Fleiri fréttir

Framhaldið hjá SGS skýrist eftir helgi

Samninganefnd SGS, sem samansett er af formönnum þeirra sextán félaga sem eru í samflotinu, kom saman til fundar í gær til að fara yfir stöðuna.

Spyr hvort útfærsla veggjalda standist lög

Þingmenn Viðreisnar vilja fá úr því skorið hvort útfærsla á veggjöldum þar sem framkvæmdir yrðu fjármagnaðar með lánum standist lög um opinber fjármál.

Sandreyður og hnúfubakur þola líklega sjálfbærar veiðar

Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun segir að talningar á hvölum bendi til þess að bæði sandreyður og hnúfubakur séu hvalategundir sem þoli sjálfbærar veiðar. Hins vegar sé aðeins hægt að taka afstöðu til hvort skynsamlegt sé að veiða þessar tegundir að lokinni viðamikilli úttekt á stofnum.

Heimtur úr helju og á leið til Súðavíkur

Í vikunni varð óvenjuleg fjölskyldusameining í Leifsstöð þegar Murtada Al-Saedi frá Írak fékk að sjá eiginkonu sína og fimm börn í fyrsta sinn í þrjú ár. Þau héldu öll að hann væri látinn. Móðir og börn fengu hæli hér á landi fyrir ári og varð verulega brugðið þegar þau fengu óvænt myndsímtal og á skjánum birtist fjölskyldufaðirinn.

Fréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Í vikunni varð fjölskyldusameining í Leifsstöð þegar Murtada Al-Saedi fékk að sjá eiginkonu sína og fimm börn í fyrsta sinn í þrjú ár. Þau héldu öll að hann væri látinn.

Allt flóttafólk fær sömu móttökur við komuna til Íslands

Félagsmálaráðuneytið mun strax hefja undirbúning að innleiðingu samræmdrar móttöku flóttafólks. Meðal annars verður auglýst eftir sveitarfélögum sem vilja taka að sér móttöku flóttafólks og gera við þau samninga þar að lútandi.

Litlar breytingar á fylgi flokka

Sjálfstæðisflokkurinn mældist með stuðning 22,2% landsmanna í nýrri könnun MMR sem framkvæmd var dagana 4. til 14. janúar.

Líklegt að fleiri hvalastofnar þoli sjálfbærar veiðar

Hvölum hefur fjölgað mikið við Ísland undanfarna áratugi. Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun segir að frekari mælingar séu nauðsynlegar til að taka afstöðu til þess hvort forsvaranlegt sé að veiða fleiri hvalategundir eins og mælt er með í nýrri skýrslu.

Vilja göngubrú eða undirgöng vegna öryggis nemenda

Skólaráð Glerárskóla á Akureyri og hverfisnefnd Holta- og Hlíðahverfis á Akureyri hefur óskað eftir því að ráðist verði í framkvæmdir til þess að auka öryggi nemanda á leið í skólann.

Þörf fyrir fræðslu um svefn í skólum

Skortur er á fræðslu um svefn meðal barna og ungmenna og hvaða afleiðingar það hefur að sofa ekki nægilega mikið. Börn og ungmenni þurfa að læra að þekkja eigin líkama og tilfinningar og átta sig á þeirri vanlíðan sem fylgir því að fá ekki fullnægjandi svefn.

Breyting á klukku myndi bæta svefninn

Svefn er gríðarlega mikilvægur og okkur lífsnauð-synlegur. Mikil endurnýjun á sér stað í líkamanum á meðan svefn stendur yfir. Íslendingar virðast sofa minna en aðrar þjóðir og telja sérfræðingar að hægt sé að leiðrétta slíkt meðal annars með breytingu á klukkunni. Oft gætir misskilnings um málið.

„Þar sátu litlir karlar sem hötuðust út í konur“

„Ólaf­ur Ísleifs­son og Karl Gauti Hjalta­son áttu aðeins eitt er­indi á Klaust­ur Bar þetta kvöld og vissu mætavel hvað til stóð. Þeir voru að svíkja flokk­inn sem kom þeim á þing,“ skrif­ar Inga Sæ­land, formaður Flokks fólks­ins í aðsendri grein í Morg­un­blaðinu í dag.

Segir gassagang þýðingarlausan

Á þriðja samningafundi SA og VR, Eflingar og VLFA í gær var farið yfir það svigrúm sem SA telja að sé til launahækkana og kostnaðarmat á kröfugerð verkalýðsfélaganna.

Hugnast ekki hugmyndir um færri yfirvinnutíma

Samtök atvinnulífsins hafa lagt spilin á borðið og greint frá mögulegu svigrúmi til launahækkana að sögn formanns VR. Hækkunin mæti þó ekki kröfum VR, Eflingar og Verkalýðsfélags Akraness og þyrfti ríkið að stíga inn í til þess að brúa bilið. Fundað var í kjaradeilunni hjá ríkissáttasemjara í dag.

Myndbirtingar af börnum úr hófi fram

Forstjóri persónuverndar segir að myndbirtingar íslenskra foreldra af börnum sínum á samfélagsmiðlum séu komnar úr hófi fram. Þetta sé mikiðáhyggjuefni enda geti myndbirtingar haft mikil áhrif á barniðí framtíðinni.

Yfirlögregluþjónn keypti vændi

Fyrrverandi yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi var í nóvember dæmdur til að greiða 100 þúsund króna sekt fyrir að hafa keypt vændi.

Hvalveiðar draga ekki úr ferðum útlendinga og hafa ekki slæm áhrif á efnahagslífið

Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki er að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Lagt er til að sett verði lög eða reglur um hvalaskoðun sem geti haft áhrif á hegðun hvala og truflað þá í fæðuleit.

Sjá næstu 50 fréttir