Fleiri fréttir

Funda vegna stefnu Trumps

Óhuggulegt er að börn séu notuð sem skiptimynt í deilum um landamæravegg forsetans segja nefndarmenn í utanríkismálanefnd. Ráðherra segir afstöðu Íslands vera skýra og henni verði komið á framfæri.

Má veiða meira af ýsu og ufsa

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur gefið út reglugerð um leyfilegan heildarafla í íslenskri fiskveiðilögsögu fyrir næsta fiskveiðiár.

Stefnt að því að afnema stöðvaskyldu og kvóta

Stefnt að því að breyta rekstrarumhverfi leigubifreiða fyrir 2020. Hanna Katrín Friðriksson saknar þess að minnst sé á tækninýjungar við gjaldtöku. Slíkt gæti gert fyrirtækjum á borð við Uber hægara um vik að hefja starfsemi hér á landi.

Akurey snýr fljótt aftur til veiða eftir bilun í vél

Skipstjórinn á Akurey reiknar með að skipið haldi aftur til veiða á fimmtudag en varðskipið Þór kom með það til hafnar í Reykjavík í dag eftir að bilun kom upp í aðalvél skipsins í gærmorgun.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, kallar eftir því að íslensk stjórnvöld fordæmi að börn ólöglegra innflytjenda séu aðskilin frá foreldrum sínum á landamærum Bandaríkjanna. Rætt verður við Helgu Völu í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Sérsveitin kölluð út í Stigahlíð

Íbúar sem búa í námunda við einbýlishúsið, sem lögregla á að hafa ráðist inn í, greina frá því sem fyrir augu bar í gærkvöldi. Einn íbúanna sagði fréttamanni frá því að í lögregluaðgerðinni hefðu tveir menn verið handteknir úti á miðri götu.

Flugnasprey ágætt vopn viðkvæmra Íslendinga á vellinum í Volgograd

Gríðarmikill flugnasveimur vakti athygli áhorfenda sem fylgdust með leik Englands og Túnis á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í gær. Ísland spilar næsta leik sinn á mótinu gegn Nígeríu á sama velli, leikvanginum í rússnesku borginni Volgograd við bakka árinnar Volgu.

Valdefling strætófarþega rædd á fyrsta fundi borgarstjórnar

Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar fer fram í dag. Kosið verður í nefndir og ráð og tekinn verður fyrir fjöldi tillagna frá nýjum borgarfulltrúum. Fulltrúi Sósíalistaflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, leggur fram fjölmargar tillögur meðal annars um valdeflingu fyrir tiltekna hópa sem nýta þjónustu borgarinnar. 

Leið eins og hann hefði sjálfur varið víti Messi

Tengdafaðir Hannesar fékk miklar þakkir eftir leik Íslands gegn Argentínu á HM á laugardaginn. Jón Steindór er stoltur af tengdasyninum og segir knattspyrnuáhuga sinn hafa aukist til muna eftir að Hannes kom inn í fjölskylduna.

Mokselja treyjur

„Þetta er miklu meira en fyrir EM 2016. Við höfum ekki haft tíma til að spá í það hversu margar treyjur eru seldar nákvæmlega en það hleypur á þúsundum.“

Bríetar minnst með viðhöfn

Blómsveigur verður lagður að leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í Hólavallakirkjugarði á kvenréttindadeginum sem er í dag.

Hafnar sjálf aukagreiðslum sem borgarfulltrúi

Sanna Magdalena leggur til að borgarfulltrúar og starfsmenn borgarinnar fái ekki þóknun fyrir fundi í vinnutíma en álagsgreiðslur geta verið nokkur hundruð þúsund í hverjum mánuði. Hún segir laun stjórnenda borgarinnar nógu há til að dekka undirbúning og yfirvinnu.

Sjá næstu 50 fréttir