Fleiri fréttir

Fá 1.700 manns í heimsókn

Háskóli Íslands býst við um 1.700 erlendum gestum á ráðstefnu European Academy of Management (EURAM) sem viðskiptafræðideild HÍ stendur fyrir dagana 19. til 22. júní.

Sveitarstjórnir tefja uppbyggingu íbúða

Málsmeðferð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála er miklu lengri en lög gera ráð fyrir. Getur haft áhrif á byggingarhraða húsnæðis og aukið kostnað. Hröð málsmeðferð ein forsenda þess að draga úr vanda á íbúðamarkaði,

Eldgosið í Eyjafjallajökli hið frægasta síðustu áratuga

Í dag eru átta ár liðin frá því að eldgosinu í Eyjafjallajökli lauk. Talið er að um sex prósent heimsbúa hafi orðið fyrir áhrifum eða óþægindum af einhverju tagi vegna gossins. Eldgosið var sennilega meiri landkynning en nokkur auglýsing.

Gjaldskrárhækkanir mæti kostnaði

Viðreisn hyggst lækka skatta á atvinnuhúsnæði í Reykjavík og leggja 120 milljónir króna í atvinnuþróun í hverfum á næstu þremur árum. Þetta á meðal annars að fjármagna með sölu á malbikunarstöðinni Höfða og gjaldskrárhækkunum.

Segir sjúkraþyrlu geta skipt sköpum í sambærilegum slysum

Framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni segir ekki inni í myndinni að brjóta reglur um hvíldartíma þyrluáhafna þótt upp komi neyðartilfelli. Ákjósanlegt væri þó að hafa tvær áhafnir til taks meirihluta ársins. Sjúkraflutningamenn kalla eftir sérhæfðri sjúkraþyrlu á Suður- og Vesturlandi.

Vísuðu kæru Pírata frá

Í dag kom þriggja manna kjörnefnd, skipuð af sýslumanninum, saman til þess að úrskurða um kæru Dóru Bjartar Guðjónsdóttur oddvita Pírata

Viðskiptaþvinganir geta hækkað verðlag á Íslandi

Fyrirhugaðar viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gagnvart Íran gætu haft áhrif á olíverð, almennt verðlag og ferðaþjónustu hér á landi. Leiði þær til mikilla hækkana á olíuverði gætu flugfargjöld hækkað og færri ferðamenn komið til landsins.

Helmingur andvígur vegatollum

Töluverð andstaða er gegn innheimtu veggjalda til að standa straum af rekstri þjóðvega á íslandi, samkvæmt nýrri könnun MMR.

Fékk hæli á Íslandi sem transmaður en er skráður sem kona

Flóttamaður, sem fékk hæli á Íslandi vegna ofsókna sem hann varð fyrir sem transmaður, er skráður sem kona á á þeim skilríkjum og pappírum sem hann fékk frá Útlendingastofnun. Hann segir Útlendingastofnun hafa neitað að aðhafast nokkuð í málinu og vísa á Þjóðskrá.

Húsfélagið lét fjarlægja mynd af borgarstjóra

Andlit Dags B. Eggertssonar prýddi auglýsingar á húsi á horni Miklubrautar og Lönguhlíðar. Íbúar í ósamþykktum stúdíóíbúðum í húsinu kvörtuðu. Kosningastjóri Samfylkingarinnar segir að þau hafi ekki vitað að fólk byggi í húsinu.

Gengu of langt gagnvart Atla

Héraðsdómur telur Lögmannafélagið hafa farið langt út fyrir valdsvið sitt í rannsókn á persónulegum högum Atla Helgasonar, dæmds morðingja, þegar hann sótti um endurheimt lögmannsréttinda sinna.

Milljóna styrkir til íþróttafélaga fyrir bæjarráð

Á síðasta fundi Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar var samþykkt að leggja það til við bæjarráð Reykjanesbæjar að veita tvo styrki, samtals að upphæð sex milljónir króna, til Ungmennafélags Njarðvíkur og Keflavíkur ungmennafélags.

Stöðvuðu framkvæmdir vegna asbests

Vinnueftirlit ríkisins stöðvaði framkvæmdir við Grensásveg 12 þar sem asbest hafði verið fjarlægt af húsinu án þess að sótt hefði verið um tilskilin leyfi.

Sólarferðir seljast vel í vonda veðrinu

Sala á sólarlandaferðum hefur tekið kipp undanfarnar vikur samhliða slæmu veðri víða á landinu. Forstjórar ferðaskrifstofa segja algengt að ferðir séu bókaðar kvöldið fyrir brottför þegar spáð er roki og rigningu.

Hælar víkja fyrir flatbotna skóm

Breytingar hafa orðið á kauphegðun kvenna á síðustu misserum samkvæmt sölutölum þar sem háhælaðir skór eru að víkja fyrir flatbotna skóm. Verslunareigandi segir að hælarnir hafi minnkað í þágu þæginda.

Íslensk fyrirtæki finna fyrir breytingum í vikunni

Ný persónuverndarreglugerð Evrópusambandsins sem tekur gildi næsta föstudag mun strax hafa mikil áhrif á fjölmörg íslensk fyrirtæki. Forstjóri Persónuverndar segir að í reglugerðinni felist gríðarleg réttarbót fyrir evrópskan almenning.

Sjá næstu 50 fréttir