Fleiri fréttir

Opna í Geldingadali á hádegi

Opnað verður fyrir umferð um Suðurstrandarveg að gosstöðvunum í Geldingadölum á hádegi í dag. Lokað var fyrir umferð á svæðinu í gær vegna veðurs.

Heim­skauta­loft af köldustu sort steypist yfir landann

Það kólnaði verulega í veðri á landinu öllu í gærkvöldi og í nótt og var algengt að hiti á mælum félli um tíu stig á þessum tíma. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands en nú mælist frost á landinu öllu og algengast að það sé á bilinu fimm til tíu stig.

Fjögur hand­tekin eftir rúnt á stolinni bif­reið

Lögreglan handtók í gær fjóra einstaklinga sem reyndust á stolinni bifreið í miðbæ Reykjavíkur. Öll voru í annarlegu ástandi samkvæmt upplýsingum úr dagbók lögreglu og ökumaður undir áhrifum fíkniefna, ásamt því að hafa verið sviptur ökuréttindum.

Hyggst ekki endur­skoða um­deilda reglu­gerð um sótt­kvíar­hótel

Heil­brigðis­ráð­herra segir það ekki koma til greina eins og er að endur­skoða reglu­gerð sína um takmarkanir á landamærum. Reglugerðin sem tók gildi síðasta fimmtu­dag skyldar alla sem koma til landsins frá hááhættusvæðum til að dvelja í sóttkví eða í einangrun í sóttvarnahúsi.

Svefn á ekki að vera afgangsstærð

„Það er ekki flott að sofa lítið, við eigum að virða svefninn og gefum okkur tíma til að sofa.“ . Þetta segir heimilislæknir, sem vinnur meðal annars með svefn fólks.

And­lát karl­­manns sem lést í dag rann­sakað sem mann­dráp

Íslenskur karlmaður um þrítugt lést í dag af völdum áverka sem hann hlaut í líkamsárás fyrir utan heimili sitt í gær. Málið er rannsakað sem manndráp. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu.

Dvelur á sóttkvíarhóteli á Íslandi og aftur í Noregi eftir nokkra daga

Það er svolítið hart að mega ekki fara út, segir kona sem dvelur á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Hún segir ekkert væsa um sig en hefði þó frekar verið til í að verja sóttkvínni á heimili sínu í Hafnarfirði. Hún mun þurfa að fara aftur á sóttkvíarhóteli þegar hún fer aftur heim til Noregs.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Rætt verður við gest á sóttkvíarhótelinu sem lætur vel að veru sinni þar þó hún sé nokkuð tíðindalaus og einmannaleg í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

„Síminn hefur ekki stoppað“

Verkefnastýra kaffistofu Samhjálpar segir að síminn hjá sér hafi ekki stoppað eftir að fregnir bárust af því að ekki væri til nóg af páskaeggjum fyrir skjólstæðinga samtakanna á páskadag. Fólk hafi verið að koma með egg í gær og í dag. Hún telur að flestir ef ekki allir geti átt von á páskaeggi á morgun og er afar þakklát fyrir stuðninginn. 

Sótt­kvíar­hótelið enginn lúxus: „Maður upp­lifir inni­lokunar­kennd og þetta er skrítið“

Dagarnir hafa aldrei verið jafn lengi að líða og erfiðast er að komast ekkert út segir Eva Björk Benediktsdóttir, íþróttafréttakona á RÚV, sem er ein þeirra sem nú dvelja á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Eva Björk kom til landsins 1. apríl eftir að hafa fylgt U21 karlalandsliði Íslands í knattspyrnu sem spilaði leik á Evrópumótinu í Ungverjalandi í síðustu viku.

Páskaeggin við það að klárast

Það fer nú hver að verða síðastur að tryggja sér páskaegg en þau eru að klárast í flestum verslunum. Þetta staðfesta framkvæmdastjórar Hagkaup og Krónunnar og þá hefur Vísir fengið það staðfest að handgerð páskaegg Hafliða Ragnarssonar séu uppseld.

