Fleiri fréttir

Líkamsleifarnar eru af Arturi

Líkamsleifar sem fundust á hafsbotni undan Snæfellsnesi í febrúar eru af Arturi Jarmoszko, 26 ára karlmanni frá Póllandi sem búsettur hafði verið á Íslandi í fimm ár.

Vatnavextir gætu hamlað leit í Ölfusá

Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir að verið sé að skoða það núna hvort menn ætli af stað í leit í kvöld að manni sem fór út í Ölfusá aðfaranótt sunnudags.

Kerra valt á Gullinbrú

Betur fór en á horfðist þegar kerra valt á Gullinbrú í Reykjavík um eittleytið í dag. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd varð töluvert tjón þar sem kerra fór á hvolf.

Hlutfallslega færri kjósa utan kjörfundar

Hlutfallslega færri hafa kosið utan kjörfundar í Reykjavík nú en í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Tvöfalt fleiri kusu utan kjörfundar í Alþingiskosningum í fyrra.

Búið að strika sextán út af kjörskrá í Árneshreppi

Hreppsnefnd Árneshrepps samþykkti í gærkvöldi að taka út fjóra einstaklinga af kjörskrá en bæta einum einstaklingi inn. Þar með er hreppsnefndin búin að ógilda sextán lögheimilsflutninga en samþykkja tvo.

Þekkja hverja einustu Fortitude-senu og flykkjast á Reyðarfjörð

Jónas Helgason veitingamaður hóf rekstur Tærgesen veitinga- og gistihúss ásamt konu sinni, Söndru Þorbjörnsdóttur, árið 2009. Jónas og Sandra hafa nokkra sérstöðu meðal gistihúsarekenda á Austfjörðum en Tærgesen-húsið lék stórt hlutverk í fyrstu tveimur þáttaröðum Fortitude.

Bein útsending: Kynferðisbrot í brennidepli

Að borðinu hafa verið kallaðir sérfræðingar og fræðimenn til að leggja sitt á vogarskálarnar til að stuðla að vandaðri meðferð mála vegna kynferðisbrota og uppbyggilegri umræðu um málaflokkinn.

Klámfengnu efni sérstaklega beint að börnum á YouTube

Ofbeldisfullt og klámfengið myndefni sem ætlað er börnum finnst víða á YouTube. Fyrirtækið hefur einsett sér að taka veituna í gegn en það hefur reynst þrautin þyngri. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segir að foreldrar þurfi að kynna sér málið enda sé fræðsla um internetið orðin hluti af uppeldi barna í dag.

2.500 nýjar íbúðir frá hruni í borginni

Skýrir valkostir hafa myndast fyrir borgarbúa í komandi sveitarstjórnarkosningum. Minni framboðin gætu stuðlað að falli meirihlutans. Reykvíkingar geta valið um sextán mismunandi framboðslista.

Íbúarnir andmæla byggingu íbúða á Stýrimannareitnum

Íbúar í Holta- og Hlíðahverfinu í Reykjavík mótmæla uppbyggingu 200 íbúða á Stýrimannareitnum. Hafa áhyggjur af aukinni umferð. Borgaryfirvöld leggi upp með að byggt verði á vinsælu útivistarsvæði í hverfinu.

Ógnuðu húsráðanda með járnkylfum

Lögreglan var send að húsi í Austurbænum í nótt eftir að tilkynning barst um að menn vopnaðar járnkylfum hafi reynt að komast þar inn.

Segir fréttaflutning frá Gasa mjög villandi

Sendiherra Ísraela gagnvart Íslandi fundaði með RÚV í gær vegna þrýstings á að Íslendingar sitji heima þegar Eurovision fer fram á næsta ári. Hann segir Ísraela ekki hafa viljandi drepið friðsama mótmælendur fyrr í mánuðinum.

Samfylkingin er enn stærst í borginni

Útlit er fyrir að sjö flokkar fái fulltrúa í borgarstjórn, samkvæmt nýrri könnun sem Fréttablaðið og frettabladid.is gerðu. Meirihlutinn heldur velli.

Aukin hætta á gróðureldum

Hætta á gróðureldum hefur aukist hér á landi á undanförnum árum samfara aukinni skógrækt og minnkandi sauðfjárbeit. Sumarhúsabyggðir eru sérstaklega viðkvæmar að mati sérfræðings en þar liggur trjágróður oft þétt upp við hús.

Segir Palestínumenn bera ábyrgð á eigin örlögum

Sendiherra Ísrael gagnvart Íslandi telur orðspor ríkisins eiga undir högg að sækja á Íslandi. Hann segir Hamas-samtökin notfæra sér dauðsföll Palestínumanna til að öðlast samúð alþjóðasamfélagsins á meðan Ísraelar telji mikilvægara að treysta varnir landsins.

Félagsmálaráðherra boðar forsvarsmenn leigufélaga á sinn fund vegna hækkana

Félagsmálaráðherra hefur fengið ábendingar víðsvegar að á landinu um að leigufélög hafi hækkað leiguverð óeðlilega mikið við endurnýjun samninga. Hann hefur boðað forsvarsmenn leigufélaga á fundi með sér og ákveður eftir þá hvort þörf sé á að ríkistjórnin bregðist sérstaklega við.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Félagsmálaráðherra hefur fengið ábendingar víðsvegar að á landinu um að leigufélög hafi hækkað leiguverð óeðlilega mikið við endurnýjun samninga.

Sjá næstu 50 fréttir