Fleiri fréttir

ASÍ hundsar þjóðhagsráð

Miðstjórn ASÍ ákvað í gær að Alþýðusambandið myndi ekki taka sæti í þjóðhagsráði, þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi ákveðið að útvíkka erindi ráðsins og ræða félagslegan stöðugleika ásamt efnahagslegum stöðugleika.

Í farbanni grunaður um innflutning á kókaíni í útvarpstæki

Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að maður skuli sæta farbanni til 13. apríl næstkomandi en hann er grunaður um aðild að máli þar sem um 317 grömmum af kókaíni var smyglað til landsins í útvarpstæki.

Ljósmæður í tvenns konar kjarabaráttu

Ljósmæður telja sig hafa dregist verulega aftur úr í almennri launaþróun og krefjast leiðréttingar. Í baráttu sinni hafa þær minnkað heimaþjónustu umtalsvert sem er farið að hafa áhrif á fæðingardeild Landspítalans.

Segir kaffihúsaeigendur ekki treysta sér til að leyfa gæludýr

Stjórnarmaður í Félagi ábyrgra hundaeigenda segir strangar kröfur heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur aftra því að veitingastaðir geti með góðu móti leyft gæludýr. Þannig sé reglugerð um málið túlkuð með mun strangari hætti en tilefni sé til.

Á þriðja tug Íslendinga kaupa DNA próf í hverri viku

Tuttugu til þrjátíu Íslendingar kaupa í hverri viku þjónustu af dönsku rannsóknarfyrirtæki sem sérhæfir sig í DNA skyldleikaprófum. Prófið kostar jafnvirði tuttugu og þriggja þúsunda íslenskra króna og eru munnvatnssýni send út til Danmerkur. Kári Stefánsson segir unnt að gera sambærilegt próf ókeypis hér á landi.

Leyfi séra Ólafs framlengt

Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, hefur ákveðið að framlengja leyfi séra Ólafs Jóhannsson, sóknarprests í Grensáskirkju, en leyfinu átti að ljúka í þessari viku.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Réttarhöld yfir Khaled Cairo vegna dauða Sanitu Brauna á Hagamel í september og ásókn Íslendinga í faðernispróf eru á meðal efnis kvöldfréttatíma Stöðvar 2 sem hefst kl. 18:30.

Þurfa ekki að afhenda Glitnisgögn

Landsréttur hefur staðfest ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur að Útgáfufélagi Stundinni og Reykjavik Media beri ekki að afhenda Glitni Holdco gögn úr gamla Glitni um viðskiptavini bankans sem fjölmiðlarnir hafa undir höndum.

Grunnskólakennarar felldu nýjan kjarasamning

Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara hefur fellt nýgerðan kjarasamning FG og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nei sögðu 68,52 prósent en já sögðu 29,74 prósent.

„Við erum algjörlega ósammála“

Ljósmæðrafélag Íslands efndi til samstöðufundar fyrir utan húsnæði ríkissáttasemjara nú síðdegis en klukkan 14 hófst fundur í kjaradeilu félagsins og samninganefndar ríkisins.

Segir netið nýtt til sálfræðihernaðar gegn kjósendum

Þingmaður Pírata segir ríki heims hafa brugðist borgurum með allt of veikri persónu- og upplýsingaverndarlöggjöf. Hann segir sálfræðihernað hafa verið stundaðan gegn kjósendum á samfélagsmiðlum. Almannatengill segir ólíklegt að aðferðirnar myndu virka á Íslandi. Íslendingar séu fáir og hér þekki allir alla.

Hamagangur í Höfðunum

Það var handagangur í öskjunni í nótt þegar lögreglan reyndi að hafa hendur í hári þriggja einstaklinga sem reyndu að brjótast inn í fyrirtæki í Höfðahverfi Reykjavíkur.

Ætlar að banna mismunun

Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur lagt fram á Alþingi frumvörp um jafna meðferð á vinnumarkaði og um jafna meðferð fólks óháð kynþætti og þjóðernisuppruna.

Rússi fær ekki að stíga um borð í NATO-skip

Haraldur Ólafsson veðurfræðingur segir alþjóðlega rannsókn við Ísland eiga að varpa ljósi á þann hluta hafstrauma sem enn séu ekki kortlagðir og því veikur hlekkur í hugmyndum vísindamanna um hringrás sjávar í Norður-Atlantshafi.

Segir fátt um mál Sigur Rósar

Gunnar Þór Ásgeirsson endurskoðandi segist hafa veitt aðstoð við reiknings- og framtalsskil hljómsveitarmeðlima á Íslandi.

Foreldrar langveikra barna lögðu Sjóvá

Í desember 2014 var því hafnað að tryggja Xavier Tindra Magnússon vegna sjúkdóms sem hann var með. Hálfu ári síðar var foreldrum hans boðið að kaupa sömu tryggingu. Faðir drengsins taldi af símtali við sölumann að tryggingin tryggði allt. Sjóvá segir að tryggingin hafi ekki átt að ná yfir fyrirliggjandi sjúkdóma

Danskir læknar styðja umskurðarfrumvarpið

Yfir þúsund danskir læknar, nánar tiltekið 1033, hafa sent Alþingi umsögn um frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um bann við umskurði drengja.

Voru ekki í vafa um að leggurinn væri mannabein

Aðalsteinn R. Friðþjófsson, skipstjóri á Fjölni GK, segir að áhöfn skipsins hafi ekki verið í neinum vafa um að hafa fengið mannabein á einn krókinn á línunni í febrúar síðastliðnum þegar skipið var við veiðar á norðanverðum Faxaflóa.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vandræðagangur Facebook, falleinkunn íslenska vegakerfisins og skokkarar sem nýta ferðina og tína rusl um leið og þeir hlaupa eru á meðal efnis kvöldfréttatíma Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Áfram í gæsluvarðhaldi vegna innbrotahrinu

Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í dag karlmann í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald, eða til 17. apríl, á grundvelli síbrota að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Sjá næstu 50 fréttir