Fleiri fréttir

Einn leikskóli í hverju hverfi opinn næsta sumar

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borgarstjórn og nýr formaður borgarráðs, segir að nýr meirihluti í Reykjavík muni koma til með að hafa mikil áhrif á allt sem snýr að barnafjölskyldum.

Rifist á þingi um meint svik meirihlutans við Miðflokkinn

Til stóð að afgreiða ein átta mál með atkvæðagreiðslu við upphaf þingfundar en þess í stað hófst 40 mínútna umræða um frávísunartillögu á mál þingflokks Miðflokksins um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu.

Sjúkrasaga þingmanns opin öllum á netinu

Þingmaður Flokks fólksins segir það stórfurðulegt að heilsufarsupplýsingar hans hafi verið birtar á vef Hæstaréttar undir nafni. Forstjóri Persónuverndar segir það mikilvægt að dómstólarnir gæti að persónuverndarsjónarmiðum.

Á háa c-i yfir rútum í bakgarði

Íbúar í Eskihlíð eru ósáttir við nýja rútumiðstöð í nágrenninu. Slökkviliðsstjóri hefur áhyggjur af umferð. Ekki hafi verið svarað hvort leyfi þurfi. Framkvæmdastjóri Airport Direct telur svo ekki vera en er óviss.

Grunaður morðingi ber við minnisleysi

Aðalmeðferð hófst í gær í máli Dags Hoe Sigurjónssonar sem ákærður er fyrir að hafa orðið albönskum manni að bana á Austurvelli í desember. Einnig grunaður um tilraun til þess að drepa annan mann.

ÚNU fær ekki gögn kjararáðs

Kjararáð telur ekki tilefni til að afhenda úrskurðarnefnd um upplýsingamál (ÚNU) afrit af fundargerðum sínum í trúnaði.

Stjórinn settur af eftir úttekt

Vatnajökulsþjóðgarður fór verulega fram úr fjárheimildum til rekstrar án framkvæmdaliða á síðasta ári. Framúrkeyrslan nemur 190 milljónum króna eða 50 prósentum um fram það sem gert var ráð fyrir.

Samið um afgreiðslu þingmála í veipfylltum bakherbergjum

14 lagafrumvörp hafa verið borin upp til fyrri atkvæðagreiðslu og samþykkt á Alþingi í kvöld en 9 mál bíða enn afgreiðslu. Þingmenn vonast til að hægt verði að ljúka þingstörfum á morgun og samkvæmt heimildum fréttastofu verður öllum frekari atkvæðagreiðslum frestað til morguns.

Skattfé varið með ómarkvissum hætti með rammasamningi við sérfræðilækna

Skattfé hefur verið varið með ómarkvissum hætti í sérfræðilækningar samkvæmt gildandi rammasamningi og fjármagn runnið nær stjórnlaust út úr ríkissjóði að sögn heilbrigðisráðherra. Ákvörðun um framtíð fyrirkomulags um sérfræðilækningar verður tekin á allra næstu vikum en samningurinn rennur út um áramótin.

Kobba með nýjan kóp

Landselsurtan Kobba kæpti snemma í gærmorgun í Húsdýragarðinum. Kópurinn hefur enn ekki verið kyngreindur og því ekki fengið nafn enda fara dýrahirðar garðsins varlega í kringum íbúa hans fyrstu dagana.

Þráinn er langbesti hestur sem Þórarinn hefur riðið

Stóðhesturinn Þráinn frá Flagbjarnarholti er nýr heimsmeistari eftir að hann sló öll met í kynbótadómi, auk þess að fá 9,11 fyrir hæfileika. Knapi og þjálfari Þráins er Þórarinn Eymundsson sem segist aldrei áður hafa riðið jafn góðum og flottum hesti.

Konur gætu þurft að fara beint heim eftir fæðingu

Konur gætu þurft að fara beint heim eftir fæðingu án viðkomu á sængurlegudeild vegna uppsagna ljósmæðra á Landspítalanum. Flestar uppsagnir eru á meðgöngu- og sængurlegudeild og um þriðjungur starfsfólks deildarinnar hættir störfum um næstu mánaðarmót. Framkvæmdastjóri kvennasviðs spítalans hefur verulegar áhyggjur af stöðunni.

Var illa brugðið þegar hann sá fréttina um að forngripunum hefði verið hent

Arró Stefánsson, sjónvarps-og kvikmyndatökumaður, segir að hann hafi nánast fengið hjartaáfall og taugaáfall þegar hann sá frétt í Morgunblaðinu um liðna helgi þess efnis að sérfræðingar Þjóðminjasafns Íslands leituðu upplýsinga um fjölda forngripa sem bárust frá nytjamarkaði Góða hirðisins í byrjun mánaðarins.

Sjá næstu 50 fréttir