Hugsanlegt ólögmæti gæti kippt fótunum undan sóttvarnaaðgerðunum

Sóttvarnalæknir segir að ef reglugerð um sóttkvíarhótel stenst ekki lög muni það kippa fótunum undan sóttvörnum að miklu leyti. Reglugerðin hafi verið sett því fólk hafi ekki verið að halda sóttkví - sem sé lykilatriði í baráttunni við faraldurinn. Hann leggur ekki mat á það hvort um sé að ræða of mikið inngrip í líf fólks.

Sumir lagt á flótta á meðan aðrir djamma

Dæmi eru um að fólk hafi lagt á flótta úr sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Óánægju virðist gæta á meðal gesta og hafa tveir lagt fram kæru til héraðsdóms. 

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Sóttvarnalæknir segir að ef reglugerð um sóttkvíarhótel stenst ekki lög muni það kippa fótunum undan sóttvörnum að miklu leyti. Reglugerðin hafi verið sett því fólk hafi ekki verið að halda sóttkví - sem sé lykilatriði í baráttunni við faraldurinn. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar sem hefjast klukkan tólf.

Búið að lagfæra bröttu brekkuna þar sem margir hafa örmagnast

Yfirlögregluþjónn segir að margir hafi örmagnast við bratta brekku sem fólk hefur þurft að ganga til að komast að gosstöðvunum. Lagfæringar hafi verið gerðar á leiðinni til að auðvelda yfirferð. Lokað er á gosstöðvunum í dag og til hádegis á morgun vegna veðurs.

Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi

Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, mun leiða lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Viðreisn. Guðbrandur, sem oftast er kallaður Bubbi að því er segir í tilkynningunni, er fyrrum formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja.

Sex greindust innanlands og tveir utan sóttkvíar

Sex greindust með kórónuveiruna í gær og voru fjórir þeirra í sóttkví. Einn greindist á landamærunum í gær en sá hafði dvalið á sóttkvíarhótelinu.  Hann var fluttur í farsóttahúsið vði Rauðarárstíg eftir að niðurstöður lágu fyrir. 

Opna aftur fyrir um­ferð að gos­stöðvunum á morgun

Ákveðið hefur verið að opna aftur fyrir umferð um Suðurstrandarveg að gosstöðvum í Geldingadölum frá hádegi á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum en gert er ráð fyrir að opnunin taki gildi klukkan tólf á morgun, páskadag.

Gular við­varanir, erfið færð og lé­legt skyggni við gos­stöðvarnar

Búist er við suðvestan hvassviðri eða stormi á Norður og Austurlandi í dag. Síðdegis er aftur á móti viðbúið að snúi í norðanátt með talsverðri snjókomu og færð fer versnandi á norðanverðu landinu að því fram kemur í athugasemd veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Gular veðurviðvaranir taka víða í gildi í dag.

Bjargaði ketti úr vörulyftu

Erilsamt hefur verið hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu síðastliðinn sólarhring. Slökkviliðið sinnti fimm dælubílaverkefnum en seinni partinn í gær var til að mynda óskað eftir aðstoð slökkviliðsins vegna kattar sem sat fastur uppi í vinnulyftu. Kisi ku hafa verið sáttur við að komast niður að því er segir í Facebook-færslu slökkviliðsins.

Lokað fyrir umferð að gosstöðvunum í dag

Vegna veðurs verður lokað fyrir umferð að gosstöðvunum í Geldingadölum í dag. Þetta kom fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum í gær og stendur enn, að sögn Gunnars Schram yfirlögregluþjóns.

Sleginn í höfuðið af grímuklæddum árásarmanni

Maður hafði samband við lögreglu snemma í gærkvöldi og sagðist hafa orðið fyrir árás af höndum grímuklædds manns í hverfi 105. Sagði hann árásarmanninn hafa slegið sig í höfuðið með áhaldi og þá reyndist hann einnig með áverka á hendi.

Fyrsta mark­tæka gjósku­fallið frá Norðra

Ákveðin kaflaskipti urðu í eldgosinu í Geldingadölum í dag þegar fyrsta marktæka gjóskufallið frá Norðra mældist. Að sögn Eldfjallafræði- og náttúruvárhópi Háskóla Íslands mun gjóskan hafa fallið í gær eða í dag.

Ný íslensk jarðarber komin í verslanir frá Flúðum

Unnendur íslenskra jarðarberja geta nú tekið gleði sína á ný því ný íslensk jarðarber eru nú komin í verslanir.  Garðyrkjubændur á Flúðum rækta sín jarðarber á fjögur þúsund og fimm hundruð fermetrum í nokkrum gróðurhúsum.

