Fleiri fréttir

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Þeir sem hafa lent í vanskilum með smálán ættu að íhuga að kanna sinn rétt að sögn formanns starfshóps sem er að skoða umhverfi smálánafyrirtækja á Íslandi. Hann segir lánin mögulega vera ólögleg. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Íslensk sjálfboðaliðasamtök sýknuð af launakröfu

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag sjálfboðaliðasamtökin Seeds á Íslandi af launakröfu portúgalska doktorsnemans Tiago Quintanihla. Krafan sneri að vangoldnum launum og hljóðaði upp á rúmar tvær milljónir króna.

Sannfærð um íkveikju og ósátt við ákvörðun lögreglu

Andrea Kristín Unnarsdóttir, sem varð fyrir þriðja stigs bruna þegar kveikt var í heimili hennar á Stokkseyri sumarið 2017, segist furða sig á vinnubrögðum lögreglu í málinu. Samkvæmt lögreglunni á Suðurlandi telst málið óupplýst þó að grunur hafi verið uppi um íkveikju.

Vilja kanna skaðabótaskyldu vegna Banksy

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og áheyrnarfulltrúi Miðflokksins lögðu fram tillögu á fundi borgarráðs í gær þess efnis að borgin kanni hvort skaðabótaskyldi hafi skapast þegar Jón Gnarr lét farga listaverki eftir Banksy sem hékk á skrifstofu borgarstjóra þegar Jón gegndi því embætti.

Zúistar fá tugi milljóna frá ríkinu en finnast hvergi

Að óbreyttu fær trúfélagið Zuism rúmar 20 milljónir króna frá ríkinu í formi sóknargjalda á næsta ári. Félagið virðist húsnæðislaust, með takmarkaða starfsemi og ekki næst í forsvarsmenn þess.

Segir börnum mismunað

Tillaga Flokks fólksins um þriðjungs lækkun á verði skólamáltíða var felld á fundi borgarráðs í gær.

Segir borgina í forystu í húsnæðismálum

Borgarstjóri kallar eftir samtali um húsnæðismál í tengslum við kjarasamninga. Hann segir borgina í ótvíræðri forystu í húsnæðismálum og að uppbygging eigi sér stað fyrir alla hópa.

Segir alltof fáar hjáveituaðgerðir gerðar

Hátt í tvö þúsund magahjáveituaðgerðir hafa verið gerðar á Landspítalanum frá aldamótum en þetta er mikilvægt meðferðarúrræði fyrir þá sem glíma við sjúklega offitu.

Guðni heldur til Lettlands

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hélt í dag til Lettlands í opinbera heimsókn sem standa mun dagana 16. til 18. nóvember.

Þingmenn standi við marggefin loforð

Formaður kjarahóps Öryrkjabandalagsins segir tíma til kominn að stjórnmálamenn standi við marggefin loforð um afnám krónu á móti krónu skerðinga.

Opna neyðarskýli fyrir fimmtán unga fíkla

Pláss verður fyrir fimmtán unga vímuefnaneytendur í nýju neyðarskýli sem Reykjavíkurborg hyggst opna á næsta ári. Þá stendur til að opna athvarf fyrir tvígreindar konur með geð- og fíknisjúkdóma.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Nokkrir ráðherrar bresku ríkisstjórnarinnar sögðu af sér í dag eftir að stjórnin samþykkti drög að útgöngusáttmála Bretlands við Evrópusambandið. Ítarlega verður fjallað um stöðuna í breskum stjórnmálum í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Fengu nei við frávísunarkröfu í Bitcoin-málinu

Héraðsdómur Reykjaness hafnaði í dag frávísunarkröfu fimm sakborninga af sjö í bitcoin-málinu svonefnda þar sem sjö karlmenn eru grunaðir um aðild að einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar.

Snorri í Betel fær lægri bætur eftir dóm Hæstaréttar

Hæstiréttur hefur dæmt Snorra Óskarssyni, sem oft er kenndur við hvítasunnusöfnuðinn Betel, 3,5 milljónir króna í skaðabætur vegna ólögmætrar uppsagnar þegar honum var sagt upp störfum sem kennara við Brekkuskóla á Akureyri í júlí 2012.

Bein útsending: Önnur umræða fjárlaga

Önnur umræða fjárlaga hefst á Alþingi klukkan 10:30 í dag. Fjárlaganefnd hefur lokið vinnu sinni við frumvarpið en breytingartillögu og nefndaráliti meirihluta nefndarinnar var dreift á þingi í gær.

Árekstur á Breiðholtsbraut

Árekstur tveggja bíla varð á Breiðholtsbraut við Skógarsel rétt fyrir klukkan átta í morgun.

Sjá næstu 50 fréttir