Fleiri fréttir

Tíminn verði að leiða í ljós hvað verði um dómarana fjóra

Tíminn verður að leiða í ljós hvað verður um dómarana fjóra sem skipaðir voru þvert á hæfnisnefnd við Landsrétt. Þetta segir nýskipaður dómsmálaráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sem vill skoða hvað valkostir séu í stöðunni.

Drengirnir komnir í leitirnar

Tveir níu ára drengir frá Grindavík, sem Lögreglan á Suðurnesjum leitaði að, eru komnir í leitirnar.

Drengirnir í Grindavík fundnir

Lögreglan á Suðurnesjum leitar nú að tveimur níu ára drengjum sem höfðu ekki skilað sér heim eftir skóla í dag.

Helmingi fleiri börn sprautað sig með vímuefnum í æð

Meira en helmingi fleiri unglingar, yngri en 18 ára, höfðu sprautað sig með vímuefnum í æð árið 2018 miðað við síðustu ár. Forstjóri barnaverndarstofu segir þetta mikið áhyggjuefni. Hún vill sjá frekari skyldur hjá hinu opinbera um stuðning við hópinn eftir að þau ná átján ára aldri og eru þá án eftirlits.

Rakaskemmdir geta valdið börnum mun meira heilsutjóni en fullorðnum

Rakaskemmdir í húsnæði hafa alvarlegri áhrif á börn en fullorðna að sögn fagstjóra hjá Eflu. Því sé mikilvægt að gera reglulega úttekt á raka í skólahúsnæði. Reykjavíkurborg hóf úttekt á Seljaskóla í dag vegna gruns um myglu en hann er fjórði skólinn á stuttum tíma þar sem slík rannsókn fer fram.

Engin ný mislingatilfelli

Engin ný mislingatilfelli hafa verið greind hér á landi og er því heildarfjöldi smita enn fimm staðfest smit og eitt vafatilfelli.

Miðflokksins að öðlast traust kjósenda á ný

Þingmaður Miðflokksins telur flokksmenn sína eiga enn eftir að endurvinna traustið sem tapaðist í Klaustursmálinu. Þeir hafi mátt þola opinbera smánun en séu staðráðnir í því að vinna með öðrum stjórnmálaflokkum í baráttunni gegn kynferðislegri áreitni.

Verkefnið ekki óyfirstíganlegt

VR vill leita allra leiða til að forðast verkföll. Deilan við Samtök atvinnulífsins (SA) sé vel leysanleg en boltinn sé sem stendur hjá viðsemjendum þeirra.

Bein útsending: Stjórnmálin og #MeToo

Íslenskir stjórnmálaflokkar efna til opins morgunverðarfundar á Grand Hótel þar sem rætt verður um kynbundið ofbeldi og verður Martin Chungong, framkvæmdastjóri Alþjóðaþingmannasambandsins, sérstakur gestur fundarins.

Vigdís óttast geislun af mastri á Úlfarsfelli

Meirihlutinn í borgarráði Reykjavíkur fagnar því að fjarskiptaþjónusta verði loks tryggð með fullnægjandi hætti með nýju deiliskipulagi á Úlfarsfelli. Fulltrúi Miðflokksins óttast áhrif geislunar á íbúa í nágrenninu. Meirihlutinn vísar á bug "hræðsluáróðri, rangfærslum og dylgjum“.

Slíta viðræðum ef ekkert þokast

Fyrir helgi samþykktu sextán aðildarfélög SGS að slíta formlega viðræðum við Samtök atvinnulífsins (SA) ef ekkert nýtt kæmi frá SA um helgina.

Óttast frekari ágjöf á byggðir á Austfjörðum

Loðnubresturinn er gríðarlegt áfall fyrir bæjarsjóði sveitarfélaga á Austfjörðum. Hægt verður á framkvæmdum. Mörg hundruð manns verða af vertíðarvinnu. Austfirðingar óttast frekari áföll.

Fleiri ungmenni sprauta sig í æð

Fimmtíu og sex ungmenni, undir tvítugu, sem voru á sjúkrahúsinu Vogi í fyrra höfðu sprautað sig með vímuefnum í æð og er um vaxandi hóp að ræða að sögn yfirlæknis á Vogi. Þá sé regluleg sprautufíkn að aukast almennt en hátt í þrjú hundruð manns sem komu á Vog í fyrra tilheyra þeim hópi.

Svipað margir með og á móti áframhaldandi hvalveiðum

Lítill munur er á fjölda þeirra sem segjast hlynntir áframhaldandi veiðum á langreyði og þeirra sem segjast andvígir samkvæmt nýrri könnun. Karlar eru líklegri en konur til að vera hlynntir áframhaldandi veiðum.

Maður sem léttist um 90 kíló fær næringardrykki ekki niðurgreidda

Næringarfræðingur við Landspítala telur að endurskoða þurfi viðmið vegna niðurgreiðslu næringardrykkja vegna vannæringar. Reglur um þyngdartap leiði til þess að fólk sem þurfi á næringu að halda fái drykkina ekki niðurgreidda frá Sjúkratryggingum.

Fokheldur menningarsalur á Selfossi í 33 ár

"Já, mér finnst þessu vel lýst sem einu best geymda leyndarmáli Suðurlands. Það er ljóst að það þarf ekki mikið til svo hér geti verið mikil og blómleg menningarstarfsemi og ég veit auðvitað að það er mikill áhugi á því í héraði", segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra um ófullgerðan Menningarsal Suðurlands, sem hefur staðið fokheldur í 33 ár í Hótel Selfossi.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Fimmtíu og sex ungmenni undir tvítugu, sem voru á sjúkrahúsinu Vogi í fyrra, höfðu sprautað sig með vímuefnum í æð. Um stækkandi hóp að ræða að sögn yfirlæknis á Vogi sem óttast að regluleg sprautufíkn sé að aukast almennt. Fjallað verður nánar um máliðí kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir.

Sjá næstu 50 fréttir