Fleiri fréttir

„Ég myndi nú ekki kalla þetta vonbrigði“

Heilbrigðisráðherra segist hafa haft hóflegar væntingar um að Íslendingum yrði boðið að taka þátt í bóluefnarannsókn á vegum lyfjafyrirtækisins Pfizer. Ráðherrann er vongóður um að búið verði að bólusetja meirihluta þjóðarinnar í sumar.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum okkar heyrum við í Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um stöðuna í bólusetningum hér á landi og þá ákvörðun Pfizer að framkvæma ekki hjarðónæmisrannsókn hér á landi sem kom í ljós í gær.

Há­skóla­nemi situr uppi með ein­kunnina 0,0 eftir rit­stuld

Áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema hefur hafnað kröfu nemenda við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands um að ógilda ákvörðun deildarforseta um að gefa nemendanum einkunnina 0,0 í námskeiði vegna ritstuldar við ritgerðarsmið. 

Enginn greindist innan­lands í gær

Enginn greindist með kórónuveiruna innan­lands í gær. Einn greindist með smit á landamærum í gær og greindist sá í seinni landamæraskimun.

Fjölskylduharmleikur við Lækjartorg

Aðalmeðferð er hafin í meiðyrðamáli Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi sendiherra og ráðherra, gegn Aldísi Schram dóttur hans, Sigmari Guðmundssyni fréttamanni og Ríkisútvarpinu. Reiknað er með því að aðalmeðferðinni ljúki á föstudaginn með málflutningi lögmanna aðila.

Göngu­maður ökkla­brotnaði í Esjunni

Talið er að maður sem var á göngu Esjunni hafi ökklabrotnað síðdegis í gær. Í pósti frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að tilkynning um slysið hafi borist um stundarfjórðungi yfir fimm í gær.

Krefjandi að setja eigin hagsmuni til hliðar á ögurstund

„Það má eiginlega segja að ég hafi verið í útkalli frá 15. desember fram til 9. janúar. Það er lengsta útkall sem ég hef farið í. Þegar ég lít til baka til þessara daga finnst mér að það hafi verið auðvelt að vera í björgunarstörfunum borið saman við það að horfa á eftir heimilinu mínu eyðileggjast í vatnselg. En björgunarmaðurinn í mér gengur sáttur frá borði“.

Snjór yfir öllu á höfuðborgarsvæðinu

Íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa í vetur lítið fengið af snjó enda er veturinn sá snjóléttasti í hundrað ár í Reykjavík. Í morgun vakna höfuðborgarbúar hins vegar við alhvíta jörð eftir snjókomu í nótt.

„Fá­rán­legast af öllu að heilt fót­bolta­lið af heim­spekingum“ hafi tjáð sig um kjafta­sögu

Fjölmargar sögusagnir hafa verið uppi um samningaviðræður Íslendinga við Pfizer. Voru flestar þeirra á þá leið að búið væri að ganga frá samkomulagi við lyfjaframleiðandann og tryggja Íslendingum fleiri hundruð þúsund skammta af bóluefni við Covid-19 sem væri væntanlegt á allra næstu vikum. Síðdegis í dag kom svo í ljós að litlar líkur væru á því að Pfizer myndi ráðast í rannsóknarverkefni hér á landi.

„Það hefði auðvitað verið frábært ef þetta hefði gengið“

„Það hefði auðvitað verið frábært ef þetta hefði gengið en það lá alveg fyrir að það gæti farið allavega.“ Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um viðbrögð sín við þeim fregnum að litlar líkur séu á því að lyfjaframleiðandinn Pfizer muni efna til fjórðu fasa rannsóknar á virkni bóluefnis fyrirtækisins hér á landi.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hverfandi líkur eru á að bóluefnarannsókn Pfizer verði að veruleika. Fundur með vísindamönnum frá lyfjafyrirtækinu lauk á sjötta tímanum og þar var Birgir Olgeirsson fréttamaður okkar og fékk fyrstu viðbrögð frá Kára Stefánssyni.

Erum „fórnarlömb eigin árangurs“

Vísindamenn Pfizer töldu ekki nægilega mörg tilfelli Covid-19 til að hægt væri að kanna bæði bein og óbein áhrif bólusetninga hér á landi. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir erfitt að deila við þá skoðun og að Íslendingar séu í raun fórnarlömb eigin velgengni.

Mótmæltu brottvísun Uhunoma

Á annað hundrað stuðningsmanna og vina Uhunoma Osayomore frá Nígeríu kom saman á Arnarhóli klukkan 16:15 í dag til að mótmæla brottvísun hans frá Íslandi. Honum hefur verið synjað um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi hér á landi.

Hverfandi líkur á því að af samstarfi við Pfizer verði

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir hverfandi líkur á því að af rannsóknarverkefni í samstarfi við Pfizer verði. Þetta sagði Þórólfur við fréttastofu að loknum fundi Þórólfs, Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, og Más Kristjánssonar, yfirlæknis smitsjúkdómadeildar Landspítalans með fulltrúum Pfizer. Fundurinn hófst klukkan 16 og er nýlokið.

Álögð veiðigjöld 1,8 milljörðum lægri í fyrra en árið á undan

Útgerðir landsins greiddu 1,8 milljörðum minna í veiðigjöld á síðasta ári en árið þar á undan. Álagning veiðigjalda á útgerðir hefur lækkað töluvert á undanförnum þremur árum. En á kjörtímabilinu voru gerðar breytingar á lögum um veiðigjöld þannig að þau taka nú meira mið af nýliðinni veiðireynslu og stöðu útgerða en áður.

