Fleiri fréttir

Stefnir í 50% kjörsókn

Um 40% kjörsókn var í íbúakosningum í Árborg sem haldnar voru í dag. Kosið er um breytingar á miðbæjarskipulagi Selfoss.

Á annað hundrað þúsund manns í miðbænum

Á þriðja hundrað viðburðir eru skipulagðir í Reykjavíkurborg á Menningarnótt sem verður sett nú í hádeginu. Búist er fleiri en hundrað þúsund manns sæki miðborgina heim og segir borgarstjóri að með mikilli skipulagningu þoli innviðir borgarinnar alla þá aðsókn sem verður fram á kvöld.

Umdeild íbúakosning í Árborg í dag

Íbúar Sveitarfélagsins Árborgar gengu til kosninga um breytingar á skipulagi miðbæjar Selfoss í morgun. Aðeins tveir dagar eru síðan bæjarstjórn breytti áður auglýstum fyrirvörum, í spurningum á kjörseðli. Formaður yfirkjörstjórnar segir það ekki hafa áhrif á framkvæmd kosninganna.

Vélhjólaslys á Bústaðavegi

Maður var fluttur til aðhlynningar á slysadeild á tólfta tímanum eftir vélhjólaslys á gatnamótum Bústaðavegar og Sogavegar.

Ráðherra skenkir súpu

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra mun skenkja súpu í súputjaldi Nettó á Menningarnótt. Alls verða notuð rúmlega hundrað kíló af hráefni sem ekki þykir uppfylla útlitsstaða, eða er nærri síðasta söludegi.

Kofi Annan fallinn frá

Kofi Annan, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er látinn.

Hlaupa eins og fætur toga

Það var stór og fjölbreyttur hópur sem lagði upp í hlaupið þegar Reykjavíkurmaraþonið hófst skömmu fyrir níu í morgun.

Stakk alla af í Viðeyjarsundinu

Fimmtán ára sundkappi úr Ármanni sló öllum við í Viðeyjarsundinu í gær og var langfyrst, synti fram og til baka á 35 mínútum. Svava Björg Lárusdóttir vonast nú eftir styrk til að komast í víðavangssund í Noregi.

Harka leysir af samráð í pólitík

„Það er svona aukin sundrung sem hefur verið að færast í stjórnmál á Vesturlöndum á liðnum árum og þessari auknu sundrungu hefur fylgt aukin harka í hinni pólitísku umræðu frá því sem verið hafði til skamms tíma,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, aðspurður um þá stemningu sem ríkt hefur í borgarstjórn frá kosningum.

Skutluþjónusta í boði á Menningarnótt

Strætó hvetur ökumenn til að nýta sér skutluþjónustu sem verður í boði á Menn­ingar­nótt. Þannig munu strætisvagnar aka frá Laugardalshöll, um Borgartún, að Hlemmi og beinustu leið upp að Hallgrímskirkju og til baka.

„Þetta verður stærsta þörungaverksmiðja í heimi”

Ísland getur orðið einn mikilvægasti matvælaframleiðandi á heimsvísu að sögn frumkvöðuls alþjóðlegs sprotafyrirtækis sem hyggst rækta smáþörunga í Hellisheiðarvirkjun. Gangi áætlanir eftir verður smáþörungaverksmiðjan á Hellisheiði sú stærsta sinnar tegundar í heiminum.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Svo virðist sem mikill samskiptavandi sé milli kjörinna fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur og undrast fyrrverandi borgarfulltrúar framkoma núverandi borgarfulltrúa. Rætt verður við þrjá fyrrverandi borgarfulltrúa um móralinn í borgarstjórn í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Einnig verður rætt við sálfræðing sem hvetur borgarfulltrúa til að vera góðar fyrirmyndir.

Sérstakar strætóskutlur starfræktar

Strætó er ókeypis frá 07:00-01:00 á morgun vegna Menningarnætur. Sérstakar strætóskutlur verða starfræktar sem munu aka án sérstakrar tímatöflu.

Jón Pétur aðstoðar Lilju

Jón Pétur Zimsen hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra.

Umfangsmikil kannabisræktun stöðvuð á Suðurnesjum

Karlmaður á þrítugsaldri hefur játað að hafa staðið að ræktuninni. Hann hafði tekið á leigu kjallara þar sem hann ræktaði á fjórða hundrað kannabisplöntur, sem lögreglan segir að hafi verið á ýmsum vaxtarstigum.

Landið á milli tveggja lægða

Ein hægfara lægð er á leiðinni norðaustur af Langanesi en hin er suðvestur í hafi á fleygiferð til austurs.

Mánaðarlaunin tvær milljónir

Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, hefur skrifað undir nýjan ráðningarsamning. Mánaðarlaun hans verða tæpar tvær milljónir króna.

Björguðu andarnefju úr Engey

Björgunarfólki tókst í gærkvöld að koma á flot annarri af tveimur andarnefjum sem strönduðu í fjörunni í Engey í gær. Talið var að hún myndi spjara sig. Hin andarnefjan drapst skömmu áður en flæddi að henni.

Fimmtán sem biðu eftir plássi á Vogi dóu í fyrra

Fimmtán þeirra einstaklinga sem biðu eftir meðferð á Vogi í fyrra létust áður en til meðferðar kom. Ellefu af biðlistanum létust árið 2016. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, gagnrýnir heilbrigðisyfirvöld.

Sjá næstu 50 fréttir