefur verið ákærður fyrir tilraun til nauðgunar og nauðgun á salerni á skemmtistað einum í miðbæ Reykjavíkur í ágúst 2021. Þá er hann sakaður um brot gegn lögum um útlendinga fyrir að framvísa fölsuðum skilríkjum.

Sýnatökum fækkar en biðin eftir niðurstöðu er enn löng

Enn er nokkuð löng bið eftir niðurstöðum úr sýnatöku fyrir Covid-19. Heilsugæslan tekur nú töluvert færri sýni en spítalinn fær sýni úr fleiri áttum og er staðan enn þung. Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins telur að mögulega verði hægt að taka hrað- eða heimapróf gild í stað PCR. 

Gæti slokknað í faraldrinum á næstu tveimur vikum

Sóttvarnalæknir segir þjóðina á hraðri leið í hjarðónæmi nú þegar fjórðungur landsmanna hefur verið greindur með kórónuveiruna. Útbreiðslan sé líklega mun meiri og ekki sé óvarlegt að áætla að helmingur þjóðarinnar eða meira hafi smitast.

Sólveig Anna vill stjórnarskipti sem fyrst

Sólveig Anna Jónsdóttir ný endurkjörin formaður Eflingar telur eðlilegt að boðað verði sem fyrst til aukaaðalfundar í félaginu þannig að hún og það fólk sem kosið var með henni í stjórn félagsins geti sem fyrst einhent sér í að móta kröfugerð fyrir komandi kjarasamninga.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við nýkjörinn formann Eflingar en Sólveig Anna Jónsdóttir bar sigur úr býtum í stjórnarkjöri stéttarfélagsins sem fram fór í gær.

Bjarni hafnar því að hann þjófkenni Þórð Snæ

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans hnýtir í Facebookfærslu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra þess efnis að ekkert sé óeðilegt við að blaðamenn séu kallaðir til yfirheyrslu í sakamáli; að Bjarni gefi í skyn að hann sé þjófur. Bjarni telur þetta fráleita túlkun.

Hætta að bólusetja í höllinni ári síðar

Fjöldabólusetningar hófust í Laugardalshöll í febrúar 2021 og nú ári síðar stendur til að þeim muni ljúka. Þeir sem eiga eftir að fá bólusetningu eða örvunarskammt munu eftir næstu viku geta leitað til heilsugæslunnar. 

Heilsugæslan og Læknavaktin taka við Covid-göngudeildinni

Heilsugæslan og Læknavaktin munu taka við meginhluta af þjónustu og eftirliti með þeim sem eru veikir af Covid-19 af Landspítala frá og með deginum í dag. Yfirfærslan er í samræmi við þróun faraldursins hér á landi þar sem sífellt færri greinist alvarlega veikir.

Starfsfólk Eflingar átti samverustund í morgun

Starfsmenn á skrifstofu Eflingar í Guðrúnartúni kom saman til fundar í morgun klukkan 8:15. Framkvæmdastjóri stéttarfélagsins segir fundinn hafa verið rólega samverustund þar sem fólk hafi minnt sig á það mikilvæga starf sem fólk sinni fyrir félagsmenn sína.

Hæglætis veður víðast hvar

Norðaustan og austanlands er allhvöss austanátt algeng með snjókomu eða slyddu, en það dregur úr vindi og úrkomu á þessum slóðum eftir hádegi. Í öðrum landshlutum verður vindur fremur hægur í dag, en búast má við éljum á stöku stað.

Stefna Eflingu vegna kjarasamningsbrota og framkomu stjórnenda

Þrír fyrrverandi starfsmenn Eflingar stéttarfélags hafa stefnt félaginu fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur vegna meintra kjarasamningsbrota og ámælisverðrar framkomu Sólveigar Önnu Jónsdóttur, nýendurkjörins formanns, og Viðars Þorsteinssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Eflingar, sem gert er ráð fyrir að taki aftur við störfum á næstunni.

Ók vélsleða á hús

Það er óhætt að segja að verkefni lögreglunna á höfuðborgarsvæðinu hafi verið fjölbreytt í gærkvöldi og nótt en vaktin hófst með tilkynningum um þriggja bíla árekstur í Hafnarfirði og beiðni um aðstoð eftir að vélsleða var ekið á hús.

Sól­veig Anna aftur kjörin for­maður Eflingar

Sólveig Anna Jónsdóttir og Baráttulistinn bar sigur úr býtum í stjórnarkjöri Eflingar sem lauk í kvöld með yfir helmingi atkvæða. Tekur hún því við formannsstól verkalýðsfélagsins í annað sinn en hún sagði af sér í október síðastliðnum í kjölfar vantraustsyfirlýsingar frá starfsfólki Eflingar.

