Fleiri fréttir

Kynnir breytingar í skattamálum síðdegis

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur boðað til blaðamannafundar í ráðuneytinu í dag klukkan 17 þar sem hann mun kynna fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um breytingar í skattamálum.

Erfitt fyrir brotaþola að leita til lögreglu og ákæruvalds

Aðeins lítill hluti brota sem eiga sér stað með stafrænu kynferðisofbeldi rata inn á borð lögreglu og ákæruvalds. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari segir þolendur veigra sér við að leita til lögreglu svo myndefnið fái ekki frekari dreifingu og skoðun.

Allir keyri á áttatíu vegna ástands vega

Framkvæmdastjóri Olíudreifingar vill að hámarkshraði allra ökutækja verði færður niður í 80 kílómetra á klukkustund á þjóðvegum landsins. Hann segir aðstæður vega ekki leyfa þungaflutninga á meiri hraða.

Búist við að stjórnvöld sýni á spilin í dag

Stjórnvöld munu funda með aðilum vinnumarkaðarins í dag þar sem búist er við að þau muni kynna aðgerðir sem stjórnvöld eru reiðubúin að grípa til til að liðka fyrir gerð kjarasamninga.

Warner og Universal hafna fullyrðingum Jóhanns Helgasonar í LA

Lögmenn lögmannsstofunnar Loeb & Loeb í Bandaríkjunum, sem gætir hagsmuna fjögurra fyrirtækja sem stefnt er í höfundarréttarmáli Jóhanns Helgasonar, hafa skilað sinni fyrstu greinargerð í málinu til alríkisdómstólsins í Los Angeles.

Hafna uppbyggingu á Granda

Skipulagsfulltrúi hafnar breytingum á deiliskipulagi sem gera myndu kleift að byggja yfir 40 þúsund fermetra atvinnuhúsnæði aftan við gömlu verbúðirnar á Grandagarði. Finnur fyrir þrýstingi á breytingar.

Heilsugæslan ekki nútímafólki bjóðandi

Formaður Félags heilsugæslulækna segir heilsugæslu á sumum svæðum úti á landi ekki nútímafólki bjóðandi. Verið sé að stoppa í göt með afleysingum og skortur sé á læknum. Fjölga þarf læknum um 100 prósent á næstu árum

Sækja tjón sitt vegna friðunar

Minjastofnun dró í gær til baka tillögu sína um að stækka friðlýst svæði í Víkurgarði. Framkvæmdaaðili á Landsímareitnum telur sig þó hafa orðið fyrir tjóni og hyggst leita réttar síns. Óvissu létt segir Dagur B.

Forskoða ferðamenn

Ferðamenn á leið til Íslands utan Schengen-svæðisins munu þurfa að fylla út sérstakt eyðublað áður en þeir koma til landsins, svokallaða ETIAS-forskráningu.

Dalakaffi víkur

Kaffihúsið Dalakaffi við upphaf gönguleiðar í Reykjadal inn af Hveragerði verður að víkja af staðnum.

Segir að stokka þurfi upp menntakerfið

Innflytjandi og móðir tveggja barna í grunnskóla segir að breyta þurfi skólakerfinu og halda betur utan um tungumálakennslu barna sem tala fleiri en eitt tungumál. Leggja þurfi áherslu á íslenskukennslu í öllum greinum.

„Brotaþolar í svona málum eru líka fullorðið fólk“

Ísland er ekki samanburðarhæft þegar kemur að löggjöf og vernd gegn starfrænu kynferðisofbeldi segir lögfræðingur og doktorsnemi. Rannsókn hennar sýnir að ákall sé innan úr kerfinu að taka málaflokkinn föstum tökum, bæta verkferla og endurskoða meðal annars ákvæði hegningarlaga um friðhelgi einkalífsins.

Segir ekki ástæðu til að endurskoða aðild Íslands að Schengen

Starfsmönnum sem sinna verkefnum tengdum Schengen-samstarfinu hefur ekki fjölgað í takt við fjölgun verkefna á undanförnum árum samkvæmt nýrri skýrslu. Leggja þarf mat á það til framtíðar hvernig Ísland hyggst beita sér innan Schengen en dómsmálaráðherra segir ekki ástæðu til að endurskoða aðild Íslands að samstarfinu.

Mál Rúmena sé eitt það umfangsmesta á íslenskum vinnumarkaði

Framkvæmdastjóri Eflingar segir stærsta hluta máls rúmenskra verkamanna snúa að því að sanna að þeir hafi verið beittir nauðung, með því að sýna fram á að þeir hafa verið algjörlega uppá atvinnurekenda komnir, bæði hvað varðar laun og húsnæði. Svo umfangsmikil mál séu fátíð á íslenskum vinnumarkaði.

Creditinfo birti ekki lánasögu einstaklinga

Lögmaður Creditinfo segir það heyra til algjörra undantekninga að kerfi fyrirtækisins birti fyrndar kröfur. Þegar svo sé beri lánveitendur ábyrgð en það hafi verið staðfest í útskurði Persónuverndar frá árinu 2017.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir stærsta hluta máls rúmenskra verkamannanna snúa að því að sanna að þeir hafi verið beittir nauðung, með því að sýna fram á að þeir hafa verið algjörlega uppá atvinnurekenda komnir, bæði hvað varðar laun og húsnæði.

„Treystum því að ráðherra muni fara að lögum“

Það mun hafa í för með sér verulegt fjárhagslegt tjón sem sótt verður af fullum þunga í ríkissjóð ef ráðherra staðfestir skyndifriðun Víkurgarðs að sögn framkvæmdastjóra Lindarvatns, sem vinnur að byggingu hótels á Landsímareitnum. Ákvörðun ráðherra mun liggja fyrir síðar í dag.

Sjá næstu 50 fréttir