Fleiri fréttir

Formaður Eflingar segist ekki finna fyrir auknum kaupmætti hér á landi

Formaður Eflingar segist ekki finna fyrir auknum kaupmætti hér á landi. Samkvæmt sérfræðingi stéttarfélagsins hefur skattbyrði aukist umtalsvert á sama tíma og bætur frá hinu opinbera hafa rýrnað. Hann segir að nú sé komið að því að stjórnvöld verði rukkuð um efndir á loforðinu um breytingar á skattkerfinu.

Farþegarnir tóku misvel í það hversu hratt flugvélinni var lent

Það tók aðeins um tíu mínútur frá því að farþegum um borð í vél Icelandair á leið frá Orlando var tilkynnt að lenda þyrfti vélinni á flugvelli í Kanada þangað til vélin var lent. Farþegi um borð segir að viðbrögð farþega við atburðarrásinni hafi verið mjög mismunandi.

Á fimmta hundrað gætu hafa sýkst

Fréttablaðið rekur slóð og aðferðir hakkara sem sendu svikapóst á landsmenn í nafni lögreglunnar. Framkvæmdastjóri Netheima hvetur fólk til að vera á varðbergi gagnvart netveiðum.

Forsendur fyrir góðum samningum til staðar

BHM fagnar 60 ára afmæli næstkomandi þriðjudag og segir Þórunn Svein­bjarnar­dóttir formaður tilganginn enn þann sama og við stofnunina. Hún segir tíma til kominn að gera nauðsynlegar umbætur á íslenskum vinnumarkaði.

Opnað Hjá Höllu í Leifsstöð

Rammíslenski veitingastaðurinn Hjá Höllu hefur verið opnaður í Leifsstöð. Þar ræður Grindvíkingurinn Halla María Svansdóttir og býður meðal annars upp á ferskan fisk.

Veiðigjöld fækki störfum í Bolungarvík

Bolungarvíkurkaupstaður segir tugi starfa í hættu verði veiðigjöld of íþyngjandi fyrir fyrirtæki í bænum. Deloitte hefur tekið saman stöðu sjávarútvegsfyrirtækja í kjördæminu.

Formaður Lögmannafélagsins: „Hreinlega orða vant að lesa þessi ummæli“

Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands, segir samfélagið þjást af skorti á skilningi á störfum lögmanna. Berglind var viðmælandi Reykjavíkur síðdegis á Bylgjunni þar sem hún ræddi störf lögmanna í kjölfar umræðu um mál sem snýr að ummælum um Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmann í Facebook-hópnum "Karlar gera merkilega hluti.“

Telja fangelsismálayfirvöld brjóta lög

Magnús M. Norðdahl, lögfræðingur ASÍ, segir brotið á mannréttindum fanga því réttarstaða þeirra sem vinnandi einstaklinga sé enginn. ASÍ telur fangelsismálayfirvöld brjóta lög. Fangelsismálastjóri vísar þessum ásökunum á bug.

Sérfræðingar við Hringborð norðurslóða vara heimsbyggðina við

Allir helstu sérfræðingar heims í loftslagsmálum á Hringborði norðursins í Hörpu vara heimsbyggðina við því sem er að gerast á norðurslóðum. Samkvæmt nýlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna gerast loftslagsbreytingarnar hraðar en áður var talið. Mannkynið hafi aðeins rúman áratug til að forða meiriháttar hamförum á jörðinni.

Prime Tours hættir akstri

Skiptastjóra þrotabús Prime Tours ehf. hefur tilkynnt Strætó að öllum akstri á vegum þrotabúsins fyrir akstursþjónustu fatlaðs fólks hefur verið hætt.

Nýta sér kerfið til áframhaldandi ofbeldis

Sigríður Vilhjálmsdóttir, lögfræðingur Kvennaráðgjafarinnar, segir þolendur ofbeldis oft upplifa skilnaðar- og forsjársmál sem vettvang fyrir áframhaldandi ofbeldi. Dæmi eru um að ofbeldismenn beiti kerfinu fyrir sig.

Tilbúin í viðræður og rökræður um styttingu vinnuvikunnar

Stytting vinnuvikunnar úr 40 vinnustundum niður í 35 verður helsta baráttumál BSRB í komandi kjaraviðræðum. Sonja Ýr Þorbergsdóttir lögfræðingur var kjörin nýr formaður BSRB í dag en hún hyggst leggja áherslu á bætt starfsumhverfi, jafnréttismál og húsnæðismál.

Mótmælir harðlega heræfingum í Þjórsárdal

Anna María Flygenring. bóndi í Hlíð og íbúi í Skeiða og Gnúpverjahreppi, mótmælir harðlega heræfingum í Þjórsárdal og talar um tindátaleik í því sambandi. Hópur hermanna tók þátt í vetraræfingu í dalnum í dag og mun mæta aftur þangað á morgun.

Lögreglan varar við „inniveðri“ á morgun

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti í kvöld færslu á Facebook-síðu sinni þar sem fólk er minnt á að ganga vel frá lausum munum en veðurspáin fyrir morgundaginn er ekki góð.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kynnum við okkur Hringborð norðursins sem fram fer í Hörpu en allir helstu sérfræðingar heims í loftlagsmálum, sem staddir eru á þinginu, vara heimsbyggðina við því sem er að gerast á norðurslóðum.

Sex ára dómur yfir Sveini Gesti staðfestur

Landsréttur hefur staðfest sex ára fangelsisdóm yfir Sveini Gesti Tryggvasyni fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar á Æsustöðum í Mosfellsdal í júní í fyrra.

Aðeins ein verðfyrirspurn og samningarnir allir munnlegir

Borgarlögmaður segir að innkaupareglur borgarinnar hafi verið þverbrotnar í Braggamálinu. Gerð álits borgarlögmanns tók fjórtán mánuði sökum þess að skrifstofa eigna og atvinnuþróunar borgarinnar veitti embættinu ekki þau gögn sem

Sjá næstu 50 fréttir