Fleiri fréttir

Kæra lögreglu vegna lélegrar rannsóknar

Lögmaður tveggja stúlkna og móður þeirra hefur lagt fram kærur bæði til ríkis- og héraðssaksóknara vegna meðferðar lögreglu á rannsókn brota föðurins gegn stúlkunum. Málið komst í hámæli í vor vegna afskipta þáverandi forstjóra Barnaverndarstofu.

Grunaður um að hafa kveikt í eyðibýli

Lögreglan á Norðurlandi Vestra hefur handtekið karlmann á fimmtugsaldri sem grunaður er um að hafa kveikt í eyðibýlinu Illugastaðir við Þverárfjall.

Ungir Íslendingar keppa í iðngreinum

Átta ungir Íslendingar munu keppa í fjölbreyttum greinum í Euroskills keppninni í iðngreinum sem haldin er í Búdapest í Ungverjalandi og hefst á morgun.

Ætla að búa sem lengst í foreldrahúsum

Hvergi á Norðurlöndum er leiguverð eins hátt og í Reykjavík og hvergi búa fleiri ungmenni um þrítugt enn í foreldrahúsum. Háskólanemar segja leigumarkaðinn ekki raunverulegan valkost og ætla að búa hjá foreldrum eins lengi og það býðst

Gjaldhlutfall óbreytt og veiðigjaldanefnd verður lögð niður

Gjaldhlutfall veiðigjalds helst óbreytt og verður 33 prósent samkvæmt nýju frumvarpi um veiðigjöld. Aftur á móti verða færri tegundir gjaldskildar og hagnaður af vinnslu verður undanskilin gjaldi, ólíkt því sem nú er. Ráðherra hyggst mæla fyrir frumvarpinu á Alþingi í þessari viku.

Biðlistar eftir biðlistum

Erna Indriðadóttir varaformaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni segir stefnu stjórnvalda í málefnum aldraðra löngu gengna sér til húðar. Hún furðar sig á að stjórnvöld séu ekki fyrir löngu búin að gera áætlanir málaflokknum þegar lengi hafi legið fyrir að þjóðin er að eldast hratt.

Nauðgunardómur mildaður vegna tafa

Landsréttur hefur mildað dóm yfir Kristóferi John Unnsteinssyni sem dæmdur var í þriggja ára fangelsi fyrir að nauðga stúlku eftir starfsmannagleði árið 2015.

Dómari fór í vettvangsferð til að skoða hvort hráki væri mögulegur

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað mann sem hrækti í tvígang á lögreglumann út um glugga á samkvæmi í síðasta ári. Maðurinn var sýknaður þar sem ekki var ákært fyrir rétt brot. Dómari í málinu skoðaði aðstæður á vettvangi þar sem hrákarnir áttu sér stað til þess athuga hvort mögulegt væri að hrækja út um glugga íbúðarinnar.

Samflot í viðræðum hafi tíðkast í áratugi

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ekkert nýtt í hugmyndum um ofurbandalag verkalýðsfélaga. Bendir á að báðir aðilar þurfi að miðla málum. Aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ segir samflot skila árangri við gerð kjarasamninga.

Hálfur milljarður án útboðs í borginni

Á fyrstu sex mánuðum ársins námu innkaup Reykjavíkurborgar án útboðs ríflega 574 milljónum króna. Gerðar voru alvarlegar athugasemdir við kostnaðinn í innkauparáði. Oddviti Sjálfstæðisflokksins krefst skýringa. Borgarstjóri vildi ekki tjá sig um málið.

Telur veggjaldið of hátt

Lektor sem rannsakar greiðsluvilja vegfarenda telur afar ólíklegt að fólk muni greiða 2.000 krónur í veggjald til að fara í gegnum Vaðlaheiðargöng. Rekstrar­aðili ganganna ætlar sér að veita tryggum viðskiptavinum ríkulegan afslátt.

Manni bjargað úr sjónum við Húsavík

Laust fyrir klukkan átta í kvöld barst lögreglunni á Húsavík tilkynning um að maður hefði lent í sjónum um fimm kílómetra norður af bænum.

Ekið á fimm ára dreng á Akureyri

Ekið var á fimm ára dreng á Hörgárbraut norðan við Skarðshlíð á Akureyri síðdegis í dag. Hann var fluttur á sjúkrahús til frekari aðhlynningar.

Sárvantar fagfólk á Landspítala

Fjörutíu sjúkrarúm á Landspítalanum standa ónotuð vegna manneklu og ekki var hægt að leggja inn hátt í 40 sjúklinga í morgun.

Rekstrarumhverfi á heildsölumarkaði lyfja farið versnandi

Rekstrarumhverfi á heildsölumarkaði lyfja á Íslandi hefur farið versnandi undanfarin ár samkvæmt nýrri rannsókn. Fyrirtæki á lyfjamarkaði finna til ábyrgðar þegar sjúklingar fá ekki nauðsynleg lyf að sögn framkvæmdastjóra samtaka frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Átta ára drengur hefur ekki fengið nauðsynleg gigtarlyf vegna vandamáls sem kom upp hjá flutningsaðila.

„Óheppilegt hefur formið verið“

Þingmenn stjórnarandstöðunnar lýstu óánægju sinni á Alþingi í dag með að innihald samgönguáætlunar hafi verið birt í fjölmiðlum, áður en drög voru kynnt þinginu. Samgönguráðherra segir óheppilegt að málið hafi komið fram með þessum hætti.

Sjá næstu 50 fréttir