Fleiri fréttir

Ný þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis á Akureyri

Dómsmálaráðherra og félags- og barnamálaráðherra hafa ákveðið að leggja alls 24 milljónir króna til reksturs þjónustumiðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis á Akureyri. Lögreglustjórinn á Akureyri hefur yfirumsjón með verkefninu sem ráðgert að hefjist 1. mars. Fullorðnir einstaklingar sem hafa verið beittir ofbeldi verður boðið upp á þjónustu og ráðgjöf.

Kæru Vigdísar til sýslumanns vísað frá

Kæru Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, til sýslumanns höfuðborgarsvæðisins vegna borgarstjórnarkosninganna síðastliðið vor hefur verið vísað frá.

Loka svæði við Skógafoss

Umhverfisstofnun hefur lokað svæði við Skógafoss vegna mikilla leysingja og ágangs ferðamanna.

LÍV vísar kjaradeilunni til sáttasemjara

Landssamband íslenzkra verzlunarmanna, LÍV, hefur tekið ákvörðun um að vísa kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins, SA, til ríkissáttasemjara.

Myndu hækka um allt að 85 prósent

Kröfur SGS fela í sér að laun félagsmanna myndu hækka á bilinu 70 prósent til 85 prósent á samningstímabilinu. Efling hefur haldið þeim kröfum til streitu í viðræðum sínum við SA.

Kirkjan fékk lægri bætur en hún vildi

Vátryggingafélag Íslands (VÍS) og Hitaveitufélag Hvalfjarðar voru í vikunni dæmd til að greiða Kirkjumálasjóði tæpar 2,4 milljónir króna í bætur vegna tjóns sem af hlaust vegna leka frá hitaveitulögn í prestsbústaðnum að Saurbæ í Hvalfjarðarsveit.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hörð átök í kjaraviðræðum eru ofarlega á baugi í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem hefjast klukkan 18:30.

Vilja fá meiri festu í viðræðurnar

Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir að sambandið vilji fá meiri festu í samningaviðræðurnar við Samtök atvinnulífsins.

SGS vísar deilunni til sáttasemjara

Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands hefur ákveðið að vísa kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkisáttasemjara.

Endatakmarkið ekki breyst þrátt fyrir slitin

Kjaradeilur Samtaka atvinnulífsins og verkalýðsfélaganna fjögurra, sem slitu viðræðunum í dag, eru komnar á annað stig að sögn Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra SA.

Sjá næstu 50 fréttir