Bauð sér sjálfur inn í bílinn og áreitti tónlistarnema

Rúmenskur karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða konu sem hann áreitti kynferðislega í maí 2019 400 þúsund krónur í miskabætur. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur.

Kári, Már og Þórólfur funda með Pfizer klukkan 16

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir funda með vísindamönnum frá lyfjafyrirtækinu Pfizer klukkan 16 í dag.

Ekki innistæða fyrir 121 milljóna króna bótakröfu Barkar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af miskabótakröfu Barkar Birgissonar vegna vistunar hans á öryggisgangi á Litla-Hrauni í hálft annað ár. Börkur fór fram á tæplega 121 milljóna króna í bætur.

Upplýst umræða um Pfizer rannsóknina verði að fara fram

Þrír prófessorar og tveir dósentar í heimspeki kalla eftir upplýsingum frá sóttvarnayfirvöldum um mögulega fjórða fasa rannsókn Pfizer hér á landi. Aðeins þannig geti upplýst samfélagsumræða farið fram sem sé afar mikilvæg í tengslum við rannsókn af slíkri stærðargráðu og raun ber vitni.

Klúður Se og Hør: „Hér er tvöfaldur morðingi í afmæli á Íslandi árið 2017“

Slúðurtímaritið Se og Hør gerði alvarleg mistök í umfjöllun sinni um morðið á Freyju Egilsdóttur Mogensen. Blaðið birti mynd af manni, óskýra þó, og fullyrti að um væri að ræða morðingja Freyju. Dóttir mannsins staðfestir við Lokalavisen í Árósum að maðurinn á myndinni sé faðir hennar, alls ekki Flemming Mogensen, barnsfaðir og morðingi Freyju.

Ísafjarðarbær á eina íbúð á hverja þrjátíu íbúa

Formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar segir óeðlilegt að bærinn eigi hlutfallslega fleiri félagslegar íbúðir en önnur bæjarfélög en bærinn stefni að því að selja hundrað íbúðir í eigu bæjarins sem og íbúðir fyrir aldraða til óhagnaðardrifinna félaga. Afraksturinn yrði meðal annars notaður til að auka framboð á húsnæði fyrir aldraða.

Safna fyrir börn og fjölskyldu Freyju

Söfnun er hafin til styrktar fjölskyldu og börnum Freyju Egilsdóttur Mogensen sem var myrt í bænum Malling á Jótlandi í byrjun febrúar. Ung börn hennar tvö eru í öruggum höndum hjá fjölskyldumeðlimum í Danmörku að sögn dönsku lögreglunnar.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum okkar fjöllum við um samningaviðræður íslenskra stjórvalda við lyfjafyrirtækið Pfizer um mögulega rannsókn hér á landi á bóluefni fyrirtækisins.

Bein útsending: Geimferðir til Mars

Reikistjarnan Mars hefur verið uppspretta áhuga og sögusagna í árþúsundir, enda áberandi á himninum, skær og rauð. Ari Kristinn Jónsson, rektor við Háskólann í Reykjavík, fjallar um geimferðir til Mars í fyrsta vísindafyrirlestri skólans sem verða vikulega næstu vikurnar í samstarfi HR og Vísis. Ari Kristinn starfaði um árabil hjá Bandarísku geimferðastofnuninni, NASA.

Eldur kom upp í sorpbíl við Eimskip

Eldur kom upp í sorpi í sorpbíl við húsnæði Eimskipa við Sundahöfn í morgun. Útkallið er minniháttar og slökkvilið vinnur nú að því að slökkva.

Fundað með Pfizer síðdegis

Fulltrúar íslenskra stjórnvalda munu funda með forsvarsmönnum lyfjarisans Pfizer í dag um hvort ráðast skuli í hjarðónæmistilraun hér á landi.

„Þetta rændi æsku minni og það er þessu fólki að kenna“

Stúlka, sem ólst upp við vanrækslu og ofbeldi móður án eiginlegra afskipta barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi, fagnar gagnrýnum úrskurði Barnaverndarstofu um slæleg vinnubrögð á Nesinu. Hún ætlar að berjast fyrir því að börn geti treyst kerfinu.

„Þessir menn voru ó­trú­legar mann­eskjur“

„Ég er búinn að bíða með að skrifa þessa færslu í þeirri veiku von um að vinir mínir gætu enn verið á lífi. En það eru núna fjórar nætur síðan ég var með Ali Sadpara, John Snorra og JP Mohr í þriðju búðum á K2 og það hefur ekkert heyrst frá þeim síðan þeir lögðu af stað á toppinn.“

Þyrftu alltaf að reyna á hjarðónæmi burtséð frá Pfizer-rannsókn

Sóttvarnalæknir segir lyfjafyrirtækið Pfizer ekki hafa gert kröfu um að landamærin verði opnuð í nafni bóluefnarannsóknar og ekki standi til að stefna heilsu þjóðarinnar í hættu. Slakað verði þó á sóttvarnaaðgerðum á landamærunum þegar bólusetningar eru langt komnar

Svar við bréfi Lilju gefur vonir um meiri ís­lensku hjá Dis­n­ey

Fleiri myndir verða aðgengilegar með íslenskri talsetningu og texta á streymisveitunni Disney+ eftir nokkra mánuði. Þetta kemur fram í svari Hans van Rijn, yfirmanns Disney á Norðurlöndunum, við erindi Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra.

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við sóttvarnalækni um bóluefnarannsókn Pfizer en þrátt fyrir háværan orðróm tekur hann fyrir að samningur eða samningsdrög liggi fyrir.

Sjá næstu 50 fréttir