Fleiri fréttir

Verkefnið ekki óyfirstíganlegt

VR vill leita allra leiða til að forðast verkföll. Deilan við Samtök atvinnulífsins (SA) sé vel leysanleg en boltinn sé sem stendur hjá viðsemjendum þeirra.

Bein útsending: Stjórnmálin og #MeToo

Íslenskir stjórnmálaflokkar efna til opins morgunverðarfundar á Grand Hótel þar sem rætt verður um kynbundið ofbeldi og verður Martin Chungong, framkvæmdastjóri Alþjóðaþingmannasambandsins, sérstakur gestur fundarins.

Vigdís óttast geislun af mastri á Úlfarsfelli

Meirihlutinn í borgarráði Reykjavíkur fagnar því að fjarskiptaþjónusta verði loks tryggð með fullnægjandi hætti með nýju deiliskipulagi á Úlfarsfelli. Fulltrúi Miðflokksins óttast áhrif geislunar á íbúa í nágrenninu. Meirihlutinn vísar á bug "hræðsluáróðri, rangfærslum og dylgjum“.

Slíta viðræðum ef ekkert þokast

Fyrir helgi samþykktu sextán aðildarfélög SGS að slíta formlega viðræðum við Samtök atvinnulífsins (SA) ef ekkert nýtt kæmi frá SA um helgina.

Óttast frekari ágjöf á byggðir á Austfjörðum

Loðnubresturinn er gríðarlegt áfall fyrir bæjarsjóði sveitarfélaga á Austfjörðum. Hægt verður á framkvæmdum. Mörg hundruð manns verða af vertíðarvinnu. Austfirðingar óttast frekari áföll.

Fleiri ungmenni sprauta sig í æð

Fimmtíu og sex ungmenni, undir tvítugu, sem voru á sjúkrahúsinu Vogi í fyrra höfðu sprautað sig með vímuefnum í æð og er um vaxandi hóp að ræða að sögn yfirlæknis á Vogi. Þá sé regluleg sprautufíkn að aukast almennt en hátt í þrjú hundruð manns sem komu á Vog í fyrra tilheyra þeim hópi.

Svipað margir með og á móti áframhaldandi hvalveiðum

Lítill munur er á fjölda þeirra sem segjast hlynntir áframhaldandi veiðum á langreyði og þeirra sem segjast andvígir samkvæmt nýrri könnun. Karlar eru líklegri en konur til að vera hlynntir áframhaldandi veiðum.

Maður sem léttist um 90 kíló fær næringardrykki ekki niðurgreidda

Næringarfræðingur við Landspítala telur að endurskoða þurfi viðmið vegna niðurgreiðslu næringardrykkja vegna vannæringar. Reglur um þyngdartap leiði til þess að fólk sem þurfi á næringu að halda fái drykkina ekki niðurgreidda frá Sjúkratryggingum.

Fokheldur menningarsalur á Selfossi í 33 ár

"Já, mér finnst þessu vel lýst sem einu best geymda leyndarmáli Suðurlands. Það er ljóst að það þarf ekki mikið til svo hér geti verið mikil og blómleg menningarstarfsemi og ég veit auðvitað að það er mikill áhugi á því í héraði", segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra um ófullgerðan Menningarsal Suðurlands, sem hefur staðið fokheldur í 33 ár í Hótel Selfossi.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Fimmtíu og sex ungmenni undir tvítugu, sem voru á sjúkrahúsinu Vogi í fyrra, höfðu sprautað sig með vímuefnum í æð. Um stækkandi hóp að ræða að sögn yfirlæknis á Vogi sem óttast að regluleg sprautufíkn sé að aukast almennt. Fjallað verður nánar um máliðí kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir.

Segir það vera sterk rök að dómur MDE sé byggður á pólitík

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, segir að það sé full ástæða til að gefa minnihlutaáliti dóms MDE gaum. Honum finnst ekki rétt að sú krafa hafi verið gerð til Sigríðar Á. Andersen að segja af sér á grundvelli niðurstöðu MDE.

Hugur fylgi ekki máli með launalækkanir bankastjóra

Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, telur lækkun launa bankastjóra Íslandsbanka og Landsbanka vera jákvætt skref. Hann segir þó að hugur fylgi ekki máli þegar of há laun bankastjóra eru lækkuð eingöngu vegna þrýstings þar um.

Spyr hver ávinningurinn sé af áfrýjun á dómi MDE

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að full ástæða sé til að staldra við spyrja hver ávinningurinn sé af því að framlengja óvissu í Landsréttarmálinu. Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu hafi verið afdráttarlaus og vel rökstuddur. Verði dómum skotið til yfirdeildar gæti það tekið talsvert langan tíma.

Skerðing jöfnunarsjóðs eins og þruma úr heiðskíru lofti

Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir að tillögur fjármálaráðherra um niðurskurð fjárframlaga til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga komi eins og þruma úr heiðskíru lofti. Komi þær til framkvæmda séu forsendur brostnar varðandi flutning þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga.

Beðið fyrir stjórnmálamönnum í bændamessu

Séra Önundur segist ætla að biðja fyrir stjórnmálamönnum landsins og þeirra stefnu, sem hann segir stefna íslenskum landbúnaði í voða verði leyft að flytja inn hrátt ófrosið kjöt inn til landsins eins og frumvarp sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra gerir ráð fyrir.

Ók á þrjár kyrrstæðar bifreiðar

Klukkan hálf tólf í gærkvöldi var Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um umferðaróhapp í hverfi 108 en ökumaður hafði þá ekið á 2-3 kyrrstæðar bifreiðar. Ökumaðurinn sem olli tjóninu var handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna. Hann var vistaður í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn málsins.

Niðurskurður fjárframlaga til jöfnunarsjóðs hljóti að vera mistök

Framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að hugmyndir ríkisins um skerðingu fjármagns til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga hljóti að vera fljótfærnisleg mistök sem verði leiðrétt. Fjármálaráðherra ætli að minnka framlög til sjóðsins um ríflega þrjá milljarða króna á næstu tveimur árum.

Sjá næstu 50 fréttir