Fleiri fréttir

Nú má heita Oktavías, George og Amon en ekki Carlsberg

Karlmannsnöfnin George, Oktavías og Amon eru meðal þeirra nafna sem Mannanafnanefnd hefur samþykkt sem eiginnöfn og verða þau færð á mannanafnaskrá. Millinöfnin Carlsberg og Lauritz hlutu ekki náð fyrir augum nefndarinnar.

Virkja krabbameinsáætlun í fyrsta sinn

Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, segir nýsamþykkta krabbameinsáætlun tímamótaplagg enda í fyrsta sinn sem slík áætlun er virkjuð hér á landi. Hún vonast til að stjórnvöld dragi ekki lappirnar í úrvinnslu hennar.

600 milljónir skornar af vegafé Vestfjarða

Niðurskurðurinn er skýrður með því að enn ríki óvissa um hvort og hvenær Reykhólahreppur veiti framkvæmdaleyfi fyrir því að hefjast handa við vegagerð.

Dvaldi sjálfviljugur í fangelsi á Íslandi í tvær vikur

Hollenskur sérfræðingur sem bjó meðal fanga á Íslandi í alls tvær vikur segir óvenju jákvætt andrúmsloft ríkja í opnu fangelsunum að Sogni og á Kvíabryggju. Hann segir samskipti fanga og fangavarða hér á landi einkennast af meiri virðingu en hann hafi kynnst í öðrum löndum.

Braut ekki lög þegar gögn um uppreist æru voru afhent

Dómsmálaráðuneytið braut ekki persónuverndarlög þegar það afhenti fréttamönnum gögn og upplýsingar um þá sem hlotið höfðu uppreist æru frá árinu 1995 til haustsins 2017. Þetta er niðurstaða Persónuverndar.

Unglingar nota vinasmáforrit til stefnumóta

Smáforrit sem hugsað er sem vettvangur fyrir börn á aldrinum 13 - 17 ára til að eignast vini líkist helst stefnumótaforritum eins og Tinder. Móðir sem skráði sig inn sem 14 ára stúlka fékk skilaboð þar sem óskað var eftir myndum af henni fáklæddri.

Sambýliskona meints höfuðpaurs fær ekki bílinn

Lögreglan þarf ekki að aflétta haldi á bifreið sambýliskonu mannsins sem talinn er vera höfuðpaurinn í Euro Market málinu svokallaða. Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms þess efnis í gær.

Óttast að kröfur um merkingar á rafrettuvökva villi um fyrir neytendum

Ætlast er til þess að umbúðir áfyllinga í rafrettur verði allar merktar með viðvörun um innihald nikótíns, hvort sem vökvinn innihaldi nikótín eða ekki, samkvæmt reglugerð sem ráðherra hefur kynnt til umsagnar. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir málið furðulegt og villandi fyrir neytendur.

Sjúkrahótelið afhent í dag

Framkvæmdum er lokið við sjúkrahótel Nýs Landspítala við Hringbraut og klukkan 14 í dag hófst athöfn við hótelið þar sem það er afhent með formlegum hætti.

Maður lést við störf í Vaðla­heiðar­göngum

Karlmaður á sjötugsaldri lést í Vaðlaheiðargöngum í gær. Maðurinn sem er málari var að vinna í tæknirými í göngunum þegar hann féll frá. Hann fannst á fjórða tímanum í gær.

Bæjarstjórn ályktar um brotthvarf sýslumanns

Kristín Þórðardóttir, sýslumaður á Suðurlandi verður sett tímabundið sem sýslumaður í Vestmannaeyjum á morgun. Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir ekkert samráð hafa verið haft við bæjaryfirvöld um breytingarnar og gera hefði mátt aðrar ráðstafanir.

Krefst ekki fangelsis yfir lögreglumanni

Héraðssaksóknari fer ekki fram á fangelsisrefsingu yfir lögreglumanni sem ákærður er fyrir brot í starfi og líkamsmeiðingar af gáleysi, en maður sem hann handtók við Búlluna í Kópavogi vorið 2017 tvífótbrotnaði í aðgerðinni.

Funda á morgun vegna Klaustursmálsins

Þau Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, og Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, munu funda á morgun vegna Klaustursmálsins en þau voru kjörin nýir varaforsetar Alþingis í liðinni til að fjalla um málið og hvaða farveg það mun fara í.

Engin for­dæmi fyrir pálma­trés­byggingu á Ís­landi

Ingólfur Guðnason, brautarstjóri í Landbúnaðarháskóla Íslands, segir að listaverkið Pálmatré, sem reisa á í nýrri Vogabyggð í austurhluta Reykjavíkur, sé flókið. Ekkert útiloki þó að það sé mögulegt.

Þráir að komast heim á Hvolsvöll

Stuðningshópur Tryggva Ingólfssonar á Hvolsvelli hefur sett á laggirnar undirskriftalista þar sem skorað er á sveitarstjóra Rangárþings eystra og ráðherra heilbrigðisráðuneytis að finna lausn á búsetuúrræðum fyrir Tryggva.

Frost um og yfir 20 stigum

Það verður áfram kalt í veðri í dag og ákveðin norðanátt á landinu að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Ráðherra vill hraða borgarlínu

"Brýnt er að hraða uppbyggingu borgarlínu í ljósi mikillar uppbyggingar íbúða á höfuðborgarsvæðinu sem og vaxtarsvæðum“

Laun miðuð við eiganda lögfræðistofu

Í umræðu um hvert tímakaup fulltrúa starfskjaranefndar Orkuveitu Reykjavíkur ætti að vera var miðað við útselt tímakaup eiganda lögfræðistofu

Verja hálfum milljarði í list á Landspítalanum

Áætlanir gera ráð fyrir að ríflega 544 milljónum verði varið í listaverk á Nýja Landspítalanum. Ber að setja minnst 1% af heildarbyggingarkostnaði nýbygginga ríkisins í listaverk. Veggklæðning nýja sjúkrahótelsins telst listaverk.

Gætu ræktað 250 hektara fyrir pálmatrén

Hægt er að gróðursetja nýjan 250 hektara útivistarskóg fyrir þær 135 milljónir sem talið er að kosti að setja niður tvö pálmatré í nýrri Vogabyggð í Reykjavík.

Stunguáverkar sjaldgæfari hér á landi en í löndunum í kring

Á tímabilinu 2000-2015 voru 73 einstaklingar lagðir inn á sjúkrahús með alvarlega stunguáverka. Ekki varð marktæk fjölgun á tímabilinu. Af þeim létu þrír lífið innan 30 daga. Fimmtán létust hins vegar á tímabilinu af völdum stunguáverka áður en þeir komust á sjúkrahús. Þetta kemur fram í nýrri íslenskri rannsókn.

Sjá næstu 50 fréttir