Fleiri fréttir

Landsréttur staðfestir að símtal Lilju til Ágústu var nóg

Landsréttur hefur staðfest sýknudóm yfir íslenska ríkinu varðandi skólameistara á Akranesi sem sagt var upp störfum. Ágústa Elín Ingþórsdóttir, skólastjóri Fjölbrautarskóla Vesturlands, taldi að skipunartími hennar hefði framlengst sjálfkrafa til fimm ára þar sem henni hefði ekki verið tilkynnt innan nauðsynlegs fyrirvara að starfið yrði auglýst.

Dómar styttir yfir mönnum sem nauðguðu unglingsstúlku

Landsréttur hefur mildað dóm yfir tveimur Pólverjum á fertugsaldri sem sakfelldir voru fyrir að hafa nauðgað unglingsstúlku í Reykjavík í febrúar 2017. Lukasz Soliwoda og Tomasz Walkowski fengu tveggja ára fangelsisdóm en höfðu hlotið þriggja ára dóm í héraði.

Áslaug Thelma áfrýjar málinu gegn Orku náttúrunnar

Áslaug Thelma Einarsdóttir hefur áfrýjað dómi héraðsdóms í máli hennar gegn Orku náttúrunnar en það var niðurstaða dómsins að sýkna ON af ásökunum Áslaugar um ólögmæta uppsögn og kynbundinn launamun.

Viðar sakar Ólínu um „hálfstuld“ og hroðvirkni

Viðar Hreinsson bókmenntafræðingur fer ófögrum orðum um Lífgrös og leyndir dómar - Lækningar, töfrar og trú í sögulegu ljósi eftir Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur þjóðfræðing í nýjasta tölublaði Sögu, tímarits Sögufélags. Bókin kom út í fyrra við góðar undirtektir og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna en Viðar sakar Ólínu meðal annars um „hálfstuld“ og hroðvirkni.

Pfizer-skammtar fyrir tíu þúsund manns væntanlegir um áramótin

Íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa undirritað samning við bóluefnaframleiðandann Pfizer. Samningurinn kveður á um 170 þúsund skammta til Íslands sem dugir fyrir 85 þúsund manns. Áætlað er að fyrstu skammtarnir frá Pfizer berist um áramót, alls rúmlega 21 þúsund skammtar sem duga fyrir 10.600 manns.

Klasasmitið gerði útslagið en erum þó á svipuðu róli

Sóttvarnalæknir segir klasasmit kórónuveirunnar sem kom upp í gær í búsetuúrræði fyrir hælisleitendafjölskyldur í Hafnarfirði hafa gert útslagið fyrir tölur gærdagsins. Þær séu þó á svipuðu róli og undanfarna daga en klasasmitið sýni hvað staðan sé viðkvæm.

Hafa ítrekað bent á að sóttvarnir séu ekki í lagi

Formaður hjálparsamtakanna Solaris segir það ekki koma á óvart að klasasmit hafi komið upp í búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Samtökin hafi ítrekað bent á að sóttvörnum sé ábótavant í úrræðunum.

Deila um tölur snýst raunverulega um umfang og forgangsröðun

Framkvæmdakostnaður Reykjavíkurborgar vegna Óðinstorgs nam 60,6 milljónum króna samkvæmt svari fjármála- og áhættustýringarsviðs Reykjavíkurborgar en heildarkostnaður framkvæmda á torginu og í nágrenni var 474 milljónir króna.

Einn bekkur í sóttkví í tengslum við klasasmitið

Sextán nemendur og tveir kennarar Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði eru í sóttkví eftir að nemandi greindist með kórónuveiruna fyrr í vikunni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er nemandinn einn íbúa búsetuúrræðis fyrir fjölskyldur í Hafnarfirði, hvar klasasmit veirunnar hefur komið upp.

Óvenju hlýtt miðað við árstíma

„Nú þegar þetta er skrifað má greina tvær lægðamiðjur suður af landinu. Önnur staðsett 350 km suðsuðvestur af Reykjanesi, en hin 400 km suður af Ingólfshöfða. Báða hafa þær miðjuþrýsting um 970 mb. Staða veðrakerfa breytist lítið á næstunni og segja má að lægðasvæði suður af landinu stjórni veðrinu hjá okkur næstu þrjá daga eða jafnvel lengur.“

Leynileg upptaka af ólögráða stelpum í Mosfellsbæ

Einstaklingur búsettur í Mosfellsbæ hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir brot gegn blygðunarsemi og barnaverndarlögum. Er honum gefið að sök að hafa að kvöldi föstudags í maí í fyrra á heimili sínu í Mosfellsbæ stillt farsíma sínum upp inni á baðherbergi.

Stal bók og réðst á öryggisvörð

Upp úr klukkan hálfsjö í gærkvöldi var tilkynnt um þjófnað úr verslun í Breiðholti. Að því er segir í dagbók lögreglu var þar maður að stela bók.

Hóp­smit á höfuð­borgar­svæðinu og minnst átta smitaðir

Minnst átta aðilar með staðfest kórónuveirusmit hafa verið fluttir með sjúkrabíl á farsóttarhús síðan klukkan átta í kvöld. Sex þeirra búa í sama húsnæðinu. Varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. 

Nýi sunnudagsbíltúrinn að fossinum Dynjanda

Vestfirðingar eru að uppgötva fossinn Dynjanda á nýjan hátt, eftir að Dýrafjarðargöng voru opnuð. Formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga segir að það sé orðinn nýi sunnudagsbíltúrinn að aka að fossinum.

Fagnar því að vera laus af leigumarkaðnum

Fyrstu hlutdeildarlánunum var úthlutað í dag en þeim er ætlað að aðstoða tekjulága við að kaupa sína fyrstu fasteign. Fyrsti lántakandinn fagnar því að vera loks laus af leigumarkaði og segir þetta mikið gæfuspor fyrir fjölskyldu sína.

„Vá stendur fyrir dyrum“

Stjórnvöld hafa ákveðið að draga hraðar úr losun gróðurhúsaloftegunda miðað við það sem áður var ákveðið. Formaður Samfylkingarinnar segir að markmiðin séu ekki fjármögnuð og spyr hvort um sé að ræða ódýrt kosningaloforð.

Mikil að­sókn í sund og snjall­lausnir í kortunum

Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri íþróttamála hjá Reykjavíkurborg, segir að mikil aðsókn hafi verið í sundlaugar Reykjavíkur í morgun. Víða voru raðir þegar laugarnar opnuðu en þó sé aðsóknin ekki jafn mikil og hún var í byrjun maí þegar sundlaugar opnuðu eftir lokanir í fyrstu bylgju faraldursins.

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum okkar hittum við konuna sem var fyrst til að fá úthlutað úr nýjum lánaflokki hlutdeildarlána sem ætlað er að hjápa tekjulágum að eignast sitt eigið húsnæði.

Formaður félags fanga ætlar á þing

Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu - félags fanga, hefur ákveðið að gefa kost á sér til framboðs fyrir Samfylkinguna í næstu Alþingiskosningum. Hann greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni.

Fíkn ekki leyst með lagasetningu

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir spilafíkn ekki lagaða með lagasetningum heldur þurfi að hjálpa þeim sem glíma við slíkan vanda.

Lemstruð og öskuill eftir heimsókn til sýslumanns

Guðrún Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Stofnunar Sæmundar fróða og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, er með glóðurauga, brákað kinnbein og mögulega brotinn ökkla. Hún kennir sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu um ástandið á sér með því að vera með galandi slysagildru í afgreiðslusal. 

Lög­reglan bankaði upp á í beinni út­sendingu

Lögregla bankaði upp á hjá Elísabetu Guðmundsdóttir lýtaskurðlækni fyrr í dag og boðaði hana til skýrslutöku vegna brots á sóttvarnarlögum. Atvikið átti sér stað á meðan Elísabet var í viðtali í beinni útsendingu á Harmageddon á X-inu 977.

Víðir liggur heima með lungna­bólgu

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum er enn talsvert veikur og glímir við lungnabólgu eftir að hafa smitast af kórónuveirunni fyrir rúmum þremur vikum. Aðrir heimilismenn eru þó við góða heilsu, að sögn Rögnvaldar Ólafssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns.

Hertar sóttvarnir hafi dregið úr bjartsýni

Gert er ráð fyrir um fimmtíu og sex milljarða króna meiri halla á næsta ári en kynnt var í fjárlögum í haust. Samkvæmt breytingatillögu meirihluta fjármálanefndar nemur hann nú um 320 milljörðum króna.

Sam­dráttur í losun gróður­húsa­loft­tegunda gæti orðið allt að 45 prósent

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að lágmarksframlag Íslands varðandi samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi fari að öllum líkindum úr 29 prósentum í 40 til 45 prósent innan þess sameiginlega markmiðs Noregs og ríkja Evrópusambandsins um að draga úr losun um 55 prósent til ársins 2030.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Fjórir greindust með kórónuveiruna í gær innanlands og þrír þeirra voru í sóttkví við greiningu. Við heyrum frá fundi þríeykisins í hádegisfréttum okkar klukkan tólf.

Bein útsending: Matvælastefna Íslands kynnt

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra efna til kynningar á Matvælastefnu Íslands til ársins 2030. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Sjá næstu 50 fréttir