Fleiri fréttir

Veiðigjöld fækki störfum í Bolungarvík

Bolungarvíkurkaupstaður segir tugi starfa í hættu verði veiðigjöld of íþyngjandi fyrir fyrirtæki í bænum. Deloitte hefur tekið saman stöðu sjávarútvegsfyrirtækja í kjördæminu.

Formaður Lögmannafélagsins: „Hreinlega orða vant að lesa þessi ummæli“

Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands, segir samfélagið þjást af skorti á skilningi á störfum lögmanna. Berglind var viðmælandi Reykjavíkur síðdegis á Bylgjunni þar sem hún ræddi störf lögmanna í kjölfar umræðu um mál sem snýr að ummælum um Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmann í Facebook-hópnum "Karlar gera merkilega hluti.“

Telja fangelsismálayfirvöld brjóta lög

Magnús M. Norðdahl, lögfræðingur ASÍ, segir brotið á mannréttindum fanga því réttarstaða þeirra sem vinnandi einstaklinga sé enginn. ASÍ telur fangelsismálayfirvöld brjóta lög. Fangelsismálastjóri vísar þessum ásökunum á bug.

Sérfræðingar við Hringborð norðurslóða vara heimsbyggðina við

Allir helstu sérfræðingar heims í loftslagsmálum á Hringborði norðursins í Hörpu vara heimsbyggðina við því sem er að gerast á norðurslóðum. Samkvæmt nýlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna gerast loftslagsbreytingarnar hraðar en áður var talið. Mannkynið hafi aðeins rúman áratug til að forða meiriháttar hamförum á jörðinni.

Prime Tours hættir akstri

Skiptastjóra þrotabús Prime Tours ehf. hefur tilkynnt Strætó að öllum akstri á vegum þrotabúsins fyrir akstursþjónustu fatlaðs fólks hefur verið hætt.

Nýta sér kerfið til áframhaldandi ofbeldis

Sigríður Vilhjálmsdóttir, lögfræðingur Kvennaráðgjafarinnar, segir þolendur ofbeldis oft upplifa skilnaðar- og forsjársmál sem vettvang fyrir áframhaldandi ofbeldi. Dæmi eru um að ofbeldismenn beiti kerfinu fyrir sig.

Tilbúin í viðræður og rökræður um styttingu vinnuvikunnar

Stytting vinnuvikunnar úr 40 vinnustundum niður í 35 verður helsta baráttumál BSRB í komandi kjaraviðræðum. Sonja Ýr Þorbergsdóttir lögfræðingur var kjörin nýr formaður BSRB í dag en hún hyggst leggja áherslu á bætt starfsumhverfi, jafnréttismál og húsnæðismál.

Mótmælir harðlega heræfingum í Þjórsárdal

Anna María Flygenring. bóndi í Hlíð og íbúi í Skeiða og Gnúpverjahreppi, mótmælir harðlega heræfingum í Þjórsárdal og talar um tindátaleik í því sambandi. Hópur hermanna tók þátt í vetraræfingu í dalnum í dag og mun mæta aftur þangað á morgun.

Lögreglan varar við „inniveðri“ á morgun

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti í kvöld færslu á Facebook-síðu sinni þar sem fólk er minnt á að ganga vel frá lausum munum en veðurspáin fyrir morgundaginn er ekki góð.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kynnum við okkur Hringborð norðursins sem fram fer í Hörpu en allir helstu sérfræðingar heims í loftlagsmálum, sem staddir eru á þinginu, vara heimsbyggðina við því sem er að gerast á norðurslóðum.

Sex ára dómur yfir Sveini Gesti staðfestur

Landsréttur hefur staðfest sex ára fangelsisdóm yfir Sveini Gesti Tryggvasyni fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar á Æsustöðum í Mosfellsdal í júní í fyrra.

Aðeins ein verðfyrirspurn og samningarnir allir munnlegir

Borgarlögmaður segir að innkaupareglur borgarinnar hafi verið þverbrotnar í Braggamálinu. Gerð álits borgarlögmanns tók fjórtán mánuði sökum þess að skrifstofa eigna og atvinnuþróunar borgarinnar veitti embættinu ekki þau gögn sem

Fleiri konur stíga fram vegna meðhöndlarans

Að minnsta kosti þrjár konur til viðbótar telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni og/eða nauðgun af hálfu manns sem meðhöndlar fólk með stoðkerfisvanda.

Djúp lægð á leiðinni

Það mun ganga á með skúradembum í dag í allhvassri suðvestanátt en á austanverðu mun hlýna í hnjúkaþeynum, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Hörð gagnrýni í veiðigjaldamáli

Félag atvinnurekenda (FA) og SFÚ, Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda, segja veiðigjaldafrumvarp sjávarútvegsráðherra ýta undir tvöfalda verðmyndun í sjávarútvegi og mismuna fyrirtækjum.

Borgin auglýsir stofnframlög vegna íbúða

Reykjavíkurborg hefur auglýst eftir umsóknum um stofnframlög til kaupa eða byggingar á íbúðum fyrir fjölskyldur og einstaklinga sem eru undir tekju- og eignamörkum sem fram koma í lögum um almennar íbúðir.

Málflutningur í Bitcoin-málinu

Ekki verður tekin afstaða til frávísunarkröfu verjenda fyrr en eftir að málið hefur verið flutt efnislega og lagt í dóm.

Rekstur Bakkaganga í uppnámi

Enginn vill sjá um rekstur jarðganga í gegnum Húsavíkurhöfða. Hvorki Vegagerðin né sveitarfélagið telja göngin á sínum vegum.

Álft olli þriggja bíla árekstri

Tveir voru fluttir á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Reykjanesbraut til móts við Stekkjabakka á fimmta tímanum í dag.

Nýjustu búgreinina stunda hellabændur

Hellirinn Víðgelmir í Hallmundarhrauni er orðinn fimmtán manna vinnustaður, rekinn af bændum í Fljótstungu, sem nú kalla sig hellabændur.

Sjá næstu 50 fréttir