Fleiri fréttir

Karlmennskan varð Kolbeini næstum að bana

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, segir beinlínis stórhættulegt að gangast upp í hugmyndum um karlmennsku. Hann glímdi lengi vel við vanlíðan en fannst hann ekki geta talað um tilfinningar sínar.

Líkamsárás í Hafnarfirði

Kona var í nótt handtekin fyrir að reyna að tálma handtöku með því að ráðast að lögreglumanni að störfum.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Minnst fimm Íslendingar hafa sótt um dánaraðstoð í Sviss og þar af hefur einn fengið ósk sína uppfyllta. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Ráðherra birtir helstu atriði samgönguáætlunar

Samgönguráðherra birti í dag yfirlit yfir helstu framkvæmdir samgönguáætlunar til næstu fimmtán ára. Um leið undirritaði hann samkomulag við sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu um samgöngur á svæðinu.

Framboð lítilla íbúða svarar ekki eftirspurn

Framboð af nýjum litlum íbúðum svarar ekki eftirspurn samkvæmt greiningu Íbúðarlánasjóðs. Fáar íbúðir í nýbyggingum henti þeim sem hafi lítið eigið fé til íbúðarkaupa. Heimild til nýtingar séreignarsparnaðar til íbúðarkaupa henti best fólki með góðar tekjur.

Stal 370 þúsund króna úri af þjófum

Lögreglan á Suðurnesjum handtók á miðvikudag þrjá karlmenn vegna rannsóknar á máli er kom upp þegar úri að verðmæti 370 þúsund krónur var stolið úr úra- og skartgripaversluninni Georg V. Hannah.

Byggir vörnina á ósamræmi í frásögn Nikolaj og sönnunarskorti um akstur

Björgvin Jónsson, verjandi Thomasar Møller Olsens, segir að "mikið ósamræmi“ sé í frásögn Nikolaj Olsen um veigamikil atriði við yfirheyrslur hjá lögreglu við rannsóknina á andláti Birnu Brjánsdóttur. Þá sé ekki að finna "eitt einasta“ sönnunargagn því til stuðnings að Thomas hafi ekið þá leið sem þurfti að fara frá Hafnarfjarðarhöfn til þess að komast að Óseyrarbrú.

Þingmönnum stóð eitt hótel til boða í Nuuk

Sjö þingmenn og einn starfsmaður Alþingis sóttu fund Norðurlandaráðs á Grænlandi 12. til 14. september. Gist var í tvær nætur á hóteli í Nuuk og kostaði nóttin 35 þúsund krónur.

Auknar heimildir til lögreglu á döfinni

Dómsmálaráðherra boðar frumvarp um auknar heimildir til aðgangs að fjarskiptaupplýsingum. Varða farsíma ótilgreinds fjölda fólks án tillits til gruns um refsiverða háttsemi. Getur gagnast við leit að fólki segir ráðherra.

Fáar íbúðir í byggingu handa þeim sem hafa lítið eigið fé

Hlutfall nýrra íbúða af íbúðaviðskiptum hefur farið stöðugt vaxandi síðustu ár og er fjórtán prósent nú samkvæmt nýrri greiningu Íbúðalánasjóðs. Fermetraverð nýrra íbúða í Reykjavík er um þriðjungi hærra en eldri íbúða. Stærstur hluti nýrra íbúða sem eru 120 fermetrar og minni seljast á eða yfir ásettu verði.

Eldislaxinn var að því kominn að hrygna í Eyjafjarðaránni

Hrygnan sem veiddist í Eyjafjarðará var kynþroska og komin að því að hrygna. Framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva segir fjölda eldislaxa í ám landsins innan áhættuviðmiða. Fjórir eldislaxar hafa nú þegar verið staðfestir í íslenskum veiðiám í sumar. Veiðifélögin hafa gríðarlegar áhyggjur af málinu.

Ríkið keypt sumarhús fyrir 173 milljónir

Undanfarin fimm ár hefur íslenska ríkið nýtt sér forkaupsrétt á tólf sumarbústöðum á Þingvöllum. Vilja opna aðgengi almennings að þjóðgarðinum og fylgja stefnu um fækkun sumarhúsa þar og varðveita ásýnd og umhverfi.

Vilja þyrlupall í Vestmannaeyjum

Fimm þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um að samgönguráðherra geri ráðstafanir til að Isavia geti hannað og komið fyrir þyrlupalli á Heimaey.

Meinað um ferðaþjónustu fatlaðra án skýringa

Maður sem lamaðist í helmingi líkamans eftir að hafa fengið heilablóðfall hefur ekki rétt á því að nýta ferðaþjónustu fatlaðra. Eiginkona mannsins segist engin skýr svör hafa fengið við því hvers vegna manni hennar er synjað um þjónustuna.

Ekki hægt að slá neinu föstu um mistök

Borgarstjóri telur eðlilegt að skoða hvort húsafriðunaryfirvöld taki þátt í kostnaði við endurbætur á byggingum með sögulegt gildi. Endurbætur við gamlan bragga í Nauhólsvík hafa farið 257 milljónum króna fram úr áætlun. Forstöðumaður Minjastofnunar segist enga kröfu hafa gert um að haldið yrði í braggann.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Tvöföldun Reykjanesbrautar klárast eftir fimmtán ár, jarðgöng til Seyðisfjarðar frestast um áratug, engin fjárveiting er í Sundabraut og minnst áratugur er í að Miklabraut fari í stokk. Þessi tíðindi birtast meðal annars í nýrri samgönguáætlun, sem rýnt verður í í kvöldfréttatíma Stöðvar 2.

Lést eftir hátt fall

Pólskur ríkisborgari féll af þaki við vinnu á þaki verslunar Byko við Skemmuveg í Kópavogi. Hann lést af sárum sínum tveimur vikum síðar.

Sjá næstu 50 fréttir