Fleiri fréttir

Vonast eftir fordæmisgefandi dómi vegna hatursorðræðu

Aðalmeðferð fór í morgun fram í máli manns sem var ákærður af lögreglunni í Vestmannaeyjum fyrir hatursorðræðu gegn Semu Erlu Serdar í athugasemdakerfi. Hún segist vona til að fordæmisgefandi dómur falli í málinu.

Stórfé í góðgerðarstarf eftir mótorhjólamessu

Ánægja með samkennd í mótorhjólamessu í Digraneskirkju. Séra Bára Friðriksdóttir segir nær 700.000 krónur hafa safnast til góðgerðarmála. Félagar úr fjandvinaklúbbunum Hells Angels og Outlaws meðal þeirra sem mættu til kirkju.

4,5 milljónir í símasektir

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sektað 113 ökumenn fyrir að nota farsíma við akstur frá 1. maí.

Reykjanesbær svarar spurningum um meint vanhæfi seint og um síðir

Skipulagsstofnun höfðu í gær ekki borist svör frá bæjaryfirvöldum í Reykjanesbæ við spurningum og athugasemdum sem stofnunin sendi skipulagsfulltrúa bæjarins þann 20. apríl vegna samþykktra deiluskipulagsbreytinga þar sem gert er ráð fyrir að gamla Sundhöllin í Keflavík verði rifin.

Takast á um kynjakvóta

Ungmennaráð UN Women stendur fyrir ræðukeppni en umræðuefni kvöldsins eru kynjakvótar.

Undirbúa mannaferðir til tunglsins og Mars á Íslandi

NASA stefnir að því að senda mann til mars um árið 2030. Vísindamenn stofnunarinnar eru nú staddir hér á landi til að kanna aðstæður og meta hvernig hægt sé að undirbúa mannaferðir til Mars og tunglsins hér á Íslandi.

Vilja opna flugvöllinn á Siglufirði í sumar

Bæjaryfirvöld í Fjallabyggð athuga nú þann möguleika að opna flugvöllinn á Siglufirði á ný en hann hefur verið lokaður um árabil. Bæjarstjórinn segir hægt að nota völlinn undir sjúkraflug og einnig til að flytja ferðamenn á svæðið.

Milljarða fram­kvæmdir í Hvera­gerði

Í dag var tekin fyrsta skóflustungun af nýjum 77 íbúðum á svokölluðum Edenreit í Hveragerði. Íbúðirnar verða á tveimur til þremur hæðum og verður stærð þeirra frá 55-95 fermetrar.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Nox Medical bar sigur úr býtum í dómsmáli á hendur bandaríska lækningavörufyrirtækinu Natus Neurology í einhverju stærsta og dýrasta máli sem íslenskt félag hefur höfðað.

Synir Netanyahu á Íslandi

Þeir munu vera hér í einkaferð með hópi frá Ísrael og ekki á vegum ísraelska ríkisins en öryggisverðir eru með þeim.

NASA rennir hýru auga til Íslands

Bandaríska geimferðarstofnunin NASA hefur áhuga á að koma á samstarfi við Íslendinga vegna rannsókna á tunglinu og Mars.

Frávik í greiðslum Tryggingastofnunar aukist um milljarð

Ofgreiðslur og vangreiðslur Tryggingastofnunar námu rúmum milljarði meira í fyrra en árið á undan. Forstjóri Tryggingastofnunar segir það liggja í eðli tekjutengdra bóta að erfitt sé að áætla þær fyrirfram og því þurfi að endurreikna greiðslur til langflestra.

Vísindamenn NASA í Háskólanum í Reykjavík

Fyrirlesturinn The Moon and Mars - Human and Robotic Exploration of the Solar System. Vísindamenn NASA kanna aðstæður á Íslandi til rannsókna og prófana á tækni og tækjum fyrir ferðir til Mars og annarra geimferða.

Sjá næstu 50 fréttir