Öryggi vegfarenda á stígum eigi að vera í forgangi

Erfið færð er enn víða fyrir gangandi vegfarendur eftir veðrið síðustu daga. Stjórnarmeðlimur Samtaka um bíllausan lífstíl vill betri forgangsröðun. Borgin segir verkefnið erfitt sem krefst þolinmæði.

Í beinni: Hver verður formaður Eflingar?

Sólveig Anna Jónsdóttir og Baráttulistinn bar sigur úr býtum í stjórnarkjöri Eflingar sem lauk í kvöld. Tekur hún því við formannsstóli verkalýðsfélagsins í annað sinn en hún sagði af sér í október síðastliðnum í kjölfar vantraustsyfirlýsingar frá starfsfólki Eflingar.

Hætt að leita til HSS eftir það sem kom fyrir son hennar

Móðir, sem segir son sinn hafa verið sendan heim frá Heil­brigðis­stofnun Suður­nesja með al­var­lega blæðingu eftir háls­kirtla­töku, er hætt að sækja heil­brigðis­þjónustu á svæðinu. Lífi drengsins var bjargað degi síðar með að­gerð eftir að hann fór að æla blóði. Við vörum við myndum sem fylgja fréttinni.

Öllum lög­fræðingum Rauða krossins sagt upp störfum

Samningur dómsmálaráðuneytisins við Rauða krossinn um réttaraðstoð og talsmannaþjónustu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur ekki verið framlengdur og rennur út að tveimur mánuðum liðnum. Öllum lögfræðingum Rauða krossins hefur verið sagt upp störfum vegna þess.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Móðir drengs sem var sendur heim frá Heilbirgðisstofnun Suðurnesja með alvarlega innvortis blæðingu eftir hálskirtlatöku er hætt að sækja heilbrigðisþjónstu á svæðinu. Lífi drengsins var bjargað degi síðar með aðgerð eftir að hann fór að æla blóði. Rætt verður við móður drengsins í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Teitur Björn verður að­stoðar­maður Jóns Gunnars­sonar

Teitur Björn Einarsson, lögfræðingur og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, er nýr aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Hann tekur við af Hreini Loftssyni sem hætti sem aðstoðarmaður Jóns um miðjan desember eftir einungis tvær vikur í starfi.

Skæru­liða­deildin sem nú vill ná vopnum sínum

Fjórir íslenskir blaðamenn hafa verið boðaðir til yfirheyrslu af lögreglu vegna umfjöllunar þeirra um svokallaða „skæruliðadeild“ Samherja. En hver er þessi deild, hvað gerði hún og hvers vegna er málið nú til rannsóknar hjá lögreglu?

Tékkarnir kaldir en í lagi með þá

Björgunarsveitarmenn eru komnir að fjallgöngumönnunum tveimur sem höfðu grafið sig í fönn á Vatnajökli við Hermannaskarð og sent út neyðarkall í nótt. Ferðalangarnir verða fluttir á Höfn í Hornafirði.

Rektor kveðst ekki hafa haft afskipti af máli seðlabankastjóra

Rektor Háskóla Íslands hafnar því að hann hafi haft bein afskipti á máli seðlabankastjóra, sem er sakaður um ritstuld, og segir málið ekki á sínu borði. Siðanefnd háskólans sagði af sér í síðustu viku en málið er enn á þeirra borði og þarf því að skipa nýja nefnd til að taka málið fyrir.

Blaða­mönnum al­mennt frjálst að vinna úr illa fengnum gögnum

Héraðsdómari og sérfræðingur í fjölmiðlarétti segir ýmsar ástæður fyrir því að lögregla geti viljað fá blaðamenn í skýrslutökur og segir fordæmi fyrir því. Formanni Blaðamannafélagsins finnst rannsókn lögregu á fréttaflutningi af skæruliðadeild samherja tilraun til að beita blaðamenn þrýstingi.

Öllu aflétt eftir tíu daga og jafnvel fyrr

Heilbrigðisráðherra segir stefnt að því að aflétta öllum sóttvarnaraðgerðum eftir tíu daga og jafnvel fyrr ef aðstæður leyfa. Einangrun verði þá einnig aflétt en ráðherra hvetur þá sem veikjast til þess að halda sig heima - líkt og í öðrum veikindum.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við heilbrigðisráðherra um stöðuna í kórónuveirufaraldrinum en hann segir segir stefnt að því að aflétta öllum sóttvarnaraðgerðum í næstu viku og jafnvel fyrr ef aðstæður leyfa.

Sjá næstu 50 fréttir