Fleiri fréttir

Þorsteinn bað Þórhildi Sunnu afsökunar á orðum sínum

Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar í morgun undir liðnum fundarstjórn forseta og bað Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmann Pírata, afsökunar á orðum sínum á Alþingi í gærkvöldi.

Spá upp í 13 metra háum öldum

Djúp lægð er suðvestur af landinu og í morgunsárið færir hún hvassviðri eða storm á suðvestanvert landið.

Telur að verkföll gætu fellt garðyrkjubændur

Framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna telur ólíklegt að menn lifi af verkföll í greininni. Síðustu tvö rekstrarár hafi verið afar slæm og ólíklegt að 2019 verði miklu betra. Rafmagn og laun langstærstu útgjaldaliðirnir.

Sólveig býst við viðræðuslitum

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, fengu í gær í gær umboð frá samninganefndum félaganna til að slíta viðræðum við Samtök atvinnulífsins (SA) ef þess þarf.

Alþingi hætti að veita ríkisborgararétt

Dómsmálaráðherra leggur til að veiting ríkisborgararéttar verði einungis á hendi Útlendingastofnunar og að heimild Alþingis til að veita mönnum ríkisborgararétt með lögum verði afnumin.

Breiðhyltingar finna fyrir meiri fordómum

Tæpur helmingur allra leigjenda Félagsbústaða finnur fyrir fordómum í samfélaginu. Hlutfallið er hæst í Breiðholti en lægst í Vesturbæ Reykjavíkur. Hverfisstjóri Breiðholts segir hverfið glíma við arfleifð liðinna tíma.

Vegfarendur skilji ekki umferðarmerki um forgang

Umferðarmerki sem sýnir hvor akstursstefna á forgang þykir ekki nógu skýrt til notkunar við einbreiðar brýr á Íslandi. Hjá Vegagerðinni er til skoðunar að breyta hönnun merkisins til að taka af allan vafa um hvort fólk á að aka áfram eða bíða.

Staðan flókin og hljóðið þungt í verkalýðshreyfingunni

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir aðgerðir stjórnvalda samanlagt hljóða upp á um 30 milljarða króna og miða sérstaklega að því að bæta hag hina lægst launuðu. Það sé eðli prógressívra skattkerfa að það sem gert sé fyrir neðsta hópinn skili sér upp skalann.

Ekkert eftirlit með kílómetrastöðu bíla

Samgöngustofa segir koma til greina að svipta bílaleigur rekstrarleyfi sem ekki geta veitt fullnægjandi skýringar á misræmi upplýsinga um kílómetrastöðu bíla. Skoðun fréttastofu leiðir í ljós að mikill munur getur verið á stöðu mæla í bílum á milli skoðana.

„Þau eru að brjóta á barninu okkar“

Stúlkan er fædd á Íslandi en foreldrar hennar sem eru albanskir segja dóttur sinni vera mismunað og ætla að áfrýja dómi héraðsdóms til Landsréttar.

Umhverfisráðherra ósammála ákvörðun um áframhaldandi hvalveiðar

Umhverfisráðherra segist afar ósammála ákvörðun sjávarútvegsráðherra um að gefa út áframhaldandi hvalveiðikvóta og þingmaður Vinstri grænna segist efast um að veiðarnar séu sjálfbærar. Fleiri Íslendingar eru andvígir hvalveiðum en þeir sem eru hlynntir samkvæmt nýlegri könnun.

Mótmæltu við fangelsið þegar Nara hóf afplánun í dag

Nara Walker, mætti í fangelsið á Hólmsheiði í dag til að hefja afplánun en hún hlaut í desember átján mánaða dóm, þar af fimmtán skilorðsbundna, fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Mjög líklegt er að verkalýðsfélögin fjögur sem vísað hafa deilu sinni til ríkissáttasemjara slíti viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins á morgun og fari að undirbúa aðgerðir.

Þjóðskrá sýknuð og fjölskyldunni að óbreyttu vísað úr landi

Þjóðskrá Íslands var sýknuð í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag af öllum kröfum albanskra foreldra 22 mánaða stúlku sem fæddist hér á landi. Þjóðskrá skráði lögheimili stúlkunnar sem ótilgreint í Evrópu en ekki var fallist á kröfu foreldranna um ólögmæti skráningarinnar. Fjölskyldunni verður að óbreyttu vísað úr landi.

Lítil breyting á fylgi flokkanna á Alþingi

Ný könnun MMR á fylgi flokkanna á Alþingi sýnir litla breytingu á fylginu milli kannanna. Könnunin var framkvæmd 11. til 15. febrúar 2019 og var heildarfjöldi svarenda 934, 18 ára og eldri.

Samningafundur hjá SGS og SA síðdegis í dag

Viðræðunefnd Starfsgreinasambandsins mun klukkan 16 í dag eiga samningafund með Samtökum atvinnulífsins. Þar verða kröfur SGS ítrekaðar að því er fram kemur í tilkynningu á vef sambandsins.

Sjá næstu 50 fréttir