Fleiri fréttir

Margæs gerir sig heimakomna á Bessastöðum

Varp margæsar hefur nú verið staðfest í fyrsta sinn hér á landi eftir að fuglamerkingarmaðurinn Ólafur Á. Torfason fann margæsahreiður á Besstastaðanesi síðastliðinn sunnudag.

Bein útsending: Samfélagsleg nýsköpun

Hrund Gunnsteinsdóttir, þróunarfræðingur og stjórnarformaður Tækniþróunarsjóðs, heldur opið erindi um samfélagslega nýsköpun í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands í dag.

Ýmsir uggandi yfir framtíð Iðnó

Iðnó er enn lokað eftir upp komst að staðurinn væri rekinn án rekstrarleyfis. Lista- og menningarfólk sem hefur verið viðriðið Iðnó í fleiri ár hefur lýst áhyggjum sínum við Fréttablaðið yfir ástandinu í Iðnó.

Vildi stýra afhjúpun en var afþakkaður

Upphafskona að söfnun fyrir steini á gröf flökkukonunnar Viggu gömlu segir afleysingaprest ekki hafa átt frumkvæði að söfnuninni líkt og hann gefi í skyn. Presturinn hafi viljað stýra málinu án þess að þess hafi verið óskað. Hann sé velkominn á afhjúpun á laugardaginn.

Segir hættuna felast í lágum launum en ekki launahækkunum

"Því hefur verið haldið fram of lengi af fylgismönnum nýklassískrar hagfræði og nýfrjálshyggju að laun séu fyrst og fremst kostnaður og að launahækkanir séu hættulegar. Hættan felst aftur á móti í lágum launum því þau leiða til lítillar eftirspurnar.“

Ítarlegri sáttmáli en gerður var eftir kosningarnar árið 2014

Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir sáttmála meirihlutans í Reykjavík ekki vera í líkingu við það sem lofað var í kosningabaráttunni. Nýkjörinn borgarfulltrúi Viðreisnar segist ánægður með sérstakan kafla sem fjallar um atvinnumál.

Uppgjör við Pál Magnússon í Eyjum

Páll Magnússon situr ekki lengur í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. "Fullu vantrausti“ lýst á þingmanninn og oddvita í Suðurkjördæmi á aukaaðalfundi í Eyjum í gær. Krefjast samtals við flokksforystuna vegna stöðunnar í höfuðvígi flokksins á landinu.

Niðurlægður í Krónunni og krefst betra aðgengis að salerni

Karlmaður varð fyrir þeirri ömurlegu og niðurlægjandi lífsreynslu að kúka á sig eftir að starfsfólk Krónunnar meinaði honum notkun á salerni verslunarinnar. Maðurinn glímir við svæsinn meltingarfærasjúkdóm. Hann vill að stjórnvöld gefi út skírteini fyrir fólk í slíkri aðstöðu sem veiti því forgang á salerni.

Kærumálum hafnað en hreppurinn ber kostnað

Úrskurðarnefnd hefur hafnað kröfu andstæðinga Hvalárvirkjunar um ógildingu kosninganna í Árneshreppi og tekur fram að það varðar refsingu að færa lögheimili sitt til þess eins að verða settur á kjörskrá.

Hæsta þorskveiðiráðgjöf frá því aflamarkskerfi var tekið upp

Ráðlagður heildarafli á þorski á næsta fiskveiðiári er einn sá mesti sem Hafrannsóknarstofnun hefur lagt til frá því aflamarkskerfið var tekið upp. Þrátt fyrir það eru ekki horfur á að þorskstofninn vaxi mjög hratt á næstu árum að mati sérfræðinga stofnunarinnar.

Minnst 200 leikskólakennara vantar til starfa í Reykjavík í haust

Að minnsta kosti tvö hundruð leikskólakennara vantar til starfa í Reykjavík í haust að sögn leikskólastjóra. Leikskólastjórnendur undrast að nýr borgarstjórnarmeirihluti ætli að fjölga leikskólaplássum á sama tíma og illa gengur að manna lausar stöður.

Banaslys í Hestfirði

Einn lést í umferðarslysi sem varð í botni Hestfjarðar skömmu fyrir klukkan fjögur í dag.

Deilur um lyfjanotkun Íslendinga

Mikil notkun þunglyndislyfja á Íslandi er ekki áhyggjuefni að mati sérfræðings. Formaður Hugarafls er á öðru máli og segir þunglyndislyf ein og sér ekki vera neina töfralausn.

Hvassviðri og slydda í kortunum

Bílstjórar ökutækja sem taka á sig mikinn vind sérstaklega varaðir við hvössum vindstrengjum víða um land á morgun.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Það vantar 200 leikskólakennara í Reykjavík að sögn leikskólastjóra og því eru markmið nýs meirihluta í borginni, um að fjölga leikskólaplássum, talin óraunhæf. Rætt verður við leikskólastjóra í kvöldfréttatíma Stöðvar 2.

Sjá næstu 50 fréttir