Fleiri fréttir

Stálu þvotti af snúrum í Kópavogi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók um kvöldmatarleytið í gær tvo karlmenn sem grunaðir eru um húsbrot í Hlíðunum. Þeir gistu fangageymslur í nótt á meðan málið var í rannsókn.

Mögulegt að bólusetja tugþúsundir á dag

Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að ef nægt bóluefni gegn Covid-19 verður tiltækt hér á landi væri hægt að bólusetja alla þá sem það vilja á örfáum dögum. Mögulegt sé að bólusetja tugþúsundir einstaklinga á dag.

Heyrði ópin út á götu en snerist á hæl

„Þegar maður fer í gegnum málið og skoðar það sem hafði gerst þarna þá finnst manni að það hefði verið hægur leikur að koma í veg fyrir þessa árás af hálfu þessa manns,” segir Leifur Halldórsson rannsóknarlögreglumaður.

Snælduvitlaust veður í grunnbúðunum hjá John Snorra

„Veðrið var klikkað í nótt og sum tjöldin þar á meðal eldhústjaldið sprungu,“ segir John Snorri Sigurjónsson fjallgöngukappi. Hópur hans kom í grunnbúðir í gær og bar sig vel. Veðrið í nótt fór hins vegar illa með nýuppsettar búðir.

„Bara af því valdið er til staðar þá er því misbeitt“

Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og stjórnarmaður í Geðhjálp til lengri tíma, segir breytingar á lögræðislögum nauðsynlegar. Fjarlægja þurfi greinar í lögunum, meðal annars þær sem heimila geðlæknum valdbeitingu gagnvart sjúklingi. 

„Frábær vinna hjá smitrakningarteyminu“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fagnar því að af 44 greindum smitum hér á landi í desember hafi aðeins þrír verið utan sóttkvíar. 41 hafa verið í sóttkví við greiningu sem svarar til 93 prósenta.

Vill að ríkissaksóknari bregðist við dómi MDE

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður vill að ríkissaksóknari taki til skoðunar dóma sem komu til kasta fjögurra dómara við Landsrétt í kjölfar niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu um að þeir hefðu verið ólöglega skipaðir. Hann gagnrýnir aðgerðarleysi stjórnvalda og þá afstöðu að niðurstaðan hafi ekki áhrif á mál sem þegar hafi fallið.

Víðir fékk vökva í æð

Líðan Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns er ögn skárri í dag en í fyrradag. Víðir greindist með Covid-19 sjúkdóminn fyrir tæpum tveimur vikum. Heilsu hans fór hrakandi í vikunni og á föstudag fékk hann vökva í æð á Covid-göngudeild Landspítalans.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Lögmaður í Landsréttarmálinu kallar eftir viðbrögðum frá ríkissaksóknara í kjölfar niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu, þess efnis að Landsréttur hafi verið ólöglega skipaður. Við ræðum við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Móðurmissirinn hafi engin áhrif haft á kröfu um afsögn án tafar

Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir ríkisstjórnina hafa misst fótanna í Landsréttarmálinu í fyrra og ætlað að láta það snúast um hana sem persónu. Það hafi ekki verið eitthvað sem hún hafi ætlað að sitja undir og því sagt af sér sem dómsmálaráðherra.

Landsréttur og geðheilbrigði í Víglínunni

Umræður og fréttir af nýlegum dómi Mannréttindadómstóls Evrópu hafa verið fyrirferðamiklar í fjölmiðlum að undanförnu. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær Sigríði Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra til sín í Víglínuna í dag. Þá ræðir hann einnig við Svein Rúnar Hauksson lækni um geðheilbrigðismál en hann kallar m.a. eftir afnámi laga sem heimila að þvinga sjúklinga til að taka lyf.

Sakborningar fá nafnleynd í kjölfar ónæðis frá lögmönnum

Tveir stærstu dómstólar landsins eru hættir að birta nöfn sakborninga opinberlega á dagskrá sinni vegna ónæðis frá lögmönnum sem hafa nýtt sér dagskrána til þess að sækja sér skjólstæðinga. Um er að ræða Héraðsdóm Reykjavíkur og Héraðsdóm Reykjaness.

Spor­hundurinn Píla þarf að finna leiðina heim til Ís­lands

Björgunarsveit Hafnarfjarðar auglýsir nú eftir ferðafélaga fyrir blóðhundinn Pílu, sem verður næsti sporhundur sveitarinnar. Píla er nú stödd í Alicante á Spáni, en sveitin auglýsir eftir einhverjum sem gæti skráð hana á sig sem farangur í flugi til Íslands þann 10. janúar næstkomandi.

