Fleiri fréttir

Vann 30 milljónir í Happdrætti HÍ

Annar heppinn miðaeigandi fékk 5 milljónir króna í aðalútdrættinum, fimm heppnir miðaeigendur fengu eina milljón hver og níu 500 þúsund króna í vinning.

Segja löngu tímabært að gera sögu hinsegin fólks betri skil

Þótt fátt bendi til annars en að hommar, lesbíur, trans og annað hinseginfólk hafi búið á Íslandi allt frá landnámi er lítið er vitað um sögu hinsegin fólks á Íslandi fyrir árið 1950. Í tilefni af stórafmæli samtakanna 78' á næsta ári hefur regnbogaþráðurinn, vegvísir um sögu hinsegin fólks, verið fléttaður saman við grunnsýningu Þjóðminjasafnsins.

Göngin borgi sig upp á 28 árum

Vaðlaheiðargöng verða formlega opnuð þann 12. janúar næstkomandi, rúmlega tveimur árum á eftir áætlun. Vonir standa til að hægt verði að hleypa umferð í gegn fyrir áramót.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í fréttatímanum heyrum við í formanni Samfylkingarinnar sem segir ekki tímabært að kveða upp úr um framtíð Ágústs Ólafs Ágústssonar innan þingflokks Samfylkingarinnar, eftir að kona sem hann áreitti lýsti atburðum með öðrum hætti en þingmaðurinn.

Dæmdur fyrir nauðgun á gólfinu á Hressó

Hemn Rasul Hamd, ríkisborgari með óþekktan dvalarstað, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga konu á salerni á veitingastaðnum Hressó í Austurstrætí í febrúar fyrir tæpum þremur árum.

Alvarlegt mál að ríki afneiti loftslagsvísindum

Umhverfisráðherra Íslands segir mikilvægt að þjóðir heims sýni samstöðu og festu þrátt fyrir að olíuframleiðsluríki eins og Bandaríkin og Sádar setji strik í reikninginn.

Bára gæti fengið háa sekt

Fjórir Þingmenn Miðflokksins hafa farið fram á að Persónuvernd rannsaki meint brot þeirra sem stóðu að upptökunni á Klausturbarnum og beiti stjórnvaldssektum gagnvart hinum brotlega.

Vill ekki svara því hvort Ágúst Ólafur eigi að segja af sér

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, vill ekki tjá sig um þann mun á sem er á yfirlýsingum Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns flokksins, og Báru Huldar Beck, blaðamanns á Kjarnanum, á því hvað gerðist á skrifstofu Kjarnans þann 20. júní síðastliðinn.

Dýpri lægð en spár gerðu ráð fyrir og tvær aðrar á leiðinni

Lægðin sem nú gengur yfir vestanvert landið með tilheyrandi hvassviðri og stormi varð dýpri en spár gerðu ráð fyrir í gær. Reikningar fyrir lægðina breyttust í nótt að sögn Teits Arasonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands, og er því hvassara núna heldur en búist var við.

Nýjar íbúðir minni og dýrari

Aukinn kraftur í hækkun ásetts verðs á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu undanfarna tólf mánuði skýrist fyrst og fremst af verðþróun nýbygginga.

Dæmdur til að sæta meðferð

Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir tveimur vikum dæmdur til að sæta viðeigandi meðferð á geðdeild.

Telja langreyðarveiðar Hvals ekki standast dýravelferðarlög

Náttúruverndarsamtök Íslands telja sannanir fyrir því að veiðar Hvals hf. á langreyði árið 2018 uppfylli ekki lög um dýravelferð. Fjöldi dýra hafi ekki drepist við fyrsta skot og hafi því dauðastríðið verið óþarflega langt.

Heildarstefnu vantar í geðheilbrigðismálum

Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir óvissuástand ríkja í geðheilbrigðismálum því bæði ríki og sveitarfélög haldi að sér höndum í þjónustu við málaflokkinn. Heildarstefnu vanti og togstreitan geti hreinlega valdið mannréttindabrotum.

Alvarlegt ástand á Landspítalanum

Alvarlegt ástand skapaðist á Landspítalanum í síðustu viku og fór nýting rúma á bráðalegudeild upp í 117 prósent. Læknaráð bendir á að partur af vandanum sé vegna lakrar þjónustu við aldraða.

Treystir Önnu Kolbrúnu til að sitja áfram í velferðarnefnd

Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins segir að Anna Kolbrún Árnadóttir þingmaður Miðflokksins njóti trausts flokksins til að sitja áfram í velferðarnefnd Alþingis þrátt fyrir að hópur fræðimanna hafi ákveðið að sniðganga nefndina vegna Önnu.

Segir atvinnurekendur tortryggja veikindarétt starfsfólks

Færst hefur í aukana að atvinnurekendur boði starfsfólk sitt í skoðun hjá trúnaðarlækni án þess að það óski þess sjálft. Lögfræðingur ASÍ telur þetta leið til að tortryggja veikindaréttinn og segir þetta með öllu óheimilt.

Sjá næstu 50 fréttir