Fleiri fréttir

Tekinn 22 sinnum af lögreglu vegna sama brots

Eftir að maðurinn gaf ítrekað upp ranga kennitölu tókst lögreglu loks að bera kennsl á hann og kom þá í ljós hann hefur ítrekað verið staðinn að verki við sama brot.

„Ég er bara ósammála Ásmundi“

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segist vera ósammála flokksbróður sínum Ásmundi Friðrikssyni sem lét þau orð falla í pontu Alþingis í vikunni að honum þætti of mörg þungunarrof vera framkvæmd hér á landi.

Mælir með kennaratyggjó

Skjálftahrina eins og sú sem fannst í Hveragerði og nágrenni fyrr í kvöld er áminning um nauðsyn þess að yfirfara heimilið og kanna hvort það er öruggt með tilliti til jarðskjálfta. Þetta segir Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri Hveragerðisbæjar í Facebook-hópnum Hvergerðingar.

Jón forseti með Covid grímu í Hafnarfirði

Jón Sigurðsson, sjálfstæðishetja Íslendinga og forseti hangir nú upp á vegg í Íshúsinu í Hafnarfirði með Covid grímu. Myndina málaði Gunnar Júlíusson, listamaður en verkið kallar hann; "Ver mótmælum Covid".

Telur erfitt að skylda fólk í skimun á landamærum

Dómsmálaráðherra segir að erfitt geti reynst að skylda fólk til að fara í skimun fyrir kórónuveirunni á landamærum, horfa þurfi til annarra ráðstafanna þar. Sóttvarnalæknir segir að verið sé að skoða málið frá mörgum hliðum.

Lestur landsmanna hefur aukist í heimsfaraldri

Að meðaltali las hver þátttakandi í könnuninni 2,5 bækur á mánuði samanborið við 2,3 bækur í fyrra. Þá eru þeir sem segjast eingöngu eða oftar lesa á íslensku en öðru tungumáli fleiri nú en í fyrri könnun.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.

„Ráðherra hefur ekki heimildir til að taka ákvarðanir um einstök mál“

Dómsmálaráðherra segist ekki hafa heimildir til að skipta sér af málefnum senegölsku fjölskyldunnar sem verður að óbreyttu vísað úr landi eftir sjö ára dvöl. Málið sé í höndum kærunefndar útlendingamála sem þurfi við ákvörðun sína að hafa hliðsjón af Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna og laga um réttindi barna. Þingmaður Pirata segir óumdeilt að barn sem fæðist hér og elst upp um árabil, sé Íslendingur. 

Telur konur fá harðari gagnrýni þegar þær brjóta jafnréttislög

Menntamálaráðherra ætlar að birta öll gögn sem tengjast ráðningu ráðuneytisstjóra í mennta-og menningarmálaráðuneytinu þegar niðurstaða fæst í kærumáli hennar. Hún bendir á að Viðreisn hafi gagnrýnt sig harkalega á meðan  formaður flokksins sé systir umsækjanda um stöðuna. 

Hvetur stjórnvöld til að gyrða sig í brók og fara að girða

Kolbeinn Sveinbjörnsson, sem á sæti í sveitarstjórn Bláskógabyggðar segir að allt of víða sé ástand girðinga, sem eiga að gegna hlutverki varnarlína á milli beitihólfa mjög slæmt og það hafi ekki verið farið með þeim til að sinna viðhaldi í fjölda ár.

Tuttugu til­kynningar bárust vegna há­vaða

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt, en níutíu mál voru skráð hjá henni frá klukkan 17 síðdegis í gær til klukkan fimm í nótt.

Tæming Árbæjarlónsins hafi mikil áhrif á geðheilsu íbúa

Landslagsarkitekt segir marga íbúa Árbæjarhverfisins miður sín yfir því að Orkuveitan hafi ákveðið að tæma Árbæjarlónið til frambúðar. Ásýnd svæðisins sé horfin og skorar hann á Orkuveituna að snúa þessari ákvörðun við.

Handtekinn á Hlemmi vegna líkamsárásar

Karlmaður var handtekinn á Hlemmi um kl. 16 í dag, grunaður um líkamsárás. Að minnsta kosti einn hlaut áverka eftir að hafa verið sleginn í andlitið af handtekna. Viðkomandi gistir fangageymslur lögreglu en ekki var unnt að ræða við hann sökum ölvunarástands.

