Fleiri fréttir

Þristurinn yfir hafið í fyrsta sinn í þrettán ár

Þristavinafélagið stefnir á að fljúga íslenska þristinum Páli Sveinssyni til Nor­mandí næsta sumar til þess að minnast innrásarinnar í Normandí. Vélin er orðin 75 ára gömul en þrettán ár eru liðin frá því að henni var síðast flogið yfir hafið.

Stefnir í prestaskort

Ýmislegt hefur breyst í umhverfi og starfi íslenskra presta á þeirri öld sem liðin er frá stofnun Prestafélags Íslands. En fjöldi þeirra í landinu er þó svipaður og árið 1918.

D-listinn tapar meirihlutanum í Eyjum

Sjálfstæðisflokkurinn myndi missa meirihlutann í Vestmannaeyjum ef kosið yrði nú. Ný könnun sem Fréttablaðið og frettabladid.is hafa gert sýnir að bæjarstjórinn næði ekki kjöri.

Bílvelta á Bústaðavegi

Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún hafnaði utan vegar.

Prófessor telur rafrettur góða tóbaksvörn

Vinda þarf ofan af frumvarpi heilbrigðisráðherra um rafsígarettur að mati Halldóru Mogensen formanns velferðarnefndar Alþingis. Linda Bauld prófessor við Stirling háskóla í Bretlandi kom fyrir nefndina í morgun og ráðlagði nefndarfólki að grípa tækifærið og nýta rafrettur til tóbaksvarna.

Frelsisflokkurinn gegn alþjóðavæðingu, fjölmenningarstefnu og mosku

Frelsisflokkurinn kynnti stefnumál sín fyrir næstu borgarstjórnarkosningar við Ráðhús Reykjavíkur í dag. Gunnlaugur Ingvarsson formaður flokksins leggur áherslu á innflytjendamál, niðurskurð í yfirstjórn borgarinnar og rafbílavæðingu. Flokkurinn hafni borgarlínu og mosku í Reykjavík.

Sindri fer fyrir dómara í Hollandi á morgun

Strokufanginn Sindri Þór Stefánsson verður leiddur fyrir dómara í Amsterdam á morgun þar sem úrskurðað verður hvort hann verði úrskurðaður í gæsluvarðhald á meðan á framsalsferlinu stendur.

Mengun fer minnkandi

Þorsteinn Jóhannsson hjá Umhverfisstofnun segir að loftmengun sé ekkert minna vandamál á Akureyri en í Reykjavík, en að þrátt fyrir aukna umræðu um hana sé hún að minnka með árunum. Hann vill samt sjá meira gert.

Stórar hugmyndir án útfærslu

Fátt kom á óvart á fyrsta landsþingi Miðflokksins um helgina að mati stjórnmálafræðinga. Flokkurinn hafi plantað sér á miðjuna, hægra megin við Framsókn. Mikið um stórar hugmyndir en minna af útfærslum.

Fjöldahandtökur við Sólheima

Fimm ungmenni voru handtekin í gærkvöldi eftir að lögreglu barst tilkynning um líkamsárás við Sólheima í Reykjavík.

Ákærður fyrir 50 milljóna króna skattsvik

Sigurður Ragnar Kristinsson, eiginmaður Sunnu ­Elviru Þorkelsdóttur, og tveir aðrir hafa verið ákærðir fyrir skattsvik sem tengjast fyrirtækinu SS verk ehf. Meint skattsvik nema um 100 milljónum króna.

Sjá næstu 50 fréttir