Fleiri fréttir

Jón Pétur aðstoðar Lilju

Jón Pétur Zimsen hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra.

Umfangsmikil kannabisræktun stöðvuð á Suðurnesjum

Karlmaður á þrítugsaldri hefur játað að hafa staðið að ræktuninni. Hann hafði tekið á leigu kjallara þar sem hann ræktaði á fjórða hundrað kannabisplöntur, sem lögreglan segir að hafi verið á ýmsum vaxtarstigum.

Landið á milli tveggja lægða

Ein hægfara lægð er á leiðinni norðaustur af Langanesi en hin er suðvestur í hafi á fleygiferð til austurs.

Mánaðarlaunin tvær milljónir

Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, hefur skrifað undir nýjan ráðningarsamning. Mánaðarlaun hans verða tæpar tvær milljónir króna.

Björguðu andarnefju úr Engey

Björgunarfólki tókst í gærkvöld að koma á flot annarri af tveimur andarnefjum sem strönduðu í fjörunni í Engey í gær. Talið var að hún myndi spjara sig. Hin andarnefjan drapst skömmu áður en flæddi að henni.

Fimmtán sem biðu eftir plássi á Vogi dóu í fyrra

Fimmtán þeirra einstaklinga sem biðu eftir meðferð á Vogi í fyrra létust áður en til meðferðar kom. Ellefu af biðlistanum létust árið 2016. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, gagnrýnir heilbrigðisyfirvöld.

Ásakanir ganga á víxl í ráðhúsi

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, birti í gærkvöld tölvuskeyti sem vísað var til í bókun sem hún, ásamt fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins, lagði fram á fundi borgarráðs í gær.

Mæla ekki með friðlýsingu sundhallar

Minjastofnun telur sér ekki fært að eiga frumkvæði að því að leggja til friðlýsingu Sundhallar Keflavíkur. Þessi ákvörðun var tekin í kjölfar fundar húsafriðunarnefndar síðastliðinn mánudag.

10 milljóna króna úttekt gerð á Árborg

Meirihluti bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Árborgar hefur samþykkt að ganga til samninga við Harald L. Haraldsson hagfræðing um úttekt á stjórnsýslu, rekstri og fjármálum sveitarfélagsins.

Færri fá barnabætur en áður

Formenn VR og Eflingar segja að láglaunafólk eigi ekki að bera þá þungu skattbyrði sem sett hefur verið á þau síðustu ár.

Bæjarstjórar undrast útboð um breikkun Suðurlandsvegar

Bæjarstjórar Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar undrast að útboð um breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Árborgar verði opnuð í þessum mánuði og að hugsanlega geti framkvæmdir hafist á þessu ári. Enn er óljóst hvenær tvöföldun Reykjanesbrautar verður lokið.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Tvær andanefjur sitja fastar í fjörunni í Engey og reynir hópur fólks nú að halda lífi í hvölunum þar til háflóð kemur klukkan 22 í kvöld. Fréttamaður Stöðvar 2, Elísabet Inga Sigurðardóttir, verður á svæðinu í kvöld og mun fylgjast með björgunaraðgerðum í beinni útsendingu.

Ráðherrar ósammála um sjálfbærni hvalveiða

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, segist ekki sannfærður um að hvalveiðar við strendur Íslands séu sjálfbærar, þvert á mat Hafrannsóknarstofnunnar Íslands og mat sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Una veiðiþjófadómi en boða hörku framvegis

Dómi um að veiðiþjófar í Kjarrá þurfi ekki að greiða veiðileyfasala bætur verður ekki áfrýjað. Lögmaður boðar hins vegar hörku ef fleiri slík mál kom upp. Leigutakinn segir veiðiþjófum fjölga og að herða þurfi viðurlög við brotunum.

Erlendur ferðamaður lét öllum illum látum

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst seint í gærkvöldi tilkynning um erlendan ferðamann sem lét illum látum í og við gistiheimili í miðborginni. Hann brást illa við afskiptum lögreglu og veitti harða mótspyrnu við handtöku.

Flugfreyjur kjósa um vinnustöðvun

Stjórn Flugfreyjufélags Íslands hefur samþykkt að boða til atkvæðagreiðslu meðal allra félagsmanna sinna um vinnustöðvun félagsmanna hjá flugfélaginu Prim­era Air Nordic.

Sjá næstu 50 fréttir