Fleiri fréttir

Telja meint brot í hundraða milljóna fjársvikamáli fyrnd 

Dómþolar í umfangsmesta fjársvikamáli sögunnar telja að rannsókn á brotum þeirra hafi stöðvast um ótilgreindan tíma og því hafi rannsóknin ekki rofið fyrningu. Höfuðpaurar málsins áfrýja ekki. Ríflega 200 milljóna ávinningur brot

Tveir ákærðir vegna árásar á Houssin

Tveir menn, Baldur Kolbeinsson og Trausti Rafn Hendriksson, eru ákærðir vegna alvarlegrar líkamsárásar á Litla-Hrauni 23. janúar síðastliðinn. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Suðurlands 25. október næstkomandi.

Fyrirhugað frumvarp skerði rétt kvenna til þungunarrofs

Stefnt er að því að frumvarp til nýrra laga um þungunarrof verði lagt fram á yfirstandandi þingi. Drög að frumvarpinu voru kynnt í Samráðsgátt ríkisstjórnarinnar. Stærstur hluti umsagnanna sem barst laut að því að verið væri að þ

Enn í haldi eftir árás á dyravörð

Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um framlengingu gæsluvarðhalds um fjórar vikur yfir manni sem grunaður er um alvarlega líkamsárás á dyravörð 26. ágúst

Borgin telur land tekið án leyfis á Einimelnum

Land utan við þrjú einbýlishús við Einimel hefur verið tekið af útvistarsvæði aftan við Vesturbæjarlaug og innlimað í lóðirnar í heimildarleysi. Þetta kom fram á fundi borgarráðs. Húseigandi segir hins vegar misskilning á ferðinn

Aðgerðir vegna samskiptavanda hjá HA

Forseti hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri var settur í annað starf og utanaðkomandi ráðgjafarfyrirtæki fengið til að greiða úr samskiptavanda á sviðinu. Erum að reyna að takast á við þetta innan frá, segir rektor. Mar

Skotveiðimenn kvarta yfir aðferðafræði Náttúrustofnunar

Skotveiðifélag Íslands er ósátt við aðferðafræði Náttúrustofnunar Íslands um fjölda rjúpna sem veiða má á komandi veiðitímabili. Kvótinn hafi verið minnkaður um þriðjung á einum sólarhring án þess að nokkur rök hafi verið færð fyrir fækkuninni.

Fréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Ung kona sem rekur veikindi til myglu í húsnæði á vegum Félagsbústaða segist hafa fengið lítil sem engin viðbrögð þaðan þrátt fyrir vikulegar kvartanir mánuðum saman.

Ferðaþjónustan upp á kant við IKEA

Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, er ekki sátt við Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóra IKEA og ummæli hans um ferðaþjónustuaðila.

Vigdís segir Pírata bera mikla ábyrgð

Vigdís Hauksdóttir segir það ekki hægt að rannsaka sjálfan sig og stendur við þá skoðun sína að fá óháðan aðila til þess að rannsaka braggamálið. Oddviti Pírata í borgarstjórn, Dóra Björt Guðjónsdóttir, sagði í gær að Vigdís hefði afvegaleitt umræðuna um braggamálið.

Hefur fengið ábendingar um ógnandi hegðun gagnvart notendum Félagsbústaða

Borgarfulltrúa í Flokki fólksins hefur borist fjölda kvartana vegna vinnubragða hjá Félagsbústöðum. Hún segir að helstu umkvörtunarefnin séu framkoma og hegðun starfsfólks, notendur lýsi miklum dónaskap í sinn garð og jafnvel ógnandi hegðun. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins lét af störfum um helgina.

Beit dyravörð og gest í miðborginni

Maður var handtekinn vegna gruns um líkamsárás á bar í miðborginni rétt eftir klukkan tvö í nótt. Maðurinn hafði meðal annars bitið gest á staðnum og beit einnig í dyravörð eða að hann hafði reynt að vísa manninum út. Karlmaðurinn var vistaður í fangageymslu enda mjög ölvaður og illviðræðuhæfur.

Hildur vildi fá óháðan aðila til að skoða braggamálið

Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vildi fá óháðan utanaðkomandi aðila til þess að gera úttekt og skoða Braggamálið svokallaða. Hún sagði að þetta mál væri það stórt að það þyrfti að fá niðurstöðu í þetta fljótt og vel.

Ferðir Herjólfs falla niður

Slæmar aðstæður í Landeyjahöfn valda því að ekki verður siglt á milli lands og Eyja fyrri hluta dags í dag.

VG vill 30 tíma vinnuviku og friðarmál í forgang

Flokksráð VG hvetur til þess að vinnuvikan verði stytt niður í 30 tíma. Eins hvatti ráðið verkalýðshreyfinguna og þingmenn Vinstri grænna til þess að styðja allar þær aðgerðir sem stefna að þessu takmarki og minnti á lagafrumvarp sem nú liggur fyrir þinginu um 35 tíma vinnuviku.

Gefur Stróki á Suðurlandi sína hæstu einkunn

Um tuttugu manns nýta sér daglega þjónustu Klúbbsins Stróks á Suðurlandi sem hefur það hlutverk að auka tengsl fólks með geðraskanir við samfélagið með því að reka heimili þar sem félagsmenn fá aðstoð og uppörvun til að takast á við hið daglega líf.

Gekk inn í ÁTVR og byrjaði að drekka

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í dag verulega ölvaðan mann sem hafði gengið inn í verslun ÁTVR í miðborginni í hádeginu í dag, opnað þar flösku og byrjað að drekka úr henni. Án þess að borga fyrir hana.

Holóttur vegur veldur börnum kvíða og uppköstum

Sum börn á Vatnsnesi þurfa að ferðast um áttatíu kílómetra á dag eftir veginum. Dæmi er um að þau hafi ælt af hristingnum. Íbúi segir þau sýna einkenni þess að vilja ekki fara í skóla vegna þess.

Mikið af ís nærri landi í Jökulsárlóni

Bátsferðum í jökulsárlón var hætt um klukkan ellefu í dag. Mikið af smáum ísjökum er í lóninu og breytt vindátt varð til þess að ekki er unnt að sigla bátum út á lónið.

Óléttar konur geti æft af ákefð

Óléttar konur geta æft af ákefð á meðgöngu án þess að auka líkur á fylgikvillum í fæðingu samkvæmt nýrri rannsókn. Rannsóknin sem birtist í British Journal of Sports Medicine í ágúst er að mestu leyti unnin af Íslendingum.

Tveggja ára dómur fyrir hlutdeild í nauðgun

Héraðsdómur Vestfjarða dæmdi á miðvikudaginn síðastliðinn konu í tveggja ára fangelsi fyrir hlut sinni í nauðgun þroskaskertrar stúlku. Brotið átti sér stað þann 2. október árið 2016 en stúlkan var á barnsaldri.

Kjarasamningar og hrátt kjöt í Víglínunni

Viðræðuáætlanir fyrir komandi kjarasamninga þurfa að liggja fyrir eftir tíu daga en ljóst er að erfitt verður að semja án aðkomu stjórnvalda. Enda hafa þegar komið fram miklar kröfur á þau í kröfugerð nítján aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins sem kynnt var á miðvikudag.

Sjá næstu 50 fréttir