Hverfi á stærð við Grafarvog fyrirhugað í borginni

Í umfangsmiklum breytingum á Aðalskipulagi Reykjavíkur eru yfir 100 svæði skilgreind fyrir nýja íbúðabyggð. Forseti borgarstjórnar segir að gert sér ráð fyrir uppbyggingu á stærð við Grafarvog sitt hvoru megin við Elliðaár.

Óli Maggadon bjó í 20 ár á Arnarholti og fór á tónleika með Kjarval

Þrír læknar sem sögðu engra aðgerða þörf á Arnarholti töldu einangrunarvist í svokallaðri sellu eðlilega eftir yfirheyrslur á starfsfólki. Ólafur Magnússon, sem var þekktur í borgarlífinu sem Óli Maggadon, var meðal vistamanna á Arnarholti en þar bjó hann í 20 ár.

Íslendingar á Kanarí gagnrýna forstjóra Úrvals Útsýnar

Stjórn Íslendingafélagsins á Kanarí gagnrýnir málflutning Þórunnar Reynisdóttur, forstjóra Úrvals Útsýnar, sem sagði í samtali við mbl.is fyrir helgi að aðstæður á Kanaríeyjum væru þannig að félagið sæi sér ekki annað fært en að fella niður allt flug þangað.

„Þarf að fara í lagfæringar eins fljótt og menn geta“

Stjórnendur Landspítalans þurfa að skuldbinda sig til að efla og styrkja starfsemi sýkingavarnadeildar eftir því sem fram kemur í bráðabirgðaskýrslu um hópsmitið á Landakoti. Sóttvarnalæknir segir brýnt að hefja úrbætur þar og annars staðar þar sem skilyrði til sóttvarna eru ekki fullnægjandi.

Mótmæltu sóttvarnaaðgerðum á Austurvelli

Um fjórða tug kom saman á Austurvelli um tvö leytið í dag til að mótmæla sóttvarnaðgerðum yfirvalda. Jóhannes Loftsson, formaður Frjálshyggjufélagsins, og Helga Birgisdóttir hjúkrunarfræðingur, fara fyrir hópnum.

„Megum ekki missa þetta niður á síðustu mínútunni“

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir nauðsynlegt að fólk virði þær aðgerðir sem eru í gildi, enda væri skelfilegt að hugsa til þess að fá stóran faraldur þrátt fyrir þær takmarkanir sem nú eru innanlands.

Vegagerðin segir lög ekki hafa verið brotin

Vegagerðin segir að stofnunin hafi ekki brotið lög þegar gengið var frá samningum við Norlandair ehf. um flug til Bíldudals og Gjögurs. Ýmsar rangfærslur hafi þó verið á kreiki um málið.

Vill fá höfuðstöðvar Landsbankans á Selfoss

Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi í Árborg vill að Landsbankinn flytji höfuðstöðvar sínar á Selfoss í stað þess að vera að byggja höfuðstöðvar í miðbæ Reykjavíkur fyrir marga milljarða á meðan bankinn vill selja húsnæði útibúsins síns á Selfossi, þar sé nóg pláss.

Yfirgengileg hræðsla við fæðingar

Unnur Birna Bassadóttir í Hveragerði er haldin miklum fæðingarótta en hún og maður hennar, Sigurgeir Skafti Flosason, eiga von á sínu fyrsta barni 1. desember sem verður tekið með keisaraskurði vegna ótta Unnar Birnu við eðlilega fæðingu.

Samningur við AstraZeneca tryggir bóluefni fyrir 31 prósent Íslendinga

Samningur Íslands við breska lyfjaframleiðandann AstraZeneca mun tryggja Íslendinga tæpa 230 þúsund skammta af bóluefni við kórónuveirunni. Áætlað er að skammtarnir dugi fyrir 114 þúsund einstaklinga hér á landi, sé miðað við tvo skammta á hvern einstakling, eða rúmlega 31 prósent þjóðarinnar.

Sýkingavarnadeild fámenn og lítið mátti út af bregða

Framkvæmdastjórn og forstjóri Landspítalans þurfa að skuldbinda sig til að styrkja starfsemi sýkingavarnadeildar í orði og gjörðum og styrkja þarf stöðu deildarinnar innan stjórnkerfis spítalans að mati höfund Landakotsskýrslu.

Kólnandi veður í kortunum

Spáð er slyddu eða snjóéli víða um land í næstu viku en þó verður lengst af þurrt og bjart á Suður- og Vesturlandi.

Sjá næstu 50 fréttir