Fleiri fréttir

Segir borgina í forystu í húsnæðismálum

Borgarstjóri kallar eftir samtali um húsnæðismál í tengslum við kjarasamninga. Hann segir borgina í ótvíræðri forystu í húsnæðismálum og að uppbygging eigi sér stað fyrir alla hópa.

Segir alltof fáar hjáveituaðgerðir gerðar

Hátt í tvö þúsund magahjáveituaðgerðir hafa verið gerðar á Landspítalanum frá aldamótum en þetta er mikilvægt meðferðarúrræði fyrir þá sem glíma við sjúklega offitu.

Guðni heldur til Lettlands

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hélt í dag til Lettlands í opinbera heimsókn sem standa mun dagana 16. til 18. nóvember.

Þingmenn standi við marggefin loforð

Formaður kjarahóps Öryrkjabandalagsins segir tíma til kominn að stjórnmálamenn standi við marggefin loforð um afnám krónu á móti krónu skerðinga.

Opna neyðarskýli fyrir fimmtán unga fíkla

Pláss verður fyrir fimmtán unga vímuefnaneytendur í nýju neyðarskýli sem Reykjavíkurborg hyggst opna á næsta ári. Þá stendur til að opna athvarf fyrir tvígreindar konur með geð- og fíknisjúkdóma.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Nokkrir ráðherrar bresku ríkisstjórnarinnar sögðu af sér í dag eftir að stjórnin samþykkti drög að útgöngusáttmála Bretlands við Evrópusambandið. Ítarlega verður fjallað um stöðuna í breskum stjórnmálum í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Fengu nei við frávísunarkröfu í Bitcoin-málinu

Héraðsdómur Reykjaness hafnaði í dag frávísunarkröfu fimm sakborninga af sjö í bitcoin-málinu svonefnda þar sem sjö karlmenn eru grunaðir um aðild að einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar.

Snorri í Betel fær lægri bætur eftir dóm Hæstaréttar

Hæstiréttur hefur dæmt Snorra Óskarssyni, sem oft er kenndur við hvítasunnusöfnuðinn Betel, 3,5 milljónir króna í skaðabætur vegna ólögmætrar uppsagnar þegar honum var sagt upp störfum sem kennara við Brekkuskóla á Akureyri í júlí 2012.

Bein útsending: Önnur umræða fjárlaga

Önnur umræða fjárlaga hefst á Alþingi klukkan 10:30 í dag. Fjárlaganefnd hefur lokið vinnu sinni við frumvarpið en breytingartillögu og nefndaráliti meirihluta nefndarinnar var dreift á þingi í gær.

Árekstur á Breiðholtsbraut

Árekstur tveggja bíla varð á Breiðholtsbraut við Skógarsel rétt fyrir klukkan átta í morgun.

Skammdegisþunglyndi tengt við erfðir

Árstíðabundið þunglyndi er afbrigði þunglyndis. Á Íslandi er mest rætt um árstíðabundið þunglyndi tengt vetri, kallað skammdegisþunglyndi. Rannsakendur við Johns Hopkins komust að því að skammdegisþunglyndi gæti verið tengt geni sem kallast ZBTB20

Gul viðvörun á landinu í dag og á morgun

Búist er við norðaustanátt í dag, víða 13-18 m/s, og rigningu eða slyddu norðan- og austanlands með snjókomu til fjalla. Þurrt verður á Suður- og Vesturlandi.

Segja þörf á að uppfæra lög um þungunarrof

Frumvarp um þungunarrof er til umræðu í þingflokkum ríkisstjórnarinnar. Þingflokksformenn VG og Framsóknar segja mikilvægt að málið komist til umræðu. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur málið áfram til umfjöllunar.

Strawberries-málið ekki fyrir Hæstarétt

Hæstiréttur mun ekki taka fyrir mál Viðars Márs Friðfinnssonar, fyrrverrandi eiganda kampavínsklúbbsins Strawberries. Óskað var eftir leyfi til þess að skjóta málinu til Hæstaréttar.

Þyrfti fjárveitingu til að rannsaka Geirfinnsmál

Settur saksóknari vekur athygli ríkissaksóknara á ábendingum um afdrif Guðmundar og Geirfinns. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu liggur undir feldi. Lögreglan á Suðurnesjum segir allar ábendingar vel þegnar.

Segir umræðuna um tillögur fjárlaganefndar afvegaleidda

Breytingartillögur ríkisstjórnarinnar til að mæta breyttri hagspá úr 2,9 prósentum í 2,7 prósent breyta ekki þeirri mynd að fjármagn er aukið til helstu málaflokka. Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar telur umræðuna um tillöguna hafa verið afvegaleidda

Íbúar ráði en ekki verktakar

Fulltrúar Samfylkingar og Viðreisnar, sem eru í minnihluta í hafnarstjórn Hafnarfjarðar, sögðust á fundi í gær harma viðsnúning í skipulagsferli hafnarinnar.

Tilraunaverkefni með breska sjúkrasamlaginu

Framleiðendur smáforrits sem auðveldar fólki með sykursýki að skrá blóðsykursmælingar hefur verið boðið að taka þátt í tilraunaverkefni með breska sjúkrasamlaginu.

Yfir helmingur í skuldavanda vegna skyndilána

Ung kona sem sótti nýverið um greiðsluaðlögun safnaði 2,7 milljóna króna skuldum vegna skyndilána á einungis fimm mánuðum. Umboðsmaður skuldara segir þetta vera sorglega algengt og mikið áhyggjuefni en meirihluti þeirra sem hafa leitað til embættisins á árinu hafa gert það vegna skyndilána.

Sjá næstu 50 fréttir