Fleiri fréttir

Ráðherra verði að sjá til þess að dómnum verði ekki áfrýjað

Formaður samtaka heilbrigðisfyrirtækja fagnar dómi héraðsdóms um að fella úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að meina sérfræðilækni um aðild að rammasamningi. Niðurstaðan sé aftur á móti áfellisdómur yfir stjórnsýslunni. Hann kallar eftir samtali við yfirvöld um framtíð heilbrigðisþjónustu á Íslandi.

Lögreglan leitar tveggja drengja

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar eftir tveimur piltum, 7 og 8 ára, þeim Stefáni Sölva og Ísak Helga. Drengirnir fóru frá Háteigsskóla klukkan 15:00 í dag.

Samdráttur í komum þýskra ferðamanna í fyrsta sinn í tólf ár

Í fyrsta sinn í tólf ár hefur orðið samdráttur á milli ára í komum þýskra ferðamanna til Íslands. Minna flugframboð og fall Air Berlin kann meðal annars að skýra samdráttinn að sögn verkefnastjóra hjá Íslandsstofu. Fyrrverandi forstjóri Icelandair segir flugfélögin gegna lykilhlutverki við að tryggja stöðu Íslands sem áfangastaðar fyrir ferðamenn.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fjöllum við nánar um flug utanríkisráðherra, þingmanna og embættismanna um borð í bandarískt flugmóðurskip sunnan við landið.

Björgin fjögur rúlluðu yfir göngustíginn á Esjunni

Greiðlega gekk að velta fjórum björgum niður Esjuna í morgun sem talin var að gætu farið af stað hvenær sem er og stofnað lífi útivistarfólks sem fer upp Esjuna í hættu. Mikil þörf var á því að koma björgunum niður að sögn Helga Gíslasonar framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur.

Samgöngumálin verði tekin til endurskoðunar

Aðalfundur Samtaka um bíllausan lífsstíl hvetur ríkisstjórnina til að endurskoða áherslur sínar í samgöngumálum. Þetta kemur fram í ályktun um aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum.

Vildi þyngja fiskinn en endaði með dragúldið dýrafóður

Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í síðustu viku frá dómi máli fiskvinnslufyrirtækisins Tor ehf. á hendur Kötlu matvælaiðju ehf. Forsvarsmenn Tors stefndu Kötlu til greiðslu ríflega 14 milljóna króna í bætur vegna tjóns sem fiskvinnslan hefði orðið fyrir vegna "hjálparefnis“ sem keypt var hjá Kötlu árið 2014.

Deilur vina og verktaka fresta lyftu

Ekkert verður af því að ný stólalyfta rísi í Hlíðarfjalli fyrir veturinn eins og vonir stóðu til. Ekkert hefur verið verið unnið við uppsetningu stólalyftunnar frá því um miðjan júlí þar sem Vinir Hlíðarfjalls neita að greiða verktaka fyrir framkvæmdir í fjallinu.

Æ fleiri ungmenni telja kannabis ekki skaðlegt

Sex sinnum fleiri unglingar telja nú kannabisneyslu skaðlausa en jafnaldrar þeirra fyrir 20 árum. Þetta kemur rannsakendum lítið á óvart. Langflestar rannsóknir bendi til þess að regluleg neysla á kannabis hafi slæm áhrif á heilsu.

„Ég á erfitt með að átta mig á þessari útfærslu námsins“

Formaður Sjúkraliðafélags Íslands segir furðulegt að reynt sé að höfða til markhópa utan heilbrigðisgeirans til að hvetja fleiri til að sækja nám í hjúkrunarfræði. Til stendur að bjóða upp á nýja og styttri námsleið við Háskóla Íslands næsta haust, sem aðeins býðst þeim sem þegar hafa háskólapróf.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar verður fjallað um starfsmannamál Orkuveitur Reykjavíkur og dótturfélaga en það kemur borgarstjóra á óvart hvernig ástand þeirra mála er innan fyrirtækjanna.

Sjá næstu 50 fréttir