Fleiri fréttir

Kennsla í loðnuveiði: Dæla úr nót annarra

„Það er bara fundin torfa og kastað,“ svarar skipstjórinn á Beiti NK, Sturla Þórðarson, þegar við biðjum hann um að útskýra fyrir áhorfendum hvernig loðnuveiðar fara fram.

Áfram kalt í veðri

Frost var á landinu öllu í nótt og mældist það á bilinu 7 til 13 stig. Það dregur þó úr frosti eftir því sem líður á daginn og má búast við að það verði á bilinu 2 til 8 stig á landinu öllu.

Minni umferð í dag en verið hefur og opið áfram á morgun

Nokkuð færra fólk lagði leið sína að gosstöðvunum í Geldingadölum í dag samanborið við síðustu daga. Aðeins voru um tvö til þrjú hundruð bílar á svæðinu þegar mest lét í dag. Gert er ráð fyrir að svæðið verði áfram opið á morgun en lokað var í gær vegna veðurs.

Sam­skipta­gögn úr síma hins látna leiddu til hand­töku mannanna

Símasamskipti sem lögregla fann í síma mannsins sem lést í Kórahverfi í Kópavogi um helgina leiddu til þess að þrír Rúmenar voru handteknir vegna málsins. Tveimur þeirra hefur nú verið sleppt en sá þriðji sætir gæsluvarðhaldi. Meðal þess sem lögregla rannsakar nú er hvort einhver vitni hafi orðið að atvikinu.

„Nú hyllir undir að við séum að sleppa fyrir horn“

Breytingar sem verða á lífsleiðinni, heimsfaraldur kórónuveiru og sagan af Maríu frá Magdölum voru meðal þess sem var Agnesi M. Sigurðardóttur biskup Íslands ofarlega í huga í páskaprédikun hennar sem hún flutti við hátíðlega guðsþjónustu í Dómkirkjunni í dag, páskadag.

Tólf einstaklingar undir í fimm málum

Þinghald stendur enn yfir í máli sóttvarnalæknis og gesta sóttkvíarhótels sem krefjast þess að vistuninni verði aflétt tafarlaust. Ákvörðun var tekin um að loka þinghaldi á seinustu stundu að ósk eins lögmanna.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fjöllum við ítarlega um umdeilt sóttkvíarhótel og kærurnar sem teknar voru fyrir í héraðsdómi nú síðdegis, en málflutningur stendur enn yfir.

Sak­borningur segist niður­brotinn og að um sé að ræða slys

Maðurinn sem sætir gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsóknina á andláti manns sem lést í Kópavogi um helgina segir að um slys hafi verið að ræða. Að sögn verjanda mannsins er hann niðurbrotinn vegna málsins að því er Rúv greinir frá.

Gefur ekki kost á sér fyrir næstu kosningar

Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst ekki gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðismanna fyrir alþingiskosningar í haust. Frá þessu greinir Páll í stöðuuppfærslu nú síðdegis þar sem hann segir áhugann hafa dofnað eftir fimm ár á þingi.

Einn úrskurðaður í gæsluvarðhald

Karlmaður á þrítugsaldri var í Héraðsdómi Reykjaness í dag úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald í tengslum við alvarlega líkamsárás við Vindakór í Kópavogi á föstudag, sem leiddi til andláts íslensks karlmanns um þrítugt.

Hvorki heimild né vilji til þess að hindra för fólks

Ein tilkynning hefur verið send til lögreglu vegna einstaklings sem ákvað að yfirgefa sóttkvíarhótelið í Þórunnartúni, þar sem fólki er gert að dvelja eftir komuna til landsins. Það heyrir til undantekninga að fólk vilji yfirgefa hótelið að sögn upplýsingafulltrúa Rauða krossins, sem segir heilt yfir hafa gengið mjög vel að taka á móti gestum.

Fjórir skipverjar útskrifaðir í morgun

Fjórir af tíu skipverjum súrálsskips sem greindust með kórónuveirusmit til Reyðarfjarðar í lok mars voru útskrifaðir í morgun. Fimm eru enn í einangrun um borð í skipinu en vonir standa til að þeir verði útskrifaðir fljótlega.

Grunur leikur á að bíl hafi verið ekið á manninn

Lögregla hyggst gera kröfu um gæsluvarðhald yfir erlendum karlmanni sem grunaður er um árás við Vindakór í Kópavogi á föstudag. Íslenskur karlmaður fæddur árið 1990 lést af völdum áverka sinna í gær, en grunur leikur á að bíl hafi verið ekið á manninn.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Grunur leikur á að bíl hafi verið ekið á íslenskan karlmann, sem lést af sárum sínum á Landspítalanum í gær. Málið er rannsakað sem manndráp. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf.

Tveir af fjórum sem greindust voru utan sóttkvíar

Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra voru í sóttkví við greiningu, en tveir utan sóttkvíar og er beðið eftir niðurstöðu mótefnamælingar í tengslum við þau smit. Þá greindist einn á landamærunum. 

Kröfur vegna sótt­kvíar­hótels teknar fyrir í dag

Tvær af þremur kröfum sem voru væntanlegar hafa borist Héraðsdómi Reykjavíkur og líklegt þykir að fyrirtaka í málunum verði eftir hádegi í dag. Þetta staðfestir Lárentsínus Kristjánsson héraðsdómari í samtali við fréttastofu.

