Fleiri fréttir

Stakk alla af í Viðeyjarsundinu

Fimmtán ára sundkappi úr Ármanni sló öllum við í Viðeyjarsundinu í gær og var langfyrst, synti fram og til baka á 35 mínútum. Svava Björg Lárusdóttir vonast nú eftir styrk til að komast í víðavangssund í Noregi.

Harka leysir af samráð í pólitík

„Það er svona aukin sundrung sem hefur verið að færast í stjórnmál á Vesturlöndum á liðnum árum og þessari auknu sundrungu hefur fylgt aukin harka í hinni pólitísku umræðu frá því sem verið hafði til skamms tíma,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, aðspurður um þá stemningu sem ríkt hefur í borgarstjórn frá kosningum.

Skutluþjónusta í boði á Menningarnótt

Strætó hvetur ökumenn til að nýta sér skutluþjónustu sem verður í boði á Menn­ingar­nótt. Þannig munu strætisvagnar aka frá Laugardalshöll, um Borgartún, að Hlemmi og beinustu leið upp að Hallgrímskirkju og til baka.

„Þetta verður stærsta þörungaverksmiðja í heimi”

Ísland getur orðið einn mikilvægasti matvælaframleiðandi á heimsvísu að sögn frumkvöðuls alþjóðlegs sprotafyrirtækis sem hyggst rækta smáþörunga í Hellisheiðarvirkjun. Gangi áætlanir eftir verður smáþörungaverksmiðjan á Hellisheiði sú stærsta sinnar tegundar í heiminum.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Svo virðist sem mikill samskiptavandi sé milli kjörinna fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur og undrast fyrrverandi borgarfulltrúar framkoma núverandi borgarfulltrúa. Rætt verður við þrjá fyrrverandi borgarfulltrúa um móralinn í borgarstjórn í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Einnig verður rætt við sálfræðing sem hvetur borgarfulltrúa til að vera góðar fyrirmyndir.

Sérstakar strætóskutlur starfræktar

Strætó er ókeypis frá 07:00-01:00 á morgun vegna Menningarnætur. Sérstakar strætóskutlur verða starfræktar sem munu aka án sérstakrar tímatöflu.

Jón Pétur aðstoðar Lilju

Jón Pétur Zimsen hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra.

Umfangsmikil kannabisræktun stöðvuð á Suðurnesjum

Karlmaður á þrítugsaldri hefur játað að hafa staðið að ræktuninni. Hann hafði tekið á leigu kjallara þar sem hann ræktaði á fjórða hundrað kannabisplöntur, sem lögreglan segir að hafi verið á ýmsum vaxtarstigum.

Landið á milli tveggja lægða

Ein hægfara lægð er á leiðinni norðaustur af Langanesi en hin er suðvestur í hafi á fleygiferð til austurs.

Mánaðarlaunin tvær milljónir

Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, hefur skrifað undir nýjan ráðningarsamning. Mánaðarlaun hans verða tæpar tvær milljónir króna.

Björguðu andarnefju úr Engey

Björgunarfólki tókst í gærkvöld að koma á flot annarri af tveimur andarnefjum sem strönduðu í fjörunni í Engey í gær. Talið var að hún myndi spjara sig. Hin andarnefjan drapst skömmu áður en flæddi að henni.

Fimmtán sem biðu eftir plássi á Vogi dóu í fyrra

Fimmtán þeirra einstaklinga sem biðu eftir meðferð á Vogi í fyrra létust áður en til meðferðar kom. Ellefu af biðlistanum létust árið 2016. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, gagnrýnir heilbrigðisyfirvöld.

Ásakanir ganga á víxl í ráðhúsi

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, birti í gærkvöld tölvuskeyti sem vísað var til í bókun sem hún, ásamt fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins, lagði fram á fundi borgarráðs í gær.

Mæla ekki með friðlýsingu sundhallar

Minjastofnun telur sér ekki fært að eiga frumkvæði að því að leggja til friðlýsingu Sundhallar Keflavíkur. Þessi ákvörðun var tekin í kjölfar fundar húsafriðunarnefndar síðastliðinn mánudag.

10 milljóna króna úttekt gerð á Árborg

Meirihluti bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Árborgar hefur samþykkt að ganga til samninga við Harald L. Haraldsson hagfræðing um úttekt á stjórnsýslu, rekstri og fjármálum sveitarfélagsins.

Færri fá barnabætur en áður

Formenn VR og Eflingar segja að láglaunafólk eigi ekki að bera þá þungu skattbyrði sem sett hefur verið á þau síðustu ár.

Sjá næstu 50 fréttir