Fleiri fréttir

Þriðji dómur yfir sama manni

Karlmaður fæddur árið 1996 var í Héraðsdómi Reykjavíkur í upphafi mánaðar dæmdur í 40 mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir nauðgun.

Gagnrýna breytingar á ökunámi

Ökukennarafélag Íslands og ökukennaranemar gera talsverðar athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar á fyrirkomulagi ökukennslu sem fram koma í drögum að nýju frumvarpi til umferðarlaga.

Fær bætur þrátt fyrir prófleysi

Ökumaður, sem misst hafði ökuréttindi og síðan ekið aftan á aðra bifreið á Reykjanesbraut í janúar 2015, á rétt á bótum þrátt fyrir prófleysið.

Bresk könnunarflugvél skoðar hafstrauma hér

Hluti af stóru fjögurra ára rannsóknarverkefni á vegum East Anglia háskólans á Bretlandi fer nú fram við Ísland. Flugvél breskrar suðurskautsstofnunar er gerð út frá Akureyri og gerir margháttaðar mælingar á mikilvægum hafstraumum.

Ber að afhenda samræmd próf

Menntamálastofnun er skylt að veita Páli Hilmarssyni afrit af samræmdum prófum sem sonur hans þreytti síðastliðið haust.

Næstu skref verði tekin

BSRB skorar á atvinnurekendur að taka næsta skrefið í tengslum við #metoo byltinguna og ráðast að rótum vandans. Þetta kemur fram í ályktun fundar formannaráðs BSRB sem fór fram í gær.

Örlagavaldur sagnfræðinga

Bjarnarmessa er heiti minningarþings sem haldið verður í dag í Veröld – húsi Vigdísar í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá fæðingu Björns Þorsteinssonar sagnfræðings.

„Við viljum sjá konur í flugvirkjun“

Við viljum sjá fleiri konur læra flugvirkjun, segir Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis, en innan við eitt prósent flugvirkja landsins eru konur.

Ósáttur með ummæli Bjarkeyjar

Ekki er búist við því að þingflokkur Vinstri grænna fundi sérstaklega um stöðu Andrésar Inga Jónssonar og Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur fyrr en eftir páska. Andrés og Rósa greiddu atkvæði með vantrauststillögu á hendur dómsmálaráðherra en Andrés segist ósáttur með ummæli þingflokksformanns í fjölmiðlum.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hinsegin flóttamenn sem hafa búið í flóttamannabúðum í Kenía setjast að í Mosfellsbænum. Rætt verður við tvær ungar systur úr hópnum í fréttatíma Stöðvar 2 kl. 18:30.

Þingheimur minntist Sverris og Guðjóns Arnars

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, flutti minningarorð um Sverri Hermannsson og Guðjón Arnar Kristjánsson, fyrrverandi alþingismenn, við upphaf þingfundar í dag.

Vogur fullur og neyslan eykst

Frá 1984 hefur sjúkrarúmum fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga fækkað um 200. Biðlistar eftir að komast að í meðferð lengjast. Nauðsynlegt að verja meira fé til málaflokksins að mati framkvæmdastjóra lækninga.

Vandræði VG hafi ekki áhrif á ríkisstjórnina

Stjórnmálafræðiprófessor segir ríkisstjórnina sigla lygnan sjó þrátt fyrir vandræði innan VG. Stjórnin þurfi ekki að reiða sig á atkvæði Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur og Andrésar Inga Jónssonar. Reynt að greiða úr málum á þingflokksfundi í dag.

Skilur ef ráðamenn þurfa að sitja heima

Formaður KSÍ segir óskandi að stjórnmál og Heimsmeistarakeppnin í fótbolta sem hefst í sumar væru aðskilin. Hins vegar skilji hann það ef ráðamenn sniðganga HM. NATO-ríkin skoða mögulegar aðgerðir gegn Rússum í vikunni. Málið truflar ekki undirbúning KSÍ.

Tölvurnar eru enn ófundnar

Enn hefur hvorki sést tangur né tetur af um 600 tölvum sem stolið var í þremur innbrotum í gagnaver í Borgarbyggð og Reykjanesbæ.

Leyfi séra Ólafs lýkur í vikunni

Frestur til að áfrýja úrskurðum úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar í málunum fimm gegn Ólafi Jóhannssyni, sóknarpresti í Grensáskirkju, rennur út í dag.

Búa til krúsir í baráttu gegn krabba

Fimm bestu vinkonur stofnuðu fyrirtækið VON krúsir og framleiða handgerða bolla úr keramik til styrktar Krabbameinsfélaginu. Málefnið snerti þær allar á einhvern hátt en tvær þeirra eiga móður sem hefur fengið krabbamein.

Segir ályktunina snúast um annað og sérhæfðara sjúkrahús

Formaður Sjálfstæðisflokksins segir ályktun landsfundar um staðarvalsgreiningu fyrir framtíðaruppbyggingu sjúkrahúsþjónustu ekki snúa að fyrirhuguðu þjóðarsjúkrahúsi við Hringbraut, heldur öðru og sérhæfðara sjúkrahúsi. Landsfundi floksins var slitið í dag, en forystan hlaut yfirburðakosningu í embætti.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins en hann var í dag endurkjörinn í embætti með 96 prósent atkvæða.

Sjá næstu 50 fréttir