Fleiri fréttir

Bjarni og Guðlaugur ræða sendiherrakapal á morgun

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra munu á morgun mæta á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna sendiherrakapals sem var til umræðu.

Leggja til að braggamálinu verði vísað áfram í dag

Fulltrúi Flokks fólksins er ekki bjartsýn á að tillaga hennar og fulltrúa Miðflokksins um að vísa braggamálinu til þar til bærra yfirvalda verði samþykkt í borgarstjórn í dag. Oddviti Pírata í borginni segir rangfærslur af ýmsum toga hafa komið fram í málflutningi þessar fulltrúa. Borgarstjóri segir að ef eitthvað saknæmt hefði farið fram hefði Innri endurskoðun vísað málinu áfram.

500 milljóna endurbætur

Kostnaður vegna endurbóta Faxaflóahafna á Bakkaskemmu við Grandagarð 16, sem nú hýsir Granda mathöll á neðri hæð, nam ríflega 509 milljónum króna, 67 milljónir umfram áætlun.

Hundruð milljarða safnist á tíu árum

Verði auðlindasjóður stofnaður utan um arðgreiðslur Landsvirkjunar geta safnast í hann tæplega 400 milljarðar króna á tíu árum, samkvæmt nýrri skýrslu.

Fyrirlestur um þá sem hirtu herflutningana

Í fyrsta erindi vormisseris í röð fyrirlestra, sem Sagnfræðingafélag Íslands skipuleggur í samvinnu við Þjóðminjasafnið, mun Arnór Gunnar Gunnarsson sagnfræðingur flytja fyrirlestur um Rainbow Navigation-málið fyrir bandarískum dómstólum 1985-1991.

Stormur og snjókoma í kortunum

Það er útlit fyrir hvassa norðaustan átt á norðanverðu landinu í dag með snjókomu og gæti jafnvel orðið stormur á Vestfjörðum fram yfir hádegi að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Hótaði lögreglu lífláti og kynferðislegu ofbeldi

Karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn valdstjórninni. Honum var gefið að sök að hafa hótað lögreglumönnum eftir að hafa verið handtekinn í Vestmannaeyjum febrúar á síðasta ári.

Áfram kyrrsett

Dornier-skrúfuþota flugfélagsins Ernis sætti enn kyrrsetningu í gær. Vika er síðan vélin var kyrrsett af Isavia vegna skulda.

Störukeppni er til lítils

Hugsanlegt að fjögur stéttarfélög slíti kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins ef árangur næst ekki á samningafundi hjá ríkissáttasemjara í fyrramálið.

Brýnt að bæta skólphreinsun að mati Umhverfisstofnunar

Afar mikilvægt er að bæta skólphreinsun hér á landi að mati Umhverfisstofnunar til að koma í veg fyrir frekari plastmengun. Í nýlegum rannsóknum fannst plast í sjö af hverjum tíu fýlum og allt að helmingi kræklings.

Þingmenn búa sig undir umræður um veggjöld

Samgönguáætlun, sala ríkisbankanna og átök á vinnumarkaði eru líkleg til að verða stærstu mál Alþingis á næstu vikum. Þrír þingmenn eru enn í leyfi frá þingstörfum vegna hneykslismála.

VR hótar viðræðuslitum og aðgerðum

Formaður VR segir að ef ekki verði einhver árangur í viðræðum við Samtök atvinnulífsins við sáttasemjara á miðvikudaginn sé ekki ólíklegt að viðræðunum verði slitið.

Fréttir Stöðvar 2 í beinni

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 segjum við frá morðinu á borgarstjóra pólsku borgarinnar Gdansk, Pawel Adamowicz, en hann lést af sárum sínum eftir að hafa verið stunginn í hjartað og kviðinn á góðgerðarhátíð í borginni í gærkvöldi.

Afhentu undirskriftir gegn R-leið um Reykhólahrepp

Sveitarstjóra Reykhólahrepps var í morgun afhentur undirskriftalisti 95 einstaklinga þar sem mótmælt er að svokölluð R-leið verði valin fyrir framtíðarvegstæði Vestfjarðavegar. Aðstandendur undirskriftanna telja að meirihluti íbúa hreppsins sé andvígur R-leiðinni.

Moka jarðvegi yfir eldinn á Álfsnesi

Töluverður eldur logar nú á urðunarstaðnum á Álfsnesi en eldurinn blossaði upp í morgun eftir að hann hafði kraumað í dekkjakurli um helgina.

Snjókoma og versnandi skyggni

Það munu skil nálgast landið úr suðvestri í dag með vaxandi suðaustan átt, snjókomu og versnandi skyggni að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Sjá næstu 50 fréttir