Fleiri fréttir

Miklir hagsmunir í húfi með nýju persónuverndarlögunum

Ný persónuverndarlöggjöf sem tók gildi í dag er lítt gagnleg ef einstaklingar nýta ekki réttindin sem þeir öðlast með lögunum. Þetta segir framkvæmdastjóri fyrirtækis sem sérhæfir sig í hagkerfi persónuupplýsinga. Yfir þrettán hundruð manns hafa skráð sig í hóp á Facebook sem ber yfirskriftina "ég vil fá persónugögnin mín.“

Eldur í sumarbústað

Betur fór en á horfðist þegar eldur kom upp í sumarbústað í Árnessýslu í nótt. Reykskynjari bjargaði lífum gesta.

Tveir menn handteknir grunaðir um þjófnað

Erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt, tveir menn í annarlegu ástandi voru handteknir um kvöldmatarleytið í gær, grunaðir um þjófnað úr verslun,

Hafa verið sendar á Akranes vegna álags á Landspítala

Dæmi eru um að senda hafi þurft konur frá höfuðborgarsvæðinu í keisaraskurð á Akranesi vegna álags á Landspítalanum. Uppsögnum ljósmæðra fer fjölgandi en ekki hefur verið boðað til nýs fundar í kjaradeilunni.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Dæmi eru um að þurft hafi að senda konur frá höfuðborgarsvæðinu í keisaraskurð á Akranesi vegna álags á Landspítalanum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Sóttu slasaðan mann í Reykjadal

Björgunarsveitir landsins hafa fengið ýmis verkefni á síðasta sólarhring, tilkynnt var um slasaðan mann í Reykjadal ofan Hveragerðis.

Karlar eru líka arfberar

Síðustu ár hefur verið töluverð umræða um það hvort það sé rétt frá siðferðilegu og læknisfræðilegu sjónarhorni að gera fólki kunnugt um hvort það ber BRCA-stökkbreytinguna eða hvort virða beri rétt fólks til að vita ekki af verulega skertum lífslíkum sínum.

Norðurál sýknað af kröfum um um ábyrgð á heilsuleysi hrossa

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Norðurál Grundartanga af kröfum hrossabóndans á Kúludalsá, Ragnheiðar Jónu Þorgrímsdóttur, sem barist hefur í mörg ár fyrir því að tengsl flúormengunar frá álverinu og veikinda hrossa hennar verði viðurkennd.

Mótorhjólamenn hjóla hringinn fyrir Pieta samtökin

Níu mótorhjólamenn ætla að nota helgina til að hjóla hringinn í kringum landið með viðkomu á nokkrum stöðum í þeim tilgangi að kynna Pieta samtökin sem berjast gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða.

Ísland setur jafnrétti og málefni hinsegin fólks á oddinn

Réttindi kvenna og hinsegin fólks verða framarlega á dagskrá Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna en Ísland var kjörið í ráðið í dag. Utanríkisráðherra segir að þótt oft þurfi að gera málamiðlanir innan alþjóðastofnana verði enginn afsláttur gefinn af stefnu Íslendinga í mannréttindamálum.

Hafró fær loksins langþráð rannsóknarskip

Á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum í næstu viku verða afgreiddar tvær tillögur formanna allra flokka á þingi um kaup á nýju rannsóknarskipi fyrir Hafrannsóknarstofnun og stofnun Barnamenningarsjóðs sem fær fimm hundruð milljónir króna á næstu fimm árum.

Aldrei aftur nautahlaup

Íslendingur varð fyrir árás í nautahlaupi á Spáni í vikunni og skarst illa. Hann féll við á hlaupum undan nauti og náði síðan taki á hornum þess áður en nautið kastaði honum af sér. Hann segir að þetta hafi verið svakalegt og ætlar aldrei að taka aftur þátt.

Segja tekjurnar af auglýsingum stjórna dagskrárstefnu RÚV

Forsvarsmenn stærstu einkareknu ljósvakamiðlanna segja framgöngu RÚV á markaði hafa mikil áhrif á afkomu og rekstrargrundvöll einkarekinna fjölmiðla á Íslandi. Ramminn utan um stofnunina þurfi að vera mun skýrari og setja frekari skorður

Skipulögð brotastarfsemi með fíknilyf

Karl Steinar Valsson boðar frekari samvinnu lögregluyfirvalda við önnur lönd vegna aukinnar brotastarfsemi með fíknilyf. Lögregluyfirvöld hafa rannsakað tæplega fjörutíu mál sem varða innflutning einstaklinga á fíknilyfjum til landsins frá áramótum.

Sjá næstu 50 fréttir