Auðvitað hugsuðum við öll „hvað ef?”

„Þetta er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma. Þó ég vilji það, og reyni það, þá er þetta bæði einn eftirminnilegasti dagur sem ég hef upplifað og einn sá erfiðasti,” segir Ragnar Jónsson rannsóknarlögreglumaður.

Krefjast gæsluvarðhalds yfir einum vegna andlátsins

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur gert kröfu um gæsluvarðhald yfir einum manni vegna andláts manns sem lést eftir að hafa orðið fyrir líkamsárás í Kórahverfinu í Kópavogi. Maðurinn sem krafist er gæsluvarðhalds yfir er erlendur ríkisborgari, en málið er rannsakað sem manndráp.

Opna í Geldingadali á hádegi

Opnað verður fyrir umferð um Suðurstrandarveg að gosstöðvunum í Geldingadölum á hádegi í dag. Lokað var fyrir umferð á svæðinu í gær vegna veðurs.

Heim­skauta­loft af köldustu sort steypist yfir landann

Það kólnaði verulega í veðri á landinu öllu í gærkvöldi og í nótt og var algengt að hiti á mælum félli um tíu stig á þessum tíma. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands en nú mælist frost á landinu öllu og algengast að það sé á bilinu fimm til tíu stig.

Fjögur hand­tekin eftir rúnt á stolinni bif­reið

Lögreglan handtók í gær fjóra einstaklinga sem reyndust á stolinni bifreið í miðbæ Reykjavíkur. Öll voru í annarlegu ástandi samkvæmt upplýsingum úr dagbók lögreglu og ökumaður undir áhrifum fíkniefna, ásamt því að hafa verið sviptur ökuréttindum.

Hyggst ekki endur­skoða um­deilda reglu­gerð um sótt­kvíar­hótel

Heil­brigðis­ráð­herra segir það ekki koma til greina eins og er að endur­skoða reglu­gerð sína um takmarkanir á landamærum. Reglugerðin sem tók gildi síðasta fimmtu­dag skyldar alla sem koma til landsins frá hááhættusvæðum til að dvelja í sóttkví eða í einangrun í sóttvarnahúsi.

Svefn á ekki að vera afgangsstærð

„Það er ekki flott að sofa lítið, við eigum að virða svefninn og gefum okkur tíma til að sofa.“ . Þetta segir heimilislæknir, sem vinnur meðal annars með svefn fólks.

And­lát karl­­manns sem lést í dag rann­sakað sem mann­dráp

Íslenskur karlmaður um þrítugt lést í dag af völdum áverka sem hann hlaut í líkamsárás fyrir utan heimili sitt í gær. Málið er rannsakað sem manndráp. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu.

Dvelur á sóttkvíarhóteli á Íslandi og aftur í Noregi eftir nokkra daga

Það er svolítið hart að mega ekki fara út, segir kona sem dvelur á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Hún segir ekkert væsa um sig en hefði þó frekar verið til í að verja sóttkvínni á heimili sínu í Hafnarfirði. Hún mun þurfa að fara aftur á sóttkvíarhóteli þegar hún fer aftur heim til Noregs.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Rætt verður við gest á sóttkvíarhótelinu sem lætur vel að veru sinni þar þó hún sé nokkuð tíðindalaus og einmannaleg í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

„Síminn hefur ekki stoppað“

Verkefnastýra kaffistofu Samhjálpar segir að síminn hjá sér hafi ekki stoppað eftir að fregnir bárust af því að ekki væri til nóg af páskaeggjum fyrir skjólstæðinga samtakanna á páskadag. Fólk hafi verið að koma með egg í gær og í dag. Hún telur að flestir ef ekki allir geti átt von á páskaeggi á morgun og er afar þakklát fyrir stuðninginn. 

Sótt­kvíar­hótelið enginn lúxus: „Maður upp­lifir inni­lokunar­kennd og þetta er skrítið“

Dagarnir hafa aldrei verið jafn lengi að líða og erfiðast er að komast ekkert út segir Eva Björk Benediktsdóttir, íþróttafréttakona á RÚV, sem er ein þeirra sem nú dvelja á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Eva Björk kom til landsins 1. apríl eftir að hafa fylgt U21 karlalandsliði Íslands í knattspyrnu sem spilaði leik á Evrópumótinu í Ungverjalandi í síðustu viku.

Páskaeggin við það að klárast

Það fer nú hver að verða síðastur að tryggja sér páskaegg en þau eru að klárast í flestum verslunum. Þetta staðfesta framkvæmdastjórar Hagkaup og Krónunnar og þá hefur Vísir fengið það staðfest að handgerð páskaegg Hafliða Ragnarssonar séu uppseld.

Hugsanlegt ólögmæti gæti kippt fótunum undan sóttvarnaaðgerðunum

Sóttvarnalæknir segir að ef reglugerð um sóttkvíarhótel stenst ekki lög muni það kippa fótunum undan sóttvörnum að miklu leyti. Reglugerðin hafi verið sett því fólk hafi ekki verið að halda sóttkví - sem sé lykilatriði í baráttunni við faraldurinn. Hann leggur ekki mat á það hvort um sé að ræða of mikið inngrip í líf fólks.

Sjá næstu 50 fréttir