Gular við­varanir um Páska­helgi

Gul veðurviðvörun verður í gildi á nær öllu landinu á morgun og sunnudag og verður fólk sem er á ferðinni í tilefni Páska því að fara varlega á ferðalögum sínum um landið. Viðvörunin gildir á Faxaflóa, Ströndum og Norðvesturlandi, Norðausturlandi, Austurlandi, Austfjörðum og Suðausturlandi.

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Heilbrigðisráðherra verður kallaður fyrir fund velferðarnefndar Alþingis um páskana vegna efasemda þingmanna um að það standist lög að skylda farþega til þess að dvelja á sóttkvíarhóteli. Formaður velferðarnefndar segir að um sé að ræða frelsissviptingu og vill að brugðist verði hratt við.

Lokuðu á streymið frá eld­stöðvunum eftir að skilti var sett fyrir mynda­vélina

Lokað var tímabundið á streymi Ríkisútvarpsins sem sýnt hefur eldsumbrotin í Geldingadölum síðustu daga. Búið var að koma skilti með skilaboðunum „No deportations“ eða „Engar brottvísanir“ andspænis myndavélinni, þannig að lítið sem ekkert sást í gosið. Í kjölfarið var útsendingin rofin. Þegar útsending hófst aftur var skiltið farið.

Neitar að funda með velferðarnefnd: „Við verðum bara að halda þetta út“

Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, hyggst ekki samþykkja að velferðarnefnd Alþings komi saman í páskafríi til þess að ræða um lögmæti reglugerðar um sóttkvíarhótel, líkt og kallað hefur verið eftir. Samþykki allra fulltrúa velferðarnefndar þarf til þess að af fundinum verði.

Brjóta páskaeggin svo flestir skjólstæðingar fái mola

Búist er við fjölmenni í mat hjá Samhjálp á páskadag en daglega koma hundrað og fimmtíu til tvöhundruð manns í hádegismat að sögn verkefnastýru kaffistofunnar. Fjölgað hafi í hóp þeirra sem þurfi á aðstoð að halda. Ekki er til nóg af páskaeggjum fyrir alla á páskadag.

Auðlindin virkar vel á Selfossi

Auðlindin, sem er virkni og atvinnutengd fjölsmiðja fyrir ungt fólk í Árborg, sem lent hefur utan vinnumarkaðar og þarfnast þjálfunar fyrir almennan vinnumarkað hefur gefist mjög vel enda biðlisti eftir að komast þangað inn. Sextán ungmenni mæta þar daglega þar sem þau fást við fjölbreytt og skapandi verkefni.

Lokað að gosstöðvunum á morgun

Ekki verður heimilt að fara að gosstöðvunum á morgun vegna veðurs, að sögn Gunnars Schram, yfirlögregluþjóns á Suðurnesjum. Gul veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir svæðið en stefnt er að því að opna það að nýju klukkan sex á páskadagsmorgun.

Langflestir virðast hafa afbókað ferðina til Íslands

Hundrað og tuttugu manns dvöldu í sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún í nótt. Útlit er fyrir að langflestir hafi afbókað ferð sína til landsins því viðbúið var að ríflega sex hundruð manns yrðu þar í nótt.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hundrað og tuttugu manns dvöldu í sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún í nótt. Útlit er fyrir að langflestir hafi afbókað ferð sína til landsins því viðbúið var að ríflega sex hundruð manns yrðu þar í nótt. Við ræðum við umsjónarmann sóttkvíarhússins í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Þrír greindust innanlands og allir í sóttkví

Þrír greindust með kórónuveiruna í gær og voru þeir allir í sóttkví. Þá greindist einn á landamærunum, að því er fram kemur í bráðabirgðatölum sem fréttastofa hefur fengið frá almannavörnum.

„Eins og að vera með kanarífugl í kolanámu“

Þrátt fyrir að Matvælastofnun ráðleggi fólki að taka ekki með sér hunda á gosstöðvarnar í Geldingadölum eru enn brögð að því að fólk taki hunda með sér. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir það vera líkt og kanarífugl í kolanámu. 

Sjá næstu 50 fréttir