Fleiri fréttir

Ungar mæður gera sér litlar vonir um starfsframa

Ungar mæður ílengjast frekar á atvinnuleysisskrá en jafnaldrar þeirra því þær njóta ekki nægilegs stuðnings í samfélaginu. Nauðsynlegt er að rannsaka og skoða starfsþróun ungra mæðra betur.

Fær ekki að yfirgefa landið sjálfviljugur

Flóttamaður hér á landi getur ekki nýtt lagalegan rétt sinn til að yfirgefa landið sjálfviljugur þar sem stjórnvöld eru með vegabréf hans í vörslu sinni. Þess í stað verður hann fluttur úr landi nauðugur á morgun til lands þar sem hann segist vera ofsóttur.

Ungmenni vilja meira umferðaröryggi

"Umferðaröryggi er auðvitað bara málefni sem snertir alla og það er mikilvægt að heyra raddir ungs fólks," segir formaður Ungmennaráðs Grindavíkur

Grunaður um ósæmilega hegðun

Ölvaður maður var handtekinn á veitingahúsi í miðborg Reykjavíkur seint í nótt. Maðurinn er grunaður um ósæmilega hegðun.

Telur könnun SA grímulausan áróður

Forseti ASÍ telur framsetningu könnunar sem Samtök atvinnulífsins sendu frá sér um að uppsögnum fjölgi á vinnumarkaði, vera óábyrga og ekki rétta. Formaður VR segir þetta grímulausan áróður til að reyna að sundra þeim samtakamætti sem myndast hefur innan Verkalýðshreyfingarinnar.

Elsti núlifandi Íslendingurinn 109 ára í dag

Blásið var til afmælis á Hrafnistu í dag þegar elsti núlifandi Íslendingurinn varð 109 ára. Ættingjar hennar þakka göngutúrum háum aldri og því að hún hafi aldrei verið við karlmann kennd.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 heyrum við í forseta ASÍ sem telur framsetningu könnunar sem Samtök atvinnulífsins sendu frá sér um að uppsögnum fjölgi á vinnumarkaði óábyrga og ranga. Formaður VR segir þetta grímulausan áróður til að reyna að sundra þeim samtakamætti sem myndast hefur innan verkalýðshreyfingarinnar.

Mikil óvissa í upphafi með braggann

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að mikil óvissa hafi verið um braggamálið þar sem að um er að ræða minjar. Meira fé var veitt í verkefnið í september fyrir ári síðan en það dugði ekki til.

Yfirvofandi uppsagnir á vinnumarkaði

Samkvæmt könnun Samtaka Atvinnulífsins má eiga von á að tæplega þrjú þúsund manns verði sagt upp á næstu þremur mánuðum, en síðustu 90 daga hefur 3100 starfsmönnum verði sagt upp störfum. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, hefur áhyggjur af þróuninni.

Vandi sem grefur undan öryggi fólks á vinnumarkaði

Efling stendur fyrir fundi um erfiðleika sem verktakar og lausavinnufólk mætir í tengihagkerfinu. Framkvæmdastjóri Eflingar segir að óstöðugleiki slíks hóps sé vaxandi vandi sem nauðsynlegt er að taka á, með tilliti til samninga lausavinnufólks.

Gert við Fjordvik í Keflavík

Gert verður við sementsflutningaskipið Fjordvik í Keflavíkurhöfn, þangað sem skipið var dregið í gær, áður en það verður dregið til frekari viðgerða i þurrkví í Hafnarfirði.

„Þetta er til háborinnar skammar“

"Okkur finnst þetta til mikillar niðurlægingar og þykir þetta mjög leiðinlegt,“ segir Sigurður Friðriksson, eigandi City Car Rental sem leigði út bílinn sem sjá má spæna upp mosann í glæfralegum utanvegaakstri.

Braggablús og hækkun vaxta í Víglínunni

Borgin hefur verið á braggablús undanfarnar vikur þar sem mikið hefur verið rætt um kostnað við endurbyggingu bragga og nokkurra samtengdra húsa frá stríðsárunum við Reykjavíkurflugvöll.

Mun fleiri skrá heimagistingu

Mikil aukning hefur verið á skráningum heimagistingar það sem af er ári. Heimagistingarvaktin sem er starfrækt af Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hefur samþykkt 1.860 skráningar á yfirstandandi ári en skráningarnar voru 1.059 á öllu síðasta ári.

Vilja stuðla að bættum skilum á spilliefnum og raftækjum

Tilraunaverkefnið Spillivagninn hófst formlega í Reykjavík í gær. Vagninn mun ferðast á milli hverfa borgarinnar og taka á móti spilliefnum og raftækjum frá heimilum. Deildarstjóri hjá borginni segir að markmiðið sé að þessum efnum sé

Umhverfisráðherra segir hjól friðlýsingar farin að snúast

Umhverfis- og auðlindaráðherra vonast til að hægt verði að ljúka friðlýsingum á fimm svæðum í verndarflokki rammaáætlunar um mitt næsta ár. Efnahagslegur ávinningur tólf friðlýstra svæða á síðasta ári var 33,5 milljarðar.

Lögreglan læri meira af því liðna segir verjandi

Verjandi í gagnaversmálinu segir lögregluna eiga eftir að læra af Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Hann fékk sjálfur stöðu sakbornings. Saksóknari vísar gagnrýni verjenda á bug og segir þá fara með dylgjur og ósannaðar staðhæfingar.

Forsetinn situr friðarráðstefnu 

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, fer til Frakklands í dag til að taka þátt í alþjóðlegu friðarráðstefnunni Paris Peace Forum í boði Emmanuel Macron Frakklandsforseta.

Niðurfellingin felld niður

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum telja rangt hjá fulltrúum meirihluta Eyjalistans og H-lista að fara að kröfum sveitarstjórnarráðuneytisins og fella niður afslætti á fasteignagjöldum til eldri borgara.

Þingmenn fá símtöl frá Noregi vegna þriðja orkupakkans

Nokkur órói er innan stjórnarflokkanna vegna þriðja orkupakkans. Málið var rætt á sameiginlegum fundi þingflokkanna í Ráðherrabústaðnum í gær. Eðlilegt að málið sé fólki hugleikið segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.

Setti skópar í poka og dró upp hníf

Maður ógnaði starfsmanni verslubar í Kópavogi með hníf eftir að starfsmaðurinn varð vitni að því að maðurinn reyndi að stela skópari.

Banksy persónuleg gjöf og endaði heima í stofu

Breski listamaðurinn Banksy færði Jóni Gnarr, þáverandi borgarstjóra, mynd að gjöf með því skilyrði að hún yrði á skrifstofu borgarstjóra. Strangar reglur gilda um gjafir til kjörinna fulltrúa. Persónuleg gjöf segir Jón.

Sjá næstu 50 fréttir