Fleiri fréttir

Alvarlegt ástand á Landspítalanum

Alvarlegt ástand skapaðist á Landspítalanum í síðustu viku og fór nýting rúma á bráðalegudeild upp í 117 prósent. Læknaráð bendir á að partur af vandanum sé vegna lakrar þjónustu við aldraða.

Treystir Önnu Kolbrúnu til að sitja áfram í velferðarnefnd

Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins segir að Anna Kolbrún Árnadóttir þingmaður Miðflokksins njóti trausts flokksins til að sitja áfram í velferðarnefnd Alþingis þrátt fyrir að hópur fræðimanna hafi ákveðið að sniðganga nefndina vegna Önnu.

Segir atvinnurekendur tortryggja veikindarétt starfsfólks

Færst hefur í aukana að atvinnurekendur boði starfsfólk sitt í skoðun hjá trúnaðarlækni án þess að það óski þess sjálft. Lögfræðingur ASÍ telur þetta leið til að tortryggja veikindaréttinn og segir þetta með öllu óheimilt.

Vegtollar og aukin vegagerð á hraðferð í gegnum Alþingi

Veggjöld verða tekin upp á stofnbrautum út frá Reykjavík og í jarðgöngum landsins, og framkvæmdir í samgöngumálum stórauknar, samkvæmt breytingartillögu við samgönguáætlun, sem gæti hlotið samþykki Alþingis fyrir lok vikunnar.

Umferðin óvenju þung á höfuðborgarsvæðinu

Mikill umferðarþungi var nú síðdegis á höfuðborgarsvæðinu og þá sér í lagi á Kringlumýrarbraut, Hringbraut, Miklubraut og Suðurgötu en harður þriggja bíla árekstur varð á Kringlumýrarbraut við Bústaðaveg á fimmta tímanum í dag.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Breytingartillögur við Samgönguáætlun skoðaðar sem gerir ráð fyrir að veggjöld verði tekin upp á öllum stofnbrautum út frá Reykjavík og í öllum jarðgöngum landsins. Breytingartillagan gæti verið samþykkt á Alþingi í lok vikunnar.

Veggjöld í breyttri samgönguáætlun

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og áheyrnarfulltrúi í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, gagnrýnir að veggjöldum sé troðið í gegnum þingið á síðustu dögum haustþings, eins og hann kemst að orði.

Hvetja foreldra til að sækja börnin sín

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetja foreldra og forráðamenn yngri barna til að sækja börn i frístunda- og/eða íþróttastarf eftir klukkan 16 í dag, mánudag, sökum veðurs.

Þingnefndir geti reitt sig á faglega ráðgjöf og umsögn

Forseti Alþingis segir brýnt að þingið geti reitt sig á ráðgjöf og umsögn frá faglegum gestum nefnda. Fræðimenn sem sniðganga velferðarnefnd þingsins hafa veitt umsögn um mál sem var á dagskrá nefndarinnar í morgun.

Íbúar á Akureyri hugi að niðurföllum

Versnandi veður í kortunum með lægð sem gengur inn á landið. Búist er við því að veðrið verði verst hér á suðvesturhorninu og nái hámarki um kvöldmatarleitið.

Telur milljónir geta sparast á útboði raforku

A-hluti borgarinnar keypti raforku fyrir 665 milljónir í fyrra. Viðskiptin eru ekki útboðsskyld og því ekki boðin út. Oddviti Sjálfstæðisflokksins telur borgina ekki hvetja til samkeppni á orkumarkaði.

Íbúar á Hrafnistu eru of veikir fyrir sundlaug

Óskað er samstarfs við Hafnarfjarðarbæ um rekstur á sundlauginni á Hrafnistu í Hraunvangi. Forstjórinn segir íbúa hjúkrunarheimilisins verða æ veikari og fáa geta nýtt laugina.

Skerðing vegna búsetu leiðrétt

Velferðarnefnd ræddi í síðustu viku mál einstaklinga sem hafa fengið skertar lífeyrisgreiðslur vegna fyrri búsetu erlendis.

Viðskiptavinir hafa forgang á bílastæði við Smáralind

Starfsfólki Smáralindarinnar hefur verið gert að leggja bílum sínum á sérstöku starfsmannabílastæði fyrir jólin. Bílastæðið er ómalbikað og er í um 100 metra fjarlægð frá húsinu. Framkvæmdastjóri Smáralindarinnar segir að svona hafi verið staðið að málum frá opnun verslunarmiðstöðvarinnar.

Fleiri konur út af vinnumarkaði í ár

Einn af hverjum fimm sem leitar til heimilislæknis gerir það vegna andlegrar vanlíðunar eða kulnunar í starfi. Einn stærsti hópurinn sem sækir um í sjúkrasjóði VR vegna geðraskana eru konur á aldrinum 35 til 44 ára,

Líf vísar „lygaspuna“ um heimsókn sína á Klaustur til föðurhúsanna

Líf Magneudóttir, oddviti VG í borgarstjórn, segir að tilraunir til þess að reyna að tengja hana og Gunnlaug Braga Björnsson, varaborgarfulltrúa Viðreisnar, við setu á barnum Klaustri með þingmönnum Miðflokksins sem þar sátu á dögunum að sumbli og ræddu frjálslega um aðra þingmenn og þjóðþekkta einstaklinga sé "lygaspuni frá óvildarmönnum“.

Sjá næstu 50 fréttir