Fleiri fréttir

Hús rýmd á Seyðisfirði vegna aurskriða

Tvær skriður féllu úr Botnum utan við Nautaklauf á Seyðisfirði á þriðja tímanum í dag og ná nær niður á jafnsléttu. Önnur skriðan féll á hús en samkvæmt fyrstu upplýsingum eru skemmdir sagðar óverulegar. Nokkur hús við hafa verið rýmd vegna ofanflóðahættu.

Fólk fresti för um sólar­hring í það minnsta

Vegagerðin hvetur fólk sem á leið milli Borgarness og Akureyrar að fresta för sinni um að minnsta kosti sólarhring ef kostur er vegna bikblæðinga á þjóveginum, sem valdið hafa miklu tjóni á bílum og geta verið hættulegar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni nú síðdegis.

Ó­vissa varðandi hópa­myndanir utan­dyra

Óljóst er hvort gluggatónleikar Priksins á Laugavegi á laugardag brutu gegn reglum um samkomubann. Sóttvarnalæknir segir hins vegar ljóst að útitónleikar séu ekki í anda sóttvarnareglna, þó svo að þeir brjóti hugsanlega ekki gegn reglunum.

Af­lýsa öllum ára­móta­brennum á höfuð­borgar­svæðinu

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að fella niður allar áramótabrennur sem skipulagðar hafa verið á höfuðborgarsvæðinu í ár. Ákvörðunin var tekin í ljósi þess að samkomubann miðast við tíu manns og „mikilvægt að sveitarfélögin hvetji ekki til hópamyndunar,“ segir í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar.

Segist hafa látið Vega­gerðina vita af bik­blæðingunum strax á sunnu­dag

Framkvæmdastjóri flutningafyrirtækisins Vörumiðlunar á Sauðárkróki segist hafa varað Vegagerðina við miklum bikblæðingum á vegkafla frá Borgarfirði norður í Skagafjörð strax á sunnudag en ástandið var þó enn mjög slæmt í gærkvöldi. Vegagerðin kveðst hafa varað við blæðingunum um leið og ábendingar bárust.

Frítt í Strætó frá áramótum fyrir ellefu ára og yngri

Frá og með 3. janúar 2021 munu börn ellefu ára og yngri fá frítt í Strætó á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram á vefsíðu Strætó. Árskort fyrir 6-11 ára kostar í dag 9.100 kr. Almennt fargjald í Strætó hækkar um áramótin um tíu krónur og verður gjaldið 490 krónur fyrir fullorðna.

Þrír handteknir vegna gruns um fjárkúgun og frelsissviptingu

Þrír voru handteknir í höfuðborginni í nótt grunaðir um fjárkúgun og frelsissviptingu. Þá voru þrír handteknir í gærkvöldi vegna gruns um sölu og dreifingu fíkniefna. Allir voru vistaðir í fangageymslum lögreglu vegna rannsóknarhagsmuna.

Veðurstofa varar við skriðuhættu á Austfjörðum

Von er á allhvassri eða hvassri norðaustanátt og snörpum vindhviðum við fjöll sunnan- og vestantil á landinu í dag. Á Austfjörðum er áfram búist við talsverðri rigningu fram á miðvikudag með auknu afrennsli og tilheyrandi líkum á vatnavöxtum og skriðuföllum.

Fær ekki bætur eftir að hann datt ofan í 1,7 metra djúpa gryfju

Vátryggingafélag Íslands var í dag sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfum manns sem hafði í október 2016 runnið ofan í 173 sentímetra djúpa viðgerðargryfju í húsnæði Frumherja, sem hann starfaði hjá, og hlotið af því talsverðan skaða. 

Tæp­lega 2300 um­sækj­endur um al­þjóð­lega vernd síðustu þrjú ár

Alls hafa 2263 sótt um alþjóðlega vernd á árunum 2018, 2019 og á fyrstu tíu mánuðum ársins 2020. Af þeim var um helmingur umsóknanna tekinn strax í efnislega meðferð hjá Útlendingastofnun. Fjórðungur umsækjenda hafði þegar fengið alþjóðlega vernd í öðru EES- eða EFTA ríki.

„Þetta er algjört met, algjört met"

Sjaldan hafa eins margir listamenn verið með verk sín til sölu fyrir jólin í miðbæ Reykjavíkur og í ár. Formaður sambands íslenskra myndlistarmanna segir alla í spreng eftir að hafa verið einir á vinnustofum sínum í Covid.

Sund­lauga­gestir hlusti ekki eða „eru með derring“

Nokkur hópamyndun hefur verið í sundlaugum, þó svo að þær nýti aðeins 50 prósent hámarksgetu sinnar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 mátti til dæmis sjá að mun fleiri voru í heitum pottum Vesturbæjarlaugar en mega vera.

Tekinn með 26 kíló af kannabis

Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar nú innflutning á 26 kílóum af kannabis en þetta er langmesta magn sem náðst hefur í einu. Þá rannsakar embættið kókaíninnflutning sem talinn er hluti af skipulagðri glæpastarfsemi.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Miklar áhyggjur eru af hópamyndun um næstu helgi þegar próftörn lýkur í mörgum skólum. Ef sóttvarnareglur eru ekki virtar geti fólk átt von á sektum að sögn yfirlögregluþjóns. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Prikið heldur ekki fleiri glugga­tón­leika

Prikið Kaffihús mun ekki halda fleiri gluggatónleika. Ákvörðunin var tekin eftir að hópur myndaðist fyrir utan staðinn síðastliðinn laugardag þegar tónlistarmaðurinn Auður hélt tónleika í glugga staðarins. Margir tónleikagestanna voru ekki með grímur fyrir vitum og stóð fólk þétt saman.

Skriðuhætta á Austfjörðum og gul viðvörun suðaustanlands

Varað er við norðaustan stormi á Suðausturlandi í kvöld. Átján til tuttugu og fimm metrar á sekúndu, hvassast í Öræfum og í Mýrdal. Gul viðvörun gildir fyrir landsvæðið rennur úr gildi klukkan 22.00 í kvöld þegar dregur úr vindi smám saman.

Koma mun betur undan fyrstu bylgju en kollegarnir úti í heimi

Frumniðurstöður rannsóknarinnar Líðan þjóðar á tímum Covid-19 eru afar áþekkar niðurstöðum þeirra rannsókna sem þykja sambærilegar hinni íslensku sem framkvæmdar hafa verið erlendis þó að einum meginþætti undanskildum.

Laun Katrínar Jakobsdóttur hækka um 73 þúsund krónur

Laun þingmanna og ráðherra hækka um 3,4 prósent um áramótin. Það þýðir hækkun um fjörutíu þúsund krónur á grunnþingafararkaup sem segir þó ekki nema hálfa söguna því um er að ræða prósentuhækkun sem leggst ofan á viðbætur sem þingmenn eru vegna formennsku í nefndum og þess háttar, sem er álag ofan á grunnþingfararkaupið.

Tíu starfs­menn Efna­greininga NMÍ flytjast til Haf­ró

Tíu starfsmenn, verkefni og tækjabúnaður Efnagreininga Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands munu flytjast til Hafrannsóknastofnunar. Tengist það því að til stendur að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð um áramótin.

„Deildin verður með þessu á heimsmælikvarða“

Með tilkomu nýs greiningartækis, sem barst loksins til landsins eftir margra mánaða bið, verður sýkla-og veirufræðideild Landspítalans á heimsmælikvarða hvað varðar afkastagetu og möguleika á greiningu. Þetta sagði Karl G. Kristinsson, yfirlæknir deildarinnar, í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Tækifærið til að uppfylla drauminn um hóflegu jólin

Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, skaut þeirri hugmynd að þeim sem hafa alltaf látið sig dreyma um að halda hógvær og lágstemmd jól en aldrei þorað, að nú væri tækifærið.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Sóttvarnalæknir segir smitstuðulinn vera kominn undir 1 en að lítið þurfi að gerast til að önnur bylgja skelli á.

Ágúst og Einar neituðu sök og krefjast frávísunar

Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir sem stýra trúfélaginu Zuism neituðu sök í máli héraðssaksóknara gegn þeim við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ágúst Arnar og Einar sæta ákæru fyrir fjársvik og peningaþvætti.

Svona var 146. upp­lýsinga­fundurinn vegna kórónu­veirunnar

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. Alma D. Möller, landlæknir og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir fara yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi ásamt Rögnvaldi Ólafssyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni.

Sjá næstu 50 fréttir