Fleiri fréttir

Aftengja sprengju í Mosfellsbæ

Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út nú eftir hádegi til þess að aftengju sprengju sem fannst á Blikstaðanesi í Mosfellsbæ fyrr í dag.

Farbann yfir Sigurði áfram framlengt

Sigurður Kristinsson hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi farbann til 9. ágúst næstkomandi. Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis.

Bandaríski ferðamaðurinn dæmdur fyrir manndráp af gáleysi

Bandarískur ferðamaður hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Siegel var valdur að umferðarslysi á Suðurlandsvegi þann 16. maí þar sem íslensk kona á miðjum aldri lést.

Von á samfelldri rigningu

Búast má við því að það byrji að rigna nokkuð samfellt sunnan- og vestanlands í kvöld þegar skil frá lægð sem er nú um 500 kílómetra vestur af Reykjanesi verða komin upp að landinu.

Gagnrýnir rannsókn lögreglu á kaupmönnum í Euro Market

Verjandi eiganda Euro Market gagnrýnir aðgerðir lögreglu í tengslum við málið. Segir umfang málsins mun minna en lögregla gefi í skyn og ítrekað hafi verið brotið á réttindum skjólstæðings síns við rannsóknina.

ESA krefur íslensk stjórnvöld um svör

Eftirlitsstofnun EFTA hefur gefið íslenskum stjórnvöldum þrjá mánuði til þess að svara fyrir það hvers vegna ekki hafi verið gerðar viðeigandi ráðstafanir til að framfylgja dómi EFTA-dómstólsins um innflutningstakmarkanir sem féll í nóvember.

Kópavogsgöng út af kortinu

Tillagan, sem var samþykkt í skipulagsráði Kópavogs, felur jafnframt í sér nýtt svæði fyrir verslun og þjónustu við Dalveg.

Yfirvinnubann ljósmæðra hafið

Álagstoppur var í fæðingum á Landspítalanum í gær og segir framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs stöðuna bara verða erfiðari. Yfirvinnubann ljósmæðra hófst á miðnætti og búist er við þungum róðri.

Hundsbitin hátt í 700 talsins

Á árunum 2013-2017 leituðu einstaklingar í 640 skipti aðstoðar á sjúkrahúsi eða heilsugæslu eftir að hafa verið bitnir af hundi.

Sjónvarpsútsendingin veglegri en áætlað var

Forseti Alþingis segir auknar kröfur um gæði sjónvarpsútsendingar skýra aukinn kostnað við hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum. Þingmaður Pírata segir að þetta hefði mátt vera ljóst frá upphafi. Hátíðarfundurinn hefst klukkan 14

Frost í Dölunum í nótt

Bóndinn Unnsteinn Hermannsson á Leiðólfsstöðum í Dalabyggð var að slá tún í Laxárdalnum í nótt þegar hann tók eftir því að frost var úti.

Útilokar ekki að gjaldtaka hefjist að nýju í Hvalfjarðargöngum

Samgönguráðherra útilokar ekki að gjaldtaka hefjist að nýju í Hvalfjarðargöngum eftir að henni verður hætt þegar ríkið tekur við rekstri þeirra í september. Óljóst er þó hvenær það gæti orðið. Öll lán verða að fullu greidd í september og göngin afhent ríkinu til eignar.

Enn hrynur úr fjallinu í Hítardal

Veiði í Hítará hefur gengið betur í ár en í fyrra, þrátt fyrir náttúruhamfarirnar í Hítardal þann 7. júlí. Enn falla skriður úr Fagraskógarfjalli en Hítará hefur nú fundið sér nýjan farveg framhjá stíflunni sem myndaðist í berghlaupinu.

Einhugur á Alþingi um hátíðartillögur

Alþingi kom saman til aukafundar í dag til að ræða tvær þingsályktunartillögur formanna allra flokka á þinginu um stofnun Barnamenningarsjóðs og kaupa á nýju og fullkomnu rannsóknarskipi fyrir Hafrannsóknarstofnun.

Egill tapaði máli fyrir Mannréttindadómstólnum

Egill Einarsson, betur þekktur sem Gillzenegger, tapaði í morgun máli gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Egill höfðaði meiðyrðamál gegn konu sem sakaði hann um nauðgun á Facebook-síðu árið 2012.

Hestakonan ekki í lífshættu

Kona, sem slasaðist þegar hún féll af hestbaki á Löngufjörum á Snæfellsnesi um fjögur leitið í gærdag, og þyrla sótti, var komin á Landspítalann klukkan sex.

Átján stig á Suðurlandi

Það má gera ráð fyrir allt að 18 stiga hita á landinu í dag ef marka má spákort Veðurstofunnar.

80 milljónir í Þingvallafund Alþingis

Áætlaður kostnaður við hátíðarþingfund Alþingis á Þingvöllum og hátíðarkvöldverð þingforseta er 70 til 80 milljónir króna. Allt að 78 prósent meira en kostnaðaráætlun hafði gert ráð fyrir.

Mótmæla ónæði vegna veitinga í Ásmundarsal

Íbúar nærri Ásmundarsal á Freyjugötu mótmæla fyrirhugaðri opnun veitingastaðar í húsinu. Þegar sé orðið ónæði af breyttri starfsemi í húsinu eftir að ASÍ seldi það fyrir tveimur árum.

Rauð pólitík – eldrauð

Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, er sjötugur í dag og heldur útifagnað við heimili sitt. En fyrst verða velferðarmálin krufin í Norræna húsinu.

Sjá næstu 50 fréttir