Fleiri fréttir

Creditinfo birti ekki lánasögu einstaklinga

Lögmaður Creditinfo segir það heyra til algjörra undantekninga að kerfi fyrirtækisins birti fyrndar kröfur. Þegar svo sé beri lánveitendur ábyrgð en það hafi verið staðfest í útskurði Persónuverndar frá árinu 2017.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir stærsta hluta máls rúmenskra verkamannanna snúa að því að sanna að þeir hafi verið beittir nauðung, með því að sýna fram á að þeir hafa verið algjörlega uppá atvinnurekenda komnir, bæði hvað varðar laun og húsnæði.

„Treystum því að ráðherra muni fara að lögum“

Það mun hafa í för með sér verulegt fjárhagslegt tjón sem sótt verður af fullum þunga í ríkissjóð ef ráðherra staðfestir skyndifriðun Víkurgarðs að sögn framkvæmdastjóra Lindarvatns, sem vinnur að byggingu hótels á Landsímareitnum. Ákvörðun ráðherra mun liggja fyrir síðar í dag.

„Ótrúlegt að þurfa að svara svona fabúleringum“

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, gefur lítið fyrir fréttaflutning Fréttablaðsins í dag um að brestir séu komnir í samstöðu verkalýðsfélaganna fjögurra sem sitja við samningaborðið hjá ríkissáttasemjara og eiga í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins.

Umsvif RÚV stóra vandamálið

Stjórnarformenn Árvakurs og Torgs hafa ýmislegt út á fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra að setja. Nefna umsvif RÚV á auglýsingamarkaði, áfengisauglýsingar og vilja ekki frekari álögur á ríkissjóð.

Hríðarveður á Norður- og Austurlandi

Það verður áfram norðanhríðarveður á Norður- og Austurlandi fram yfir hádegi en svo mun smám saman draga úr vindi og rofa til, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Brestur í blokkinni?

Ólíkir hagsmunir félagsmanna gætu gert verkalýðsfélögum í samfloti erfitt að klára kjaraviðræður saman. Fleiri félög gætu þó bæst í hópinn. Ráðherrahópur fundar um breytingar á skattkerfi í dag. Úrslitastund gæti runnið upp á fimmtudag

Framtíð Víkurgarðs ræðst í dag

Næstu skref í málefnum Víkurgarðs ráðast í dag, en það er Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra sem tekur ákvörðun um hvort skyndifriðun skuli fram haldið.

Stemmning fyrir verkföllum í mars

Forseti ASÍ segist ekki geta útilokað að undirfélög sambandsins muni boða til verkfalla á næstu vikum, lítist þeim ekki á tillögur stjórnvalda í kjaramálum

Kæra birtingu lánasögu einstaklinga til Persónuverndar

Bankarnir og Creditinfo halda fólki sem orðið hefur gjaldþrota í hengingaról að sögn lögmanns. Dæmi eru um að fólki sé neitað um kreditkort vegna lánasögu sem hann segir Creditinfo nýlega farið að birta.

Tryggvi fær loksins að snúa heim á Hvolsvöll í haust

Tryggvi Ingólfsson sem hefur verið í stofufangelsi á Landspítalanum í að verða eitt ár fær loksins að snúa heim á Hvolsvöll 1. september næatkomandi. Fer hann á dvalar- og hjúkrunarheimilið Kirkjuhvol þar sem hann hefur búið í ellefu ár eftir að hafa dottið af hestbaki og lamast frá hálsi.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Forseti ASÍ segist ekki geta útilokað að undirfélög sambandsins muni boða til verkfalla á næstu vikum, lítist þeim ekki á tillögur stjórnvalda í kjaramálum.

Sjá næstu 50 fréttir