Fleiri fréttir

Ráðstefna um umskurð drengja á þriðjudag

Silja Dögg Gunnarsdóttir, fyrsti flutningsmaður frumvarpsins um bann við umskurði drengja, er ekki á meðal ræðumanna á ráðstefnunni. Hún segir flesta þeirra sem til máls taka á ráðstefnunni leggjast gegn banninu.

Efast um réttmæti loftárásanna í Sýrlandi

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Logi Einarsson og Silja Dögg Gunnarsdóttir ræddu loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands á Sýrland í þættinum Sprengisandi í dag.

Konurnar á Álftanesi höfðu hver sinn Kana

Stríðsminjar úr síðari heimstyrjöld má enn sjá á Álftanesi en þar var fjölmenn herstöð sem hafði það meginhlutverk að verja Reykjavíkurflugvöll gegn árásum þýskra flugvéla.

1200 gráðu heitum teinum breytt í skeifur

Aksel Vibe, margfaldur Norðurlandsmeistari í járningum er staddur á landinu um helgina í þeim tilgangi að kenna tíu bestu járningamönnum landsins að heitjárna.

Fjögur útköll á skólaball MS

Tveir urðu fyrir meiðslum á ballinu. Einn gestur féll af sviði. Hitt slysið varð þegar einstaklingur kýldi í vegg. Hvorugur slasaðist að ráði.

Eldri maður féll af hjóli og lést

Maðurinn féll af hjólinu við Hringbraut í Hafnarfirði. Hann komst aldrei til meðvitundar og var úrskurðaður látinn við komu á sjúkrahús.

Hugarheimur raðmorðingja

Dr. Ann Burgess er á leiðinni til landsins. Þekkt fyrir rannsóknir sínar á raðmorðingjum og þolendum. Rannsóknir hennar og tveggja alríkisfulltrúa á hugarheimi raðmorðingja urðu kveikjan að vinsælli Netflix-þáttaröð, Mindhunter.

Fjórföldun skógræktar sé arðbær fjárfesting

Hugmyndir Skógræktarinnar um að fjórfalda nýskógrækt á næstu áratugum mælast vel fyrir. Ekki aðeins hagstætt fyrir kolefnisbókhaldið heldur einnig arðbær fjárfesting í krónum talið. 0,42 prósent lands eru hulin ræktuðum skógi.

Kímnigáfa ráðherrans vakti misjafna lukku

Utanríkisráðherra sagði formann Viðreisnar reynslulítinn í umræðum á þinginu, en ummælin vöktu misjöfn viðbrögð netverja. Saklaust grín að mati ráðherrans. Aðeins Steingrímur J. Sigfússon hefur setið lengur á þingi en Þorgerðu Katrín Gunnarsdóttir.

Segir mikilvægt að byggja ekki á dylgjum

Forstjóri Barnaverndarstofu segir óásættanlegt að einstakir starfsmenn stofunnar séu ranglega dregnir til ábyrgðar fyrir ákvarðanir stjórnvalda. Barnaverndarnefndir hafa verið upplýstar um að börn á meðferðarheimili hafi verið að sniffa.

Ágreiningur um nýtt knatthús í Hafnarfirði

Pétur Óskarsson, varabæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði, gagnrýnir harðlega að honum hafi ásamt Borghildi Sturludóttur, sem einnig er varabæjarfulltrúi BF, verið vikið úr nefndum og ráðum í bæjarstjórninni vegna ágreinings við meirihlutann eða Sjálfstæðisflokk og tvo bæjarfulltrúa um byggingu á knatthúsi í bænum.

Dæmdur fyrir stórfellda líkamsárás á Spot

Héraðsdómur Reykjavíkur sagði að manninum hefði mátt vera ljóst að það að hrinda ölvuðum manni fyrirvaralaust aftur fyrir sig gæti haft í för með sér afleiðingar.

Foreldri fann tvö myndbönd af gassniffinu á Youtube

Halldór Hauksson, sviðsstjóri meðferðarsviðs Barnaverndarstofu, segir að myndbönd sem sýndu unglingsdrengi sniffa gas í sumarbústaðaferð með starfsmönnum meðferðarheimilisins Lækjarbakka hafi fundist á Youtube tæpu ári eftir að atvikið kom upp.

Langar að læra dans og íslensku

Feðginin Abrahim og Haniye Maleki sem hlutu í gær alþjóðavernd á Íslandi þakka íslensku þjóðinni stuðninginn og eru himinlifandi með niðurstöðuna. Haniye segist hafa eignast góða vini á Íslandi og stefnir á dansnám í framtíðinni.

Sjá næstu 50 fréttir