Óvissa um ferðaþjónustuna eftir bólusetningu

Hagfræðingur segir að jákvæðar fréttir af bóluefni geti haft óbein áhrif á efnahagskerfið. Óvissa sé þó um hvað gerist í ferðaþjónustunni þegar búið er að bólusetja flestar þjóðir.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hagfræðingur segir að jákvæðar fréttir af bóluefni geti haft óbein áhrif á efnahagslífið. Óvissa sé þó um hvað gerist í ferðaþjónustunni þegar búið er að bólusetja flestar þjóðir. Fjallað verður um þau áhrif sem bólusetningar hafa haft í hádegisfréttum Bylgjunnar

Mál Elísabetar á borði lögreglu

Mál Elísabetar Guðmundsdóttur lýtaskurðlæknis sem fór hvorki í skimun né sóttkví við komuna til landsins er á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt heimildum fréttastofu.

Viðbrögð við bóluefni og Landsréttarmálið á Sprengisandi

Viðbrögð hagkerfisins við tíðindum af bóluefni, nýsköpun og viðreisn efnahagslífsins, dómur yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu og staða eldri borgara er á meðal þess sem fjallað verður um á Sprengisandi á Bylgjunni á dag.

Þvottavél stolið í miðjum þvotti

Svo virðist sem að ansi bíræfinn þjófur hafi stolið þvottavél úr þvottahúsi í fjölbýlishúsi í 101 Reykjavík í gærkvöldi, í miðjum þvotti.

Aldrei fundið svona kulda

Íbúi á Hvanneyri segist aldrei hafa fundið fyrir jafn miklum kulda og nú en þar hefur hitastig mælst lægst mínus 16,8 gráður í dag.

Tómas biðst afsökunar og fjarlægir myndböndin

Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir á Landspítalanum hefur fjarlægt myndbönd sem hann birti á Facebook-síðu sinni í gær. Í myndböndunum sagðist Tómas að hann og ritari á spítalanum hefðu unnið að því að para saman læknanema í skurðlæknisfræðikúrsi á fjórða ári.

Starfsmenn Hótel Selfoss „gengu, hjóluðu og hlupu“ til Austurríkis

Starfsmenn Hótel Selfoss sitja ekki með hendur í skauti og bíða eftir því að heimsfaraldrinum ljúki því þeir hafa nýtt tímann til að hreyfa sig og efla starfsandann. Það gerðu þeir með því að ganga, hjóla og hlaupa þrjú þúsund kílómetra í nóvember, eða vegalengdina sem samsvarar því að komast í árlega skíðaferð hópsins til Austurríkis.

Hinn almenni borgari geti ekki keppt við yfirburði ríkisins

Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands, segir það miður að fólki gefist ekki kostur á að sækja um gjafsókn við málarekstur fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. Íslenska ríkið hafi yfirburði sem almennur borgari geti ekki keppt við. Allir eigi að hafa jafnan aðgang að dómstólum, óháð stöðu.

Fór hvorki í skimun né sóttkví og var mætt á mótmælin í dag

Elísabet Guðmundsdóttir lýtaskurðlæknir sem gagnrýnt hefur sóttvarnaraðgerðir íslenskra yfirvalda kom til landsins í gærkvöldi eftir dvöl í Danmörku. Hún kaus að fara hvorki í skimun né sóttkví við komuna til landsins og var mætt á mótmæli á Austurvelli klukkan 13 í dag.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við formann Lögmannafélags Íslands sem segir miður að fólki gefist ekki kostur á að sækja um opinberan stuðning, eða gjafsókn, við málarekstur fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu.

Mót­mæltu sótt­varna­að­gerðum og væntan­legum bólu­setningum

Um þrjátíu til fjörutíu mótmælendur söfnuðust saman á Austurvelli eftir hádegi í dag til þess að mótmæla væntanlegum bólusetningum vegna Covid-19 og sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda, sem þeir segja valda skaða á heilsu og líf fólks. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir mótmælin ekki í anda þeirra aðgerða sem séu í gangi í landinu og minnir á tíu manna samkomubann.

Göngumaður fluttur af Esjunni á slysadeild

Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur flutt göngumann, sem rann og slasaðist á Esjunni fyrir um klukkutíma síðan, á slysadeild. Þetta staðfestir varðstjóri slökkviliðs og upplýsingafulltrúi Landsbjargar í samtali við fréttastofu. 

Stuðningurinn víðtækari en fréttir gefi til kynna

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir stuðning við hugmyndir sínar um miðhálendisþjóðgarð víðtækari en fréttir gefi til kynna. Hann hyggst mæla fyrir frumvarpinu eftir helgi og er vongóður að það nái fram að ganga.

Ánamaðkaverksmiðja í Árborg

Ein milljón ánamaðka frá Austurríki verða fluttir inn til landsins á nýju ári en ánamaðkarnir munu fara til starfa í Árborg við framleiðslu á áburði úr lífrænum úrgangi á bænum Borg.

Grunur um sóttvarnarbrot á sýningu

Lögreglan hefur nú til rannsóknar mögulegt brot á sóttvarnareglum eftir að sextán manna hópur mætti á sýningu í miðborg Reykjavíkur.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Kona sem lagði Íbúðalánasjóð í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær segist ekki hafa átt von á niðurstöðunni, en dómurinn er sagður marka tímamót og gæti kostað ríkissjóð á annan tug milljarða.

Sjá næstu 50 fréttir