Fleiri fréttir

Bára gæti fengið háa sekt

Fjórir Þingmenn Miðflokksins hafa farið fram á að Persónuvernd rannsaki meint brot þeirra sem stóðu að upptökunni á Klausturbarnum og beiti stjórnvaldssektum gagnvart hinum brotlega.

Vill ekki svara því hvort Ágúst Ólafur eigi að segja af sér

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, vill ekki tjá sig um þann mun á sem er á yfirlýsingum Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns flokksins, og Báru Huldar Beck, blaðamanns á Kjarnanum, á því hvað gerðist á skrifstofu Kjarnans þann 20. júní síðastliðinn.

Dýpri lægð en spár gerðu ráð fyrir og tvær aðrar á leiðinni

Lægðin sem nú gengur yfir vestanvert landið með tilheyrandi hvassviðri og stormi varð dýpri en spár gerðu ráð fyrir í gær. Reikningar fyrir lægðina breyttust í nótt að sögn Teits Arasonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands, og er því hvassara núna heldur en búist var við.

Nýjar íbúðir minni og dýrari

Aukinn kraftur í hækkun ásetts verðs á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu undanfarna tólf mánuði skýrist fyrst og fremst af verðþróun nýbygginga.

Dæmdur til að sæta meðferð

Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir tveimur vikum dæmdur til að sæta viðeigandi meðferð á geðdeild.

Telja langreyðarveiðar Hvals ekki standast dýravelferðarlög

Náttúruverndarsamtök Íslands telja sannanir fyrir því að veiðar Hvals hf. á langreyði árið 2018 uppfylli ekki lög um dýravelferð. Fjöldi dýra hafi ekki drepist við fyrsta skot og hafi því dauðastríðið verið óþarflega langt.

Heildarstefnu vantar í geðheilbrigðismálum

Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir óvissuástand ríkja í geðheilbrigðismálum því bæði ríki og sveitarfélög haldi að sér höndum í þjónustu við málaflokkinn. Heildarstefnu vanti og togstreitan geti hreinlega valdið mannréttindabrotum.

Alvarlegt ástand á Landspítalanum

Alvarlegt ástand skapaðist á Landspítalanum í síðustu viku og fór nýting rúma á bráðalegudeild upp í 117 prósent. Læknaráð bendir á að partur af vandanum sé vegna lakrar þjónustu við aldraða.

Treystir Önnu Kolbrúnu til að sitja áfram í velferðarnefnd

Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins segir að Anna Kolbrún Árnadóttir þingmaður Miðflokksins njóti trausts flokksins til að sitja áfram í velferðarnefnd Alþingis þrátt fyrir að hópur fræðimanna hafi ákveðið að sniðganga nefndina vegna Önnu.

Segir atvinnurekendur tortryggja veikindarétt starfsfólks

Færst hefur í aukana að atvinnurekendur boði starfsfólk sitt í skoðun hjá trúnaðarlækni án þess að það óski þess sjálft. Lögfræðingur ASÍ telur þetta leið til að tortryggja veikindaréttinn og segir þetta með öllu óheimilt.

Vegtollar og aukin vegagerð á hraðferð í gegnum Alþingi

Veggjöld verða tekin upp á stofnbrautum út frá Reykjavík og í jarðgöngum landsins, og framkvæmdir í samgöngumálum stórauknar, samkvæmt breytingartillögu við samgönguáætlun, sem gæti hlotið samþykki Alþingis fyrir lok vikunnar.

Umferðin óvenju þung á höfuðborgarsvæðinu

Mikill umferðarþungi var nú síðdegis á höfuðborgarsvæðinu og þá sér í lagi á Kringlumýrarbraut, Hringbraut, Miklubraut og Suðurgötu en harður þriggja bíla árekstur varð á Kringlumýrarbraut við Bústaðaveg á fimmta tímanum í dag.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Breytingartillögur við Samgönguáætlun skoðaðar sem gerir ráð fyrir að veggjöld verði tekin upp á öllum stofnbrautum út frá Reykjavík og í öllum jarðgöngum landsins. Breytingartillagan gæti verið samþykkt á Alþingi í lok vikunnar.

Veggjöld í breyttri samgönguáætlun

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og áheyrnarfulltrúi í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, gagnrýnir að veggjöldum sé troðið í gegnum þingið á síðustu dögum haustþings, eins og hann kemst að orði.

Hvetja foreldra til að sækja börnin sín

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetja foreldra og forráðamenn yngri barna til að sækja börn i frístunda- og/eða íþróttastarf eftir klukkan 16 í dag, mánudag, sökum veðurs.

Þingnefndir geti reitt sig á faglega ráðgjöf og umsögn

Forseti Alþingis segir brýnt að þingið geti reitt sig á ráðgjöf og umsögn frá faglegum gestum nefnda. Fræðimenn sem sniðganga velferðarnefnd þingsins hafa veitt umsögn um mál sem var á dagskrá nefndarinnar í morgun.

Íbúar á Akureyri hugi að niðurföllum

Versnandi veður í kortunum með lægð sem gengur inn á landið. Búist er við því að veðrið verði verst hér á suðvesturhorninu og nái hámarki um kvöldmatarleitið.

Sjá næstu